Erlendar

Fréttamynd

Maradona tilbúinn að taka við Argentínu

Knattspyrnugoðið Diego Maradona segist vera tilbúinn að taka við argentínska landsliðinu eftir HM ef illa gengur hjá núverandi þjálfara liðsins Jose Pekerman á mótinu og segir nauðsynlegt að landar sínir læri af mistökunum í Kóreu og Japan fyrir fjórum árum þegar liðið komst ekki upp úr riðli sínum.

Sport
Fréttamynd

Öskubuskuævintýrið fest á filmu

Öskubuskuævintýrið Wigan Athletic hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna víðar en á Englandi, því undanfarið hefur bandarískt kvikmyndafyrirtæki verið að mynda leikmenn liðsins með það fyrir augum að búa til kvikmynd um ótrúlegan árangur liðsins á undanförnum árum. Framganga smáliðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur þykir með ólíkindum og nú er stefnt að því að leyfa áhorfendum í Bandaríkjunum að njóta hennar á hvíta tjaldinu.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Real Madrid og Sociedad

Real Madrid náði aðeins jafntefli við Real Sociedad á heimavelli í kvöldleiknum í spænska boltanum. Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real snemma leiks en þurfti síðar að fara af velli meiddur. Það var svo Gonzales sem tryggði Sociedad jafntefli með marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Casillas í marki Madridarliðsins. Guti fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid yfir gegn Sociedad

Real Madrid hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Real Sociedad í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn fer fram á Bernabeu heimavelli Real Madrid. Það var brasilíski framherjinn Ronaldo sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Bremen burstaði Bayern

Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern.

Sport
Fréttamynd

Dunn tryggði Birmingham dýrmætt stig

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en það var viðureign nýliða Wigan og Birmingham á JJB Stadium í Wigan. Leiknum lauk með jafntefli 1-1. Andreas Johansson kom heimamönnum yfir með góðu skallamarki í upphafi síðari hálfleiks, en varamaðurinn David Dunn jafnaði metin á 77. mínútu og tryggði liði Birmingham gríðarlega mikilvægt stig í fallbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað vegna veðurs

Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt.

Sport
Fréttamynd

Loeb í góðri stöðu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen er í góðri stöðu eftir annan keppnisdaginn í Korsíkurallinu og hefur tæplega 40 sekúndu forskot á Marcus Grönholm á Ford sem er í öðru sætinu. Loeb vann tvær af fjórum sérleiðum í dag, en hann vann hverja einustu sérleið í sama ralli í fyrra. Grönholm hefur hinsvegar fagnað sigri á tveimur fyrstu mótum ársins og hefur fyrir vikið ágæta forystu í stigakeppni ökuþóra.

Sport
Fréttamynd

Mayweather mætir Judah

Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth og Blackburn skildu jöfn

Portsmouth nældi sér í mikilvægt stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Blackburn 2-2 á heimavelli sínum. Craig Bellamy skoraði bæði mörk gestanna en þeir Lua-Lua og Svetoslav Todorov skoruðu fyrir heimamenn, sá síðarnefndi tryggði Portsmouth stigið með marki á 78. mínútu. Blackburn varð hinsvegar af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti.

Sport
Fréttamynd

Hamburg og Kronau/Östringen í úrslit bikarsins

Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag þegar Krönau/Östringen lagði sterkt lið Kiel 33-31 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mun liðið mæta Hamburg sem sló Íslendingalið Magdeburg úr keppni 31-30. Úrslitaleikurinn fer fram strax á morgun.

Sport
Fréttamynd

Óviss með að landa Ballack

Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hreint ekki viss um að félagið nái að landa stórstjörnunni Michael Ballack frá Bayern Munchen í sumar, en talið er víst að Þjóðverjinn fari frá Bayern og fram að þessu hefur Chelsea verið talið öruggt með að landa honum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Portsmouth og Blackburn

Staðan í leik Portsmouth og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Craig Bellamy kom gestunum yfir á 32. mínútu, Lua-Lua jafnaði metin fyrir heimamenn á þeirri 41. Þá er markalaust í leik Charlton og Everton.

Sport
Fréttamynd

Leikur Sunderland og Fulham flautaður af

Leik Sunderland og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var frestað vegna snjókomu. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham, sem hafði náð forystu áður en Mike Riley dómari flautaði leikinn af eftir 21 mínútu. Þá var engu líkara en að jólin væru komin í Sunderland og völlurinn orðinn skjannahvítur.

Sport
Fréttamynd

Dallas setur pressu á San Antonio

Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Tottenham lagði Manchester City

Tottenham heldur sínu striki í baráttunni um Meistaradeildarsætið eftir góðan sigur á Manchester City á heimavelli sínum White Hart Lane í dag 2-1. Mörk heimamanna skoruðu Paul Stalteri og Michael Carrick, en Georgios Samaras minnkaði muninn fyrir Manchester City. Tottenham situr því enn í fjórða sæti deildarinnar, en grannar þeirra í Arsenal eru í fimmta sætinu og geta enn komist ofar í töfluna ef þeir vinna leikina tvo sem þeir eiga til góða.

Sport
Fréttamynd

Orlando - Detroit í beinni

Leikur Orlando Magic og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Digital Ísland og hefst útsending um klukkan 23 í kvöld. Detroit er enn með bestan árangur allra liða í deildinni og er í góðri aðstöðu til að tryggja sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Hrósar Arsenal í hástert

Landsliðsþjálfari Ítala, Marcello Lippi, á var til orð til að lýsa hrifningu sinni á framgöngu Arsenal í Meistaradeildinni eftir að liðið sló Juventus úr keppni á dögunum. Lippi segir að ítölsku liðin geti lært mikið af Arsenal og dirfsku Arsene Wenger, sem hefur þorað að treysta á unga leikmenn liðsins í vetur.

Sport
Fréttamynd

Szczerbiak þarf í uppskurð

Framherjinn Wally Szczerbiak hjá Boston Celtics leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu því hann mun á næstu dögum leggjast undir hnífinn og fara í uppskurð á hné. Szczerbiak hefur verið slæmur í hnénu í allan vetur og því var ákveðið að skera hann upp strax. Hann hefur skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik síðan hann gekk til liðs við Boston frá Minnesota eftir áramótin.

Sport
Fréttamynd

Rooney gæti orðið betri en Ronaldinho

Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að þó flestir búist við því að Ronaldinho verði maður mótsins á HM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar, eigi hann alveg eins von á því að Wayne Rooney steