Erlendar Charlton og Boro þurfa að mætast aftur Charlton og Middlesbrough þurfa að mætast öðru sinni í 8-liða úrslitum enska bikarsins en liðin gerðu markalaust jafntefli á The Valley, heimavelli Charlton í kvöld. Liðin verða því bæði í hattinum þegar dregið verður í undanúrslitin á morgun, en þau munu leika til þrautar á heimavelli Boro þann 12. apríl nk. Sport 23.3.2006 22:13 Jafnt á Valley í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Charlton og Middlesbrough í 8-liða úrslitum enska bikarsins og er staðan 0-0. Hermann Hreiðarsson átti eitt besta færi heimamanna í fyrri hálfleik, en skot hans úr aukaspyrnu var varið af markverði Boro. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.3.2006 20:54 Furyk og Love III í forystu Amerísku kylfingarnir Jim Furyk og Davis Love III eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í Players-meistaramótinu í golfi sem nú er hafið í Flórída í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á 7 höggum undir pari. Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina. Sport 23.3.2006 20:46 Mistök að spila við Þjóðverja Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu, viðurkennir að hann hafi gert stór mistök með því að spila æfingaleik við Þjóðverja í Bremen í gærkvöld, því ekki nema brot af hans sterkustu leikmönnum hafi verið á lausu fyrir leikinn. Bandaríska liðið steinlá 4-1 fyrir heimamönnum, sem þó höfðu ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Sport 23.3.2006 20:13 Hefur engan áhuga á Cisse Martin Jol, stjóri Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú tekið af allan vafa um orðróm um að félagið sé á höttunum eftir Djibril Cisse hjá Liverpool. Jol viðurkennir að Tottenham hafi íhugað að fá leikmanninn að láni í janúar, en segir af og frá að hann verði keyptur til London í sumar eins og umboðsmaður hans gaf í skyn í gær. Sport 23.3.2006 18:24 Charlton - Middlesbrough í beinni í kvöld Leikur Charlton og Middlesbrough í 8-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. West Ham, Liverpool og Chelsea hafa þegar tryggt sér þáttöku í undanúrslitum keppninnar. Hermann Hreiðarsson er í leikmannahópi Charlton eins og venjulega. Sport 23.3.2006 18:36 Hatton mætir Collazo Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar upp um einn þyngdarflokk þegar hann mætir bandaríska veltivigtarmeistaranum Luis Collazo í Boston þann 13. maí næstkomandi. Hatton er handhafi IBF og WBA meistaratitlanna í léttveltivigt, en ætlar nú að þyngja sig og leitast við að bæta við sig einum titli í viðbót á bandarískri grundu. Sport 23.3.2006 18:10 Chelsea kært aftur Englandsmeistarar Chelsea hafa nú verið kærðir í annað sinn á stuttum tíma fyrir ólæti á knattspyrnuvellinum og í þetta sinn fyrir óhófleg mótmæli við dómara leiksins gegn Fulham á dögunum. Chelsea var fyrir stuttu kært fyrir svipað atvik í leik gegn West Brom, en þeirri ákæru hafnaði félagið og hefur farið fram á sérstök réttarhöld í málinu. Sport 23.3.2006 17:59 Meirihluti stuðningsmanna vilja losna við Bruce Í dag kom út könnun í breska dagblaðinu Birmingham Mail, þar sem stuðningsmenn úrvalsdeildarliðsins Birmingham voru spurðir hvort þeir vildu hafa Steve Bruce áfram sem knattspyrnustjóra liðsins. Í ljós kom að 52% þeirra sem tóku þátt í könnunninni vildu breytingar og að Bruce segði af sér. Það er því ljóst að Bruce á eftir að eiga verulega undir högg að sækja á næstu vikum. Sport 23.3.2006 16:10 Capello ekki inni í myndinni Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Juventus segist hafa mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu, en þó ekki strax og því hefur hann verið afskrifaður sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í sumar. Sport 23.3.2006 16:05 Defoe óttast um sæti sitt Framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham óttast að seta hans á varamannabekknum hjá liði sínu gæti kostað hann sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar. Defoe á í harðri samkeppni við menn eins og Darren Bent, Dean Ashton og James Beattie um að verða síðasti framherjinn í hópi Sven-Göran Eriksson. Sport 23.3.2006 14:55 Guðmundur og félagar í úrslitin Malmö, lið Guðmundar Stephensen í sænsku borðtennisdeildinni, komst