Erlendar

Fréttamynd

Verður í Þýskalandi framvegis

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur nú svarað gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir undanfarið fullum hálsi. Klinsmann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki viðstaddur uppákomu á vegum landsliðsins í Þýskalandi fyrir skömmu, en hann hann hefur nú gefið upp ástæður fyrir fjarveru sinni.

Sport
Fréttamynd

Henry kemur Arsenal yfir

Það er heldur betur fjör farið að færast í leik Arsenal og Liverpool á Highbury, því nú hefur Thierry Henry komið Arsenal í 2-1 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard hjá Liverpool, sem renndi boltanum glórulaust til baka inn fyrir vörnina þar sem Thierry Henry stóð aleinn og renndi boltanum í netið.

Sport
Fréttamynd

Garcia jafnar fyrir Liverpool

Spánverjinn Luis Garcia hefur náð að jafna leikinn fyrir Liverpool gegn Arsenal á Highbury í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Garcia fylgdi vel á eftir þrumuskoti Steven Gerrard á 76. mínútu og skallaði boltann í netið eftir að Jens Lehmann sló boltann út í teiginn. Aðeins augnabliki síðar var svo Xabi Alonso hjá Liverpool svo vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Vill fá Owen aftur á Anfield

Steven Gerrard hefur viðurkennt að hann sakni Michael Owen sárt og segir að Liverpool vanti einmitt framherja á borð við Owen, þar sem liðinu hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hefur yfir í hálfleik

Arsenal hefur 1-0 forystu gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til hlés í leik liðanna á Highbury. Aðeins glæsimark Thierry Henry skilur liðin að eftir 45 mínútna leik, en heimamenn hafa verið heldur sprækari, þó gestirnir hafi átt fleiri marktilraunir.

Sport
Fréttamynd

Charlton lagði Middlesbrough

Charlton vann í dag góðan 2-1 sigur á Middlesbrough í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Darren Bent kom heimamönnum yfir á 73. mínútu og skoraði svo sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok, en áður hafði Mark Viduka jafnað metin fyrir Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Tímabilið verður galopið í ár

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segist eiga von á að keppnistímabilið í Formúlu 1 í ár verði mjög spennandi og opið, en hann vill meina að fjögur keppnislið muni berjast um sigurinn í hverri einustu keppni.

Sport
Fréttamynd

Henry kemur Arsenal yfir

Snillingurinn Thierry Henry er búinn að koma Arsenal í 1-0 gegn Liverpool í leik liðanna í Highbury. Markið skoraði Henry á 21. mínútu með glæsilegum hætti eftir góða sendingu frá Cesc Fabregas.

Sport
Fréttamynd

Ekki búið að ráða Curbishley

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu um að ekki sé búið að ráða Alan Curbishley stjóra Charlton sem næsta þjálfara enska landsliðsins, en myndir náðust af Curbishley ganga til fundar við sambandið í gær. Nú er verið að ræða við hugsanlega eftirmenn Sven-Göran Eriksson og er Curbishley einn þeirra sem koma til greina í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á The Walley

Enn er markalaust í leik Charlton og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni en nú hefur verið flautað til leikhlés á The Valley. Stórleikur Arsenal og Liverpool er um það bil að hefjast. Peter Crouch verður einn í framlínu Liverpool í dag og Frakkinn Djibril Cisse er ekki í leikmannahópi liðsins.

Sport
Fréttamynd

Rooney sökkti Newcastle

Wayne Rooney skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Newcastle 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford og styrkti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Mörk Rooney komu með aðeins 4 mínútna millibili á 8. og 12. mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Alonso sigraði í Barein

Heimsmeistarinn Fernando Alonso byrjaði keppnistímabilið í Formúlu 1 með stæl í dag þegar hann skaut fyrrum heimsmeistaranum Michael Schumacher ref fyrir rass og sigraði í fyrstu keppni ársins. Schumacher var á ráspól í dag, en varð að láta sér annað sætið duga að þessu sinni. Kimi Raikkonen var engu að síður hetja dagsins því hann vann sig úr síðasta sæti í það þriðja með frábærum akstri.

Sport
Fréttamynd

Nash sneri aftur með stórleik

Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig.

Sport
Fréttamynd

Le Guen tekur við Rangers

Úrvalsdeildarlið Glasgow Rangers gekk í dag frá þriggja ára samningi við knattspyrnustjóran Paul Le Guen og mun hann taka við liðinu í sumar þegar Alex McLeish lætur af störfum hjá félaginu. Le Guen stýrði áður frönsku meisturunum Lyon í Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Enn vænkast hagur Reading

Íslendingalið Reading siglir nú lygnan sjó á toppi 1. deildarinnar á Englandi, þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á heimavelli gegn Watford. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn með Watford í dag, en liðið hefur nú 15. stiga forskot á næsta lið á toppi deildarinnar og á úrvalsdeildarsætið nokkuð víst næsta haust.

