Erlendar Brighton sektað vegna Rodman Lið Brighton Bears í breska körfuboltanum hefur verið sektað og dæmt 20-0 tap í leiknum sem Dennis Rodman lék með því á dögunum eftir að körfuknattleikssambandið þar í landi úrskurðaði að liðið hefði teflt honum fram ólöglega í leiknum. Sport 16.2.2006 16:10 Magdeburg mætir Hamburg Í dag var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum þýska bikarsins í handknattleik, eða final four eins og Þjóðverjar kalla það. Annarsvegar mætast Magdeburg og Hamburg og hinsvegar leikur Kiel við Kronau/Östringen sem sló Gummersbach nokkuð óvænt út úr keppninni á dögunum. Undanúrslitin fara fram fyrstu helgina í apríl. Sport 16.2.2006 15:45 Birkir Ívar til Þýskalands Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við lið Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni, en fyrrum félagi Birkis úr Haukum, Þórir Ólafsson leikur einmitt með liðinu. Birkir klárar tímabilið hér heima með Haukum en heldur utan í sumar. Sport 16.2.2006 15:31 Vonar að Chelsea tapi 8-0 Jose Reina er enn ekki runnin reiðin eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Chelsea á dögunum og segist hann vona að landar sínir í Barcelona vinni ensku meistarana samtals 8-0 í Meistaradeildinni í næstu umferð sem hefst í næstu viku. Sport 16.2.2006 15:18 Stórleikur LeBron James LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Sport 16.2.2006 14:22 Darko Milicic farinn til Orlando Magic Darko Milicic-tilrauninni er lokið í Detroit, því í nótt skipti liðið honum til Orlando Magic á samt leikstjórnandanum Carlos Arroyo og fékk í skiptum hinn meidda miðherja Calvin Cato og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári. Sport 16.2.2006 00:36 Blackburn lagði Sunderland Blackburn vann sigur á Sunderland í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 2-0. Það var vandræðagemsinn Craig Bellamy sem skoraði mörk heimamanna á 38. og 63. mínútu leiksins. Sport 15.2.2006 21:57 Markalaust hjá Bolton og Marseille Bolton og Marseille gerðu markalaust jafntefli á Reebok í kvöld í fyrri viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en síðari leikurinn verður í Frakklandi eftir viku. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn, líkt og leikur kvöldsins. Sport 15.2.2006 21:38 Markalaust í hálfleik hjá Bolton og Marseille Staðan í leik Bolton og Marseille í Evrópukeppni félagsliða er 0-0 í hálfleik, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þá hefur Blackburn náð forystu 1-0 gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Craig Bellamy skoraði mark heimamanna á 38. mínútu. Sport 15.2.2006 21:03 Blackburn tekur á móti Sunderland Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Blackburn tekur á móti botnliði Sunderland á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn hefur tapað tveimur leikjum í röð, en Sunderland náði í sjaldgæft stig í síðasta leik sínum þegar liðið gerði jafntefli við Tottenham á heimavelli sínum. Sport 15.2.2006 19:00 Sato og Ide aka fyrir Super Aguri Lið Super Aguri í Formúlu 1 hefur nú staðfest að það verði Takuma Sato og hinn lítt þekkti Yuji Ide sem muni verða aðalökumenn liðsins á komandi keppnistímabili, en þeir koma báðir frá Japan. Sato er 29 ára og hefur reynslu af að aka í Formúlu 1, en Idi hefur litla sem enga reynslu og því setja margir spurningarmerki við ráðningu hans. Sport 15.2.2006 18:17 Hefur áhuga á Barcelona Lionel Scaloni, félagi Anton Ferdinand hjá West Ham, segir Ferdinand taka orðrómi um áhuga Barcelona á sér mjög alvarlega og segir hinn unga varnarmann vera mjög áhugasaman um spænsku deildina. Sport 15.2.2006 17:35 Dagný Linda í 23. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri náði góðum árangri á Vetrarólympíuleiknum í Tórínó í dag þegar hún hafnaði í 23. sæti af 44 keppendum í bruni. Það var Michele Dormeister frá Austurríki sem sigraði og kom í mark tæpum þremur sekúndum á undan Dagnýu. Sport 15.2.2006 17:20 Ísland niður um eitt sæti Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýja styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska liðið er nú í 96. sæti listans, en Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkland í öðru og Hollendingar eru í því þriðja. Sport 15.2.2006 15:55 Hefur mikinn áhuga á að taka við Newcastle Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands, en hann hefur nú verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle. Sport 15.2.2006 15:47 Butt sektaður um 80.000 pund Miðjumaðurinn Nicky Butt hefur verið sektaður um sem samsvarar tveggja vikna launum eða 80.000 pundum fyrir að yfirgefa liðið fyrir leik þess gegn West Ham á dögunum þegar í ljós kom að hann hefði ekki verið valinn í leikmannahópinn. Butt hefur þegar beðist afsökunar á málinu, sem Steve Bruce segir nú að sé úr sögunni. Sport 15.2.2006 15:41 Radmanovic til LA Clippers Lið Los Angeles Clippers fékk í gær góðan liðsstyrk þegar það skipti framherja sínum Chris Wilcox til Seattle Supersonics fyrir serbnesku skyttuna Vladimir Radmanovic. Radmanovic er fjölhæfur leikmaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir langskot og er honum ætlað að skerpa á sóknarleik liðsins. Sport 15.2.2006 15:35 Nadal sneri aftur með sigri Spænski tenniskappinn Rafael Nadal átti vel heppnaða endurkomu úr meiðslum í gær þegar hann sigraði naumlega á opna Marseille-mótinu í tennis sem fram fór í Frakklandi, þar sem hann hafði betur gegn Oliver Rochus 4-6, 6-2 og 7-5. Sport 15.2.2006 15:26 Shearer spilar góðgerðaleik í vor Gamla kempan Alan Shearer hjá Newcastle hefur komið á fót sérstökum fjáröflunarleik milli Newcastle og Glasgow Celtic frá Skotlandi sem fram fer á St. James´ Park þann 10. maí í vor, þar sem allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála. Sport 15.2.2006 15:21 Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16 Gunnar íhugar að taka til í herbúðum Stoke Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, viðurkennir í viðtali við BBC í dag að hann sé alvarlega að íhuga að hreinsa til í herbúðum Stoke með því að reka alla sem eru við stjórnartaumana hjá liðinu, því gengið hefur verið afar dapurt undanfarið og samstarfið ekki gott. Sport 15.2.2006 14:30 Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16 Garcia tryggði Liverpool sigur á Arsenal Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar það lagði Arsenal 1-0 með marki frá Luis Garcia á 88. mínútu. Fyrr í leiknum hefði Steven Gerrard misnotað vítaspyrnu fyrir Liverpool og var sigur liðsins nokkuð verðskuldaður. Sport 14.2.2006 21:54 Gummersbach úr leik Gummersbach tapaði nokkuð óvænt fyrir Kronau/Östringen í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld 36-34 eftir framlengdan leik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach, þar af 2 úr vítum og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk. Gummersbach hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum, en missti forskotið niður í þeim síðari og tapaði loks í framlengingunni. Sport 14.2.2006 21:28 Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50 Jafnt hjá Liverpool og Arsenal Staðan í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal er 0-0, en það sem helst bar til tíðinda í hálfleiknum var að Steven Gerrard hjá Liverpool lét Jens Lehmann verja frá sér vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Þó má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt, því dómurinn var ansi vafasamur. Sport 14.2.2006 20:44 Mosley leggur til deildarskiptingu Max Mosley, yfirmaður í Formúlu 1, hyggst kynna hugmyndir um að skipta heimsmeistaramótinu niður í deildir á næstunni. Hann hefur í huga að skipa sérstaka 2.deild sem skipuð yrði liðum úr GP2 mótaröðinni, sem hugsanlega gætu unnið sér sæti í formúlu 1 á meðan lökustu liðin þar mundu falla í "2. deild." Sport 14.2.2006 20:00 Við erum ekki betri en Arsenal Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sitt lið sé enn ekki betra en Arsenal þó það sé ofar í töflunni það sem af er vetri. Benitez segist bera mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og því starfi sem hann hafi unnið hjá Arsenal. Sport 14.2.2006 19:02 Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18 Lehmann sigurviss Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segist viss um að sitt lið hafi alla burði til að leggja Liverpool á Anfield í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í deildinni í vetur. Sport 14.2.2006 17:04 « ‹ 209 210 211 212 213 214 215 216 217 … 264 ›