í gærkvöld í úrslitaleik deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Halmstad í undanúrslitum. Í úrslitunum mætir Malmö deildarmeisturunum í Eslövs AI. Sport 23.3.2006 14:34 Shearer óhress með Wright-Phillips Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, var allt annað en ánægður með það sem hann kallaði leikræna tilburði kantmannsins Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea í leik liðanna í enska bikarnum í gærkvöld. Phillips fiskaði þá Robbie Elliott útaf með sitt annað gula spjald. Sport 23.3.2006 14:28 Detroit vann uppgjörið í Austurdeildinni Detroit Pistons vann í nótt góðan sigur á Miami Heat á heimavelli sínum 82-73 í uppgjöri toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var 16. heimasigur Detroit í röð, en jafnframt lægsta stigaskor Miami í allan vetur. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade átti ekki góðan dag og skoraði aðeins 13 stig. Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit. Sport 23.3.2006 13:45 Cole frá út tímabilið Sóknarmaðurinn Andy Cole getur ekki spilað meira með liði Manchester City á þessu tímabili eftir að hann þurfti að fara í annan hnéuppskurð sitt á stuttum tíma. Cole hafði þegar misst úr sjö leiki í röð með City, en nú er ljóst að hann spilar ekki meira í vetur og setur það vonir hans um nýjan samning við félagið væntanlega eitthvað úr skorðum. Sport 23.3.2006 11:59 Solskjær verður boðinn nýr samningur David Gill, stjórnarformaður Manchester United, er bjartsýnn á að norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær fái nýjan samning við félagið þó hann hafi verið meiddur í hátt í þrjú ár. Solskjær braut kinnbein í leik með varaliði United á dögunum. "Ole er frábær persónuleiki og hefur reynst okkur vel, svo að ég á von á að við finnum einhverja lausn á málinu," sagði Gill. Sport 23.3.2006 11:54 Chelsea komið áfram Englandsmeistarar Chelsea eru komnir í undanúrslitin í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Newcastle á Stamford Bridge í kvöld. Það var fyrirliðinn John Terry sem skoraði sigurmark sinna manna strax á fjórðu mínútu leiksins, en það er því ljóst að síðasta tækifæri Alan Shearer til að krækja í titil með Newcastle er runnið út í sandinn. Sport 22.3.2006 22:01 Chelsea leiðir í hálfleik Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Newcastle í hálfleik í viðureign liðanna í enska bikarnum á Stamford Bridge. Það var John Terry sem skoraði mark heimamanna strax á fjórðu mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 20:54 Skoski bankinn hættir að styðja úrvalsdeildina Skoski bankinn, aðalstyrktaraðili skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hann muni ekki framlengja samning sinn við deildina sem rennur út á næsta ári. Bankinn hefur þá verið aðalstyrktaraðili deildarinnar í níu ár, en forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa ekki áhyggjur af þessu og segjast bjartsýnir á að útvega nýjan stuðningsaðila á næsta ári. Sport 22.3.2006 20:12 Eiður í byrjunarliði Chelsea Jose Mourinho hefur gert margar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Fulham á dögunum og er Eiður Smári Guðjohnsen til að mynda kominn í byrjunarliðið ásamt þeim Carlo Cudicini, Asier del Horno, Geremi, Didier Drogba, Damien Duff og Ricardo Carvalho. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 20:06 Búinn að ákveða hver verður næsti þjálfari Forseti Real Madrid segist nú vera búinn að ákveða hvern hann geri að næsta þjálfara spænska stórveldisins, en neitar að gefa upp nafn hans. Margir af frægustu knattspyrnustjórum í Evrópu hafa verið orðaðir við stöðuna, en flestir þeirra hafa þegar neitað að vera á leið til Real Madrid. Sport 22.3.2006 19:59 Við viljum enga Beckham-týpu í stað Ballack Felix Magath er alveg með það á tæru hvernig leikmann Bayern Munchen þurfi til að fylla skarð Michael Ballack í liðinu ef hann fer til Chelsea í sumar eins og altalað er. Magath segist ekki þurfa neinn David Beckham í lið Bayern, heldur baráttuhund sem búi yfir sæmilegum hæfileikum. Sport 22.3.2006 19:43 Tiger Woods æfði ekki í dag Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 19:37 Eftirmaður Eriksson verður fundinn fljótlega Alan Curbishley telur að leitinni að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu farin nú brátt að ljúka og spáir að tíðinda verði að vænta á næstu vikum. Curbishley er einmitt einn þeirra sem orðaðir hafa verið við landsliðsþjálfarastöðuna. Sport 22.3.2006 19:22 Gummersbach á toppinn Íslendingaliðið Gummersbach skaut sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið bar sigurorð af Delitzsch á útivelli í gær 23-22. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Gummersbach er því efst í deildinni, en Kiel og Flensburg koma þar skammt á eftir og eiga tvo og þrjá leiki til góða. Sport 22.3.2006 17:42 Stjórnin stendur enn á bak við Steve Bruce Stjórn úrvalsdeildarliðs Birmingham stendur enn fast við bakið á knattspyrnustjóra sínum Steve Bruce þrátt fyrir stórtap liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. Sport 22.3.2006 17:33 Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. Sport 22.3.2006 17:55 Solano óttast Chelsea Chelsea tekur á móti Newcastle í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Nolberto Solano, leikmaður Newcastle, óttast að leikmenn Chelsea muni mæta til leiks eins og öskrandi ljón eftir tapið gegn Fulham í deildinni um helgina. Sport 22.3.2006 15:19 Enski boltinn hentar mér best Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack telur víst að spilamennskan á Englandi henti sínum leikstíl betur en til að mynda spilamennskan á Spáni, en víst er talið að Ballack gangi í raðir Chelsea í sumar. Sport 22.3.2006 15:10 Ætlar til Tottenham í sumar Umboðsmaður franska framherjans Djibril Cisse hjá Liverpool hallast að því að skjólstæðingur sinn gangi í raðir Tottenham í sumar. "Tottenham gæti vel sett sig í samband við okkur aftur í sumar," sagði umboðsmaðurinn í samtali við The Sun og bætti við að Liverpool myndi líklega sætta sig við 8 milljónir punda fyrir kappann. Forráðamenn Tottenham gefa þó lítið út á þessar fregnir. Sport 22.3.2006 14:55 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 199 … 264 ›
Charlton og Boro þurfa að mætast aftur Charlton og Middlesbrough þurfa að mætast öðru sinni í 8-liða úrslitum enska bikarsins en liðin gerðu markalaust jafntefli á The Valley, heimavelli Charlton í kvöld. Liðin verða því bæði í hattinum þegar dregið verður í undanúrslitin á morgun, en þau munu leika til þrautar á heimavelli Boro þann 12. apríl nk. Sport 23.3.2006 22:13
Jafnt á Valley í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Charlton og Middlesbrough í 8-liða úrslitum enska bikarsins og er staðan 0-0. Hermann Hreiðarsson átti eitt besta færi heimamanna í fyrri hálfleik, en skot hans úr aukaspyrnu var varið af markverði Boro. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.3.2006 20:54
Furyk og Love III í forystu Amerísku kylfingarnir Jim Furyk og Davis Love III eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í Players-meistaramótinu í golfi sem nú er hafið í Flórída í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á 7 höggum undir pari. Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina. Sport 23.3.2006 20:46
Mistök að spila við Þjóðverja Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu, viðurkennir að hann hafi gert stór mistök með því að spila æfingaleik við Þjóðverja í Bremen í gærkvöld, því ekki nema brot af hans sterkustu leikmönnum hafi verið á lausu fyrir leikinn. Bandaríska liðið steinlá 4-1 fyrir heimamönnum, sem þó höfðu ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Sport 23.3.2006 20:13
Hefur engan áhuga á Cisse Martin Jol, stjóri Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú tekið af allan vafa um orðróm um að félagið sé á höttunum eftir Djibril Cisse hjá Liverpool. Jol viðurkennir að Tottenham hafi íhugað að fá leikmanninn að láni í janúar, en segir af og frá að hann verði keyptur til London í sumar eins og umboðsmaður hans gaf í skyn í gær. Sport 23.3.2006 18:24
Charlton - Middlesbrough í beinni í kvöld Leikur Charlton og Middlesbrough í 8-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. West Ham, Liverpool og Chelsea hafa þegar tryggt sér þáttöku í undanúrslitum keppninnar. Hermann Hreiðarsson er í leikmannahópi Charlton eins og venjulega. Sport 23.3.2006 18:36