Sport
Fréttamynd

Bolton burstaði West Ham

Bolton heldur sínu striki í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið stórsigur á West Ham 4-1 á heimavelli sínum. Stelios Giannakopoulos skoraði tvö marka Bolton, Gary Speed eitt og Henrik Pedersen eitt. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði mark West Ham.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen vongóður þrátt fyrir áföllin

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen er staðráðinn í að láta ekki áföllin í byrjun tímabils hafa áhrif á sig, en eftir að lið hans McLaren lenti í vélarbilunum í gær, þarf hann að byrja síðastur á ráslínu í Barein á morgun eftir að hafa lent í óhappi í fyrsta hring í tímatökunum í dag.

Sport
Fréttamynd

Lemgo hafði betur í Íslendingaslagnum

Logi Geirsson og félagar í Lemgo unnu góðan sigur á Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 28-26. Logi skoraði 1 mark fyrir Lemgo og Ásgeir Örn komst ekki á blað, en Guðjón Valur skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Beattie með tvö mörk í hálfleik

Framherjinn James Beattie er í miklu stuði með liði sínu Everton gegn Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham, en Everton hefur yfir 2-0 í hálfleik á Goodison Park. Bolton er að taka West Ham í bakaríið 3-0. Stelios Giannakopoulos hefur skorað tvívegis fyrir Bolton og Gary Speed einu sinni. Wigan hefur yfir gegn Sunderland 1-0 og markalaust er hjá Portsmouth og Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Ég vissi strax að þetta yrði mark

Sigurmark William Gallas gegn Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag var einstaklega glæsilegt og ekki á hverjum degi sem varnarmaðurinn knái skorar svona mörk. John Terry fyrirliði Chelsea sagðist hafa séð strax að skot félaga síns myndi hafna í netinu.

Sport
Fréttamynd

Erfiðið er að borga sig

Michael Schumacher segir að þrotlausar æfingar og prófanir séu lykillinn á bak við góðan árangur Ferrari í tímatökunum í Barein í dag. "Það er orðið langt síðan maður var í þessari aðstöðu síðast og nú er allt erfiðið í vetur svo sannarlega að skila sér. Það er ekkert að marka þó hlutirnir líti vel út á æfingu, þú veist aldrei hvar þú stendur fyrr en á brautina er komið," sagði Þjóðverjinn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í byrjunarliði Fulham

Fjórir leikir eru á dagskrá klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham þegar liðið sækir Everton heim í leit að fyrsta útisigri sínum á leiktíðinni. Bolton mætir West Ham, Portsmouth tekur á móti Manchester City og Sunderland mætir Wigan.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Birmingham og West Brom

Nathan Ellington var hetja West Brom í dag þegar hann tryggði liði sínu dýrmæt stig í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar gegn Birmingham, með marki tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mikael Forssel skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins. Bæði lið eru eftir sem áður í bullandi fallbaráttu.

Sport
Fréttamynd

Draumamark Gallas tryggði Chelsea sigur

William Gallas tryggði Chelsea mikilvæg stig í titilbaráttunni í dag þegar hann skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gegn Tottenham. Chelsea vann því leikinn 2-1 og er komið með aðra hönd á Englandsbikarinn.

Sport
Fréttamynd

Lakers lagði San Antonio

Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Schumacher á ráspól

Ferrari gekk allra liða best í tímatökunum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer á morgun. Það var fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher sem náði bestum tíma og verður því á ráspól í 65. skiptið á ferlinum á morgun. Hann jafnar þar með met Brasilíumannsins Ayrton Senna. Félagi Schumacher Felipe Massa varð í öðru sæti, Jenson Button í þriðja og heimsmeistarinn Fernando Alonso í fjórða.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Stamford Bridge í hálfleik

Staðan hjá Chelsea og Tottenham er jöfn 1-1 þegar blásið hefur verið til leikhlés í Stamford Bridge. Michael Essien kom heimamönnum yfir strax á 14. mínútu, en Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham rétt fyrir lok hálfleiksins. Staðan í leik Birmingham og West Brom er einnig 1-1, en þar er skammt til leiksloka.

Sport
Fréttamynd

Að verða til í slaginn?

Miðjumaður Liverpool, Momo Sissoko, gæti óvænt komið inn í byrjunalið Liverpool eftir þrjár vikur en hann varð fyrir meiðslum á auga í fyrri leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni fyrir rífum tveimur vikum síðan.

Sport
Fréttamynd

Framlengir við Fulham

Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham um eitt ár. McBride hefði orðið samningslaus eftir tímabilið en honum hefur verið umbunað fyrir frábæra frammistöðu á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Nolan leikmaður febrúarmánaðar

Miðjumaðurinn Kevin Nolan hjá Bolton var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Nolan er 23 ára gamall og hefur skorað 10 mörk í deildinni á tímabilinu, sem verður að teljast gott af miðjumanni að vera. Sam Allardyce stjóri Bolton segist alveg eins búast við að sjá Nolan í enska landsliðinu fljótlega.

Sport