Brighton sektað vegna Rodman Lið Brighton Bears í breska körfuboltanum hefur verið sektað og dæmt 20-0 tap í leiknum sem Dennis Rodman lék með því á dögunum eftir að körfuknattleikssambandið þar í landi úrskurðaði að liðið hefði teflt honum fram ólöglega í leiknum. Sport 16.2.2006 16:10
Magdeburg mætir Hamburg Í dag var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum þýska bikarsins í handknattleik, eða final four eins og Þjóðverjar kalla það. Annarsvegar mætast Magdeburg og Hamburg og hinsvegar leikur Kiel við Kronau/Östringen sem sló Gummersbach nokkuð óvænt út úr keppninni á dögunum. Undanúrslitin fara fram fyrstu helgina í apríl. Sport 16.2.2006 15:45
Birkir Ívar til Þýskalands Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við lið Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni, en fyrrum félagi Birkis úr Haukum, Þórir Ólafsson leikur einmitt með liðinu. Birkir klárar tímabilið hér heima með Haukum en heldur utan í sumar. Sport 16.2.2006 15:31
Vonar að Chelsea tapi 8-0 Jose Reina er enn ekki runnin reiðin eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Chelsea á dögunum og segist hann vona að landar sínir í Barcelona vinni ensku meistarana samtals 8-0 í Meistaradeildinni í næstu umferð sem hefst í næstu viku. Sport 16.2.2006 15:18
Stórleikur LeBron James LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik. Sport 16.2.2006 14:22
Darko Milicic farinn til Orlando Magic Darko Milicic-tilrauninni er lokið í Detroit, því í nótt skipti liðið honum til Orlando Magic á samt leikstjórnandanum Carlos Arroyo og fékk í skiptum hinn meidda miðherja Calvin Cato og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári. Sport 16.2.2006 00:36
Blackburn lagði Sunderland Blackburn vann sigur á Sunderland í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 2-0. Það var vandræðagemsinn Craig Bellamy sem skoraði mörk heimamanna á 38. og 63. mínútu leiksins. Sport 15.2.2006 21:57
Markalaust hjá Bolton og Marseille Bolton og Marseille gerðu markalaust jafntefli á Reebok í kvöld í fyrri viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en síðari leikurinn verður í Frakklandi eftir viku. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn, líkt og leikur kvöldsins. Sport 15.2.2006 21:38
Markalaust í hálfleik hjá Bolton og Marseille Staðan í leik Bolton og Marseille í Evrópukeppni félagsliða er 0-0 í hálfleik, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þá hefur Blackburn náð forystu 1-0 gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Craig Bellamy skoraði mark heimamanna á 38. mínútu. Sport 15.2.2006 21:03
Blackburn tekur á móti Sunderland Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Blackburn tekur á móti botnliði Sunderland á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn hefur tapað tveimur leikjum í röð, en Sunderland náði í sjaldgæft stig í síðasta leik sínum þegar liðið gerði jafntefli við Tottenham á heimavelli sínum. Sport 15.2.2006 19:00
Sato og Ide aka fyrir Super Aguri Lið Super Aguri í Formúlu 1 hefur nú staðfest að það verði Takuma Sato og hinn lítt þekkti Yuji Ide sem muni verða aðalökumenn liðsins á komandi keppnistímabili, en þeir koma báðir frá Japan. Sato er 29 ára og hefur reynslu af að aka í Formúlu 1, en Idi hefur litla sem enga reynslu og því setja margir spurningarmerki við ráðningu hans. Sport 15.2.2006 18:17
Hefur áhuga á Barcelona Lionel Scaloni, félagi Anton Ferdinand hjá West Ham, segir Ferdinand taka orðrómi um áhuga Barcelona á sér mjög alvarlega og segir hinn unga varnarmann vera mjög áhugasaman um spænsku deildina. Sport 15.2.2006 17:35
Dagný Linda í 23. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri náði góðum árangri á Vetrarólympíuleiknum í Tórínó í dag þegar hún hafnaði í 23. sæti af 44 keppendum í bruni. Það var Michele Dormeister frá Austurríki sem sigraði og kom í mark tæpum þremur sekúndum á undan Dagnýu. Sport 15.2.2006 17:20
Ísland niður um eitt sæti Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýja styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska liðið er nú í 96. sæti listans, en Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkland í öðru og Hollendingar eru í því þriðja. Sport 15.2.2006 15:55