Hatton mætir Collazo Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar upp um einn þyngdarflokk þegar hann mætir bandaríska veltivigtarmeistaranum Luis Collazo í Boston þann 13. maí næstkomandi. Hatton er handhafi IBF og WBA meistaratitlanna í léttveltivigt, en ætlar nú að þyngja sig og leitast við að bæta við sig einum titli í viðbót á bandarískri grundu. Sport 23.3.2006 18:10
Chelsea kært aftur Englandsmeistarar Chelsea hafa nú verið kærðir í annað sinn á stuttum tíma fyrir ólæti á knattspyrnuvellinum og í þetta sinn fyrir óhófleg mótmæli við dómara leiksins gegn Fulham á dögunum. Chelsea var fyrir stuttu kært fyrir svipað atvik í leik gegn West Brom, en þeirri ákæru hafnaði félagið og hefur farið fram á sérstök réttarhöld í málinu. Sport 23.3.2006 17:59
Meirihluti stuðningsmanna vilja losna við Bruce Í dag kom út könnun í breska dagblaðinu Birmingham Mail, þar sem stuðningsmenn úrvalsdeildarliðsins Birmingham voru spurðir hvort þeir vildu hafa Steve Bruce áfram sem knattspyrnustjóra liðsins. Í ljós kom að 52% þeirra sem tóku þátt í könnunninni vildu breytingar og að Bruce segði af sér. Það er því ljóst að Bruce á eftir að eiga verulega undir högg að sækja á næstu vikum. Sport 23.3.2006 16:10
Capello ekki inni í myndinni Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Juventus segist hafa mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu, en þó ekki strax og því hefur hann verið afskrifaður sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í sumar. Sport 23.3.2006 16:05
Defoe óttast um sæti sitt Framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham óttast að seta hans á varamannabekknum hjá liði sínu gæti kostað hann sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar. Defoe á í harðri samkeppni við menn eins og Darren Bent, Dean Ashton og James Beattie um að verða síðasti framherjinn í hópi Sven-Göran Eriksson. Sport 23.3.2006 14:55
Guðmundur og félagar í úrslitin Malmö, lið Guðmundar Stephensen í sænsku borðtennisdeildinni, komst í gærkvöld í úrslitaleik deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Halmstad í undanúrslitum. Í úrslitunum mætir Malmö deildarmeisturunum í Eslövs AI. Sport 23.3.2006 14:34
Shearer óhress með Wright-Phillips Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, var allt annað en ánægður með það sem hann kallaði leikræna tilburði kantmannsins Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea í leik liðanna í enska bikarnum í gærkvöld. Phillips fiskaði þá Robbie Elliott útaf með sitt annað gula spjald. Sport 23.3.2006 14:28
Detroit vann uppgjörið í Austurdeildinni Detroit Pistons vann í nótt góðan sigur á Miami Heat á heimavelli sínum 82-73 í uppgjöri toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var 16. heimasigur Detroit í röð, en jafnframt lægsta stigaskor Miami í allan vetur. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade átti ekki góðan dag og skoraði aðeins 13 stig. Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit. Sport 23.3.2006 13:45
Cole frá út tímabilið Sóknarmaðurinn Andy Cole getur ekki spilað meira með liði Manchester City á þessu tímabili eftir að hann þurfti að fara í annan hnéuppskurð sitt á stuttum tíma. Cole hafði þegar misst úr sjö leiki í röð með City, en nú er ljóst að hann spilar ekki meira í vetur og setur það vonir hans um nýjan samning við félagið væntanlega eitthvað úr skorðum. Sport 23.3.2006 11:59
Solskjær verður boðinn nýr samningur David Gill, stjórnarformaður Manchester United, er bjartsýnn á að norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær fái nýjan samning við félagið þó hann hafi verið meiddur í hátt í þrjú ár. Solskjær braut kinnbein í leik með varaliði United á dögunum. "Ole er frábær persónuleiki og hefur reynst okkur vel, svo að ég á von á að við finnum einhverja lausn á málinu," sagði Gill. Sport 23.3.2006 11:54
Chelsea komið áfram Englandsmeistarar Chelsea eru komnir í undanúrslitin í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Newcastle á Stamford Bridge í kvöld. Það var fyrirliðinn John Terry sem skoraði sigurmark sinna manna strax á fjórðu mínútu leiksins, en það er því ljóst að síðasta tækifæri Alan Shearer til að krækja í titil með Newcastle er runnið út í sandinn. Sport 22.3.2006 22:01
