Erlendar

Fréttamynd

Ballack með eina mark kvöldsins

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og það er miðjumaðurinn sterki Michael Ballack hjá Bayern Munchen sem á þann vafasama heiður að vera eini leikmaðurinn sem er búinn að skora mark það sem af er. Ballack kom sínum mönnum í Bayern yfir gegn AC Milan á 23. mínútu með stórglæsilegu skoti.

Sport
Fréttamynd

Gerrard á varamannabekk Liverpool

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar.

Sport
Fréttamynd

Sörenstam efst á styrkleikalistanum

Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Rochemback frá í tvo mánuði

Brasilíski miðjumaðurinn Fabio Rochemback hjá Middlesbrough er nýjasti leikmaður liðsins til að meiðast í langan tíma eftir að í ljós kom að hann er meiddur á ökkla og verður frá keppni í amk tvo mánuði. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Boro, sem er í bullandi vandræðum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Owen gæti snúið aftur gegn Chelsea

Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir að svo gæti farið að Michael Owen yrði búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir leikinn gegn Chelsea í fjórðungsúrslitum enska bikarsins í næsta mánuði, en upphaflega var óttast að Owen kæmi ekki til baka fyrr en í apríl vegna fótbrots sem hann hlaut á gamlársdag.

Sport
Fréttamynd

Benitez varar við bjartsýni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35.

Sport
Fréttamynd

Real er betra nú en áður

Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid, líkar lífið mun betur á Bernabeu eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti sem þjálfari liðsins og segir lið Arsenal ekki eiga von á góðu í viðureign liðanna í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Neville slapp með sekt

Gary Neville, leikmaður Manchester United slapp með skrekkinn í dag þegar hann var dæmdur til að greiða 5000 punda sekt fyrir að hafa fagnað marki sinna manna í sigrinum á Liverpool í deildinni á dögunum fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Talið var að Neville gæti fengið leikbann fyrir uppátækið.

Sport
Fréttamynd

Úrslitaleikurinn færður til Cardiff

Nú er ljóst að úrslitaleikurinn í enska bikarnum mun fara fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff eftir að áströlsku verktakarnir sem bera ábyrgð á uppbyggingu nýja Wembley- leikvangsins gátu ekki lofað því 100% að hann yrði klár fyrir úrslitaleikinn í bikarnum sem verður þann 13. maí.

Sport
Fréttamynd

Við erum fullir sjálfstrausts

Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segir sína menn fulla sjálfstrausts fyrir leikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld, en Bayern hefur unnið alla 15 leiki sína á nýja heimavellinum sem tekinn var í notkun í sumar.

Sport
Fréttamynd

Mourinho er besti leikmaður Chelsea

Portúgalski miðjumaðurinn Deco, sem áður lék undir stjórn Mourinho hjá Porto þegar liðið vann Meistaradeildina á sínum tíma, segir að Mourinho sé besti leikmaður Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Villareal hefur ekki áhyggjur af Rangers

Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Bayern Munchen er sigurstranglegast

Fabio Capello, stjóri ítölsku meistaranna í Juventus, segir að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeirri einföldu ástæðu að liðið hafi notið þess að fá langt vetrarfrí öfugt við liðin á Ítalíu, Spáni og Englandi.

Sport
Fréttamynd

Völlurinn er ekki svo slæmur

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar.

Sport
Fréttamynd

Fisichella staðráðinn í að verða meistari

Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella hjá Renault segist staðráðinn í að vera á meðal þeirra bestu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra á komandi tímabili í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við stuðningsmennina

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum.

Sport
Fréttamynd

Beckham hlakkar til að mæta Arsenal

David Beckham, leikmaður Real Madrid, segist hlakka mikið til að mæta loks ensku liði í Meistaradeildinni, en lið hans leikur við Arsenal annað kvöld. Hann segist þó heldur hafa viljað mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór bikarmeistari með Napoli

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson varð í gærkvöld ítalskur bikari með liði sínu Napoli þegar það bar sigurorð af Roma í úrslitaleik 85-83. Jón skoraði 9 stig í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá KR og Brann

KR ingar gerðu í dag jafntefli 1-1 við norska liðið Brann í æfingaleik liðanna á LaManga mótinu sem fram fer á Spáni. Það var Björgólfur Takefusa sem skoraði mark KR úr vítaspyrnu, en KRingar misnotuðu reyndar aðra vítaspyrnu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea mætir Newcastle

Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea mætir Newcastle á heimavelli í næstu umferð, en það var einmitt Newcastle sem sló Englandsmeistarana úr keppninni í fyrra. Birmingham fær Liverpool í heimsókn, Charlton mætir Middlesbrough og Aston Villa eða Manchester City mætir annað hvort Bolton eða West Ham. Leikirnir fara fram 20-23. mars.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki.

Sport
Fréttamynd

James fór fyrir Austurliðinu

LeBron James varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera kjörinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þegar hann skoraði 29 stig og leiddi lið Austurstrandarinnar til sigurs gegn Vesturliðinu 122-120, eftir að Austurliðið hafði lent 21 stigi undir á tímabili í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Frá keppni í tvo mánuði

Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0.

Sport
Fréttamynd

City og Villa þurfa að mætast aftur

Aston Villa og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum FA bikarkeppninnar eftir dramatískan leik liðanna í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikmenn City jöfnuðu metin þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Minden og Flensburg

Fjórir leikir fóru fram í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en íslendingarnir létu frekar lítið að sér kveða í dag, nema þá Snorri Steinn Guðjónsson sem skoraði sex mörk fyrir Minden, þar af fjögur úr vítaköstum.

Sport
Fréttamynd

Ég er stoltur af mínum mönnum

Phil Parkinsson stjóri Colchester var mjög stoltur af sínum mönnum sem gerðu Englandsmeisturum Chelsea lífið leitt í ensku bikarkeppninni í dag. Chelsea vann leikinn 3-1 en lokatölurnar segja ekki alla sólarsöguna.

Sport
Fréttamynd

Dagur bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson stýrði í dag liði sínu Bregenz til sigurs í Austurrísku bikarkeppninni en liðið lagði AON Fivers með eins marka mun í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea komst áfram

Chelsea tókst að landa sigrinum gegn Colchester í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Englandsmeisturunum tókst verkið ekki þrautarlaust. Colchester menn geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir leikinn á Stamford Bridge í dag.

Sport
Fréttamynd

Chelsea tókst að jafna

Staðan í hálfleik hjá Chelsea og Colchester er 1-1 en neðrideildarliðið hefur verið betri aðilinn í leiknum sem fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Skoruðu átta mörk gegn Dunfermline

Celtic vann í dag stærsta sigur í sögu Skosku úrvalsdeildarinnar þegar þeir skoruðu átta mörk gegn Dunfermline á útivelli. Yfirburðir Celtic voru ótrúlegir en leikmenn Dunfermline voru heillum horfnir í leiknum.

Sport