Hefur mikinn áhuga á að taka við Newcastle Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands, en hann hefur nú verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle. Sport 15.2.2006 15:47
Butt sektaður um 80.000 pund Miðjumaðurinn Nicky Butt hefur verið sektaður um sem samsvarar tveggja vikna launum eða 80.000 pundum fyrir að yfirgefa liðið fyrir leik þess gegn West Ham á dögunum þegar í ljós kom að hann hefði ekki verið valinn í leikmannahópinn. Butt hefur þegar beðist afsökunar á málinu, sem Steve Bruce segir nú að sé úr sögunni. Sport 15.2.2006 15:41
Radmanovic til LA Clippers Lið Los Angeles Clippers fékk í gær góðan liðsstyrk þegar það skipti framherja sínum Chris Wilcox til Seattle Supersonics fyrir serbnesku skyttuna Vladimir Radmanovic. Radmanovic er fjölhæfur leikmaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir langskot og er honum ætlað að skerpa á sóknarleik liðsins. Sport 15.2.2006 15:35
Nadal sneri aftur með sigri Spænski tenniskappinn Rafael Nadal átti vel heppnaða endurkomu úr meiðslum í gær þegar hann sigraði naumlega á opna Marseille-mótinu í tennis sem fram fór í Frakklandi, þar sem hann hafði betur gegn Oliver Rochus 4-6, 6-2 og 7-5. Sport 15.2.2006 15:26
Shearer spilar góðgerðaleik í vor Gamla kempan Alan Shearer hjá Newcastle hefur komið á fót sérstökum fjáröflunarleik milli Newcastle og Glasgow Celtic frá Skotlandi sem fram fer á St. James´ Park þann 10. maí í vor, þar sem allt fé sem safnast mun renna til góðgerðamála. Sport 15.2.2006 15:21
Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16
Gunnar íhugar að taka til í herbúðum Stoke Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, viðurkennir í viðtali við BBC í dag að hann sé alvarlega að íhuga að hreinsa til í herbúðum Stoke með því að reka alla sem eru við stjórnartaumana hjá liðinu, því gengið hefur verið afar dapurt undanfarið og samstarfið ekki gott. Sport 15.2.2006 14:30
Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16
Garcia tryggði Liverpool sigur á Arsenal Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar það lagði Arsenal 1-0 með marki frá Luis Garcia á 88. mínútu. Fyrr í leiknum hefði Steven Gerrard misnotað vítaspyrnu fyrir Liverpool og var sigur liðsins nokkuð verðskuldaður. Sport 14.2.2006 21:54
Gummersbach úr leik Gummersbach tapaði nokkuð óvænt fyrir Kronau/Östringen í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld 36-34 eftir framlengdan leik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach, þar af 2 úr vítum og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk. Gummersbach hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum, en missti forskotið niður í þeim síðari og tapaði loks í framlengingunni. Sport 14.2.2006 21:28
Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50
Jafnt hjá Liverpool og Arsenal Staðan í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal er 0-0, en það sem helst bar til tíðinda í hálfleiknum var að Steven Gerrard hjá Liverpool lét Jens Lehmann verja frá sér vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Þó má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt, því dómurinn var ansi vafasamur. Sport 14.2.2006 20:44
Mosley leggur til deildarskiptingu Max Mosley, yfirmaður í Formúlu 1, hyggst kynna hugmyndir um að skipta heimsmeistaramótinu niður í deildir á næstunni. Hann hefur í huga að skipa sérstaka 2.deild sem skipuð yrði liðum úr GP2 mótaröðinni, sem hugsanlega gætu unnið sér sæti í formúlu 1 á meðan lökustu liðin þar mundu falla í "2. deild." Sport 14.2.2006 20:00
Við erum ekki betri en Arsenal Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sitt lið sé enn ekki betra en Arsenal þó það sé ofar í töflunni það sem af er vetri. Benitez segist bera mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og því starfi sem hann hafi unnið hjá Arsenal. Sport 14.2.2006 19:02
Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18
Lehmann sigurviss Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segist viss um að sitt lið hafi alla burði til að leggja Liverpool á Anfield í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í deildinni í vetur. Sport 14.2.2006 17:04