Chelsea leiðir í hálfleik Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Newcastle í hálfleik í viðureign liðanna í enska bikarnum á Stamford Bridge. Það var John Terry sem skoraði mark heimamanna strax á fjórðu mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 20:54
Skoski bankinn hættir að styðja úrvalsdeildina Skoski bankinn, aðalstyrktaraðili skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hann muni ekki framlengja samning sinn við deildina sem rennur út á næsta ári. Bankinn hefur þá verið aðalstyrktaraðili deildarinnar í níu ár, en forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa ekki áhyggjur af þessu og segjast bjartsýnir á að útvega nýjan stuðningsaðila á næsta ári. Sport 22.3.2006 20:12
Eiður í byrjunarliði Chelsea Jose Mourinho hefur gert margar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Fulham á dögunum og er Eiður Smári Guðjohnsen til að mynda kominn í byrjunarliðið ásamt þeim Carlo Cudicini, Asier del Horno, Geremi, Didier Drogba, Damien Duff og Ricardo Carvalho. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 20:06
Búinn að ákveða hver verður næsti þjálfari Forseti Real Madrid segist nú vera búinn að ákveða hvern hann geri að næsta þjálfara spænska stórveldisins, en neitar að gefa upp nafn hans. Margir af frægustu knattspyrnustjórum í Evrópu hafa verið orðaðir við stöðuna, en flestir þeirra hafa þegar neitað að vera á leið til Real Madrid. Sport 22.3.2006 19:59
Við viljum enga Beckham-týpu í stað Ballack Felix Magath er alveg með það á tæru hvernig leikmann Bayern Munchen þurfi til að fylla skarð Michael Ballack í liðinu ef hann fer til Chelsea í sumar eins og altalað er. Magath segist ekki þurfa neinn David Beckham í lið Bayern, heldur baráttuhund sem búi yfir sæmilegum hæfileikum. Sport 22.3.2006 19:43
Tiger Woods æfði ekki í dag Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.3.2006 19:37
Eftirmaður Eriksson verður fundinn fljótlega Alan Curbishley telur að leitinni að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu farin nú brátt að ljúka og spáir að tíðinda verði að vænta á næstu vikum. Curbishley er einmitt einn þeirra sem orðaðir hafa verið við landsliðsþjálfarastöðuna. Sport 22.3.2006 19:22
Gummersbach á toppinn Íslendingaliðið Gummersbach skaut sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið bar sigurorð af Delitzsch á útivelli í gær 23-22. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Gummersbach er því efst í deildinni, en Kiel og Flensburg koma þar skammt á eftir og eiga tvo og þrjá leiki til góða. Sport 22.3.2006 17:42
Stjórnin stendur enn á bak við Steve Bruce Stjórn úrvalsdeildarliðs Birmingham stendur enn fast við bakið á knattspyrnustjóra sínum Steve Bruce þrátt fyrir stórtap liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. Sport 22.3.2006 17:33
Viðræður hafnar við Liverpool Umboðsmaður varnarmannsins sterka hjá Valencia, Fabio Aurelio, segist þegar vera kominn í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum í sumar. Aurelio verður með lausa samninga í sumar og er því brátt laus allra mála hjá spænska félaginu. Aurelio er 26 ára gamall og hefur leikið mjög vel með Valencia í vetur. Sport 22.3.2006 17:55
Solano óttast Chelsea Chelsea tekur á móti Newcastle í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Nolberto Solano, leikmaður Newcastle, óttast að leikmenn Chelsea muni mæta til leiks eins og öskrandi ljón eftir tapið gegn Fulham í deildinni um helgina. Sport 22.3.2006 15:19
Enski boltinn hentar mér best Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack telur víst að spilamennskan á Englandi henti sínum leikstíl betur en til að mynda spilamennskan á Spáni, en víst er talið að Ballack gangi í raðir Chelsea í sumar. Sport 22.3.2006 15:10
Ætlar til Tottenham í sumar Umboðsmaður franska framherjans Djibril Cisse hjá Liverpool hallast að því að skjólstæðingur sinn gangi í raðir Tottenham í sumar. "Tottenham gæti vel sett sig í samband við okkur aftur í sumar," sagði umboðsmaðurinn í samtali við The Sun og bætti við að Liverpool myndi líklega sætta sig við 8 milljónir punda fyrir kappann. Forráðamenn Tottenham gefa þó lítið út á þessar fregnir. Sport 22.3.2006 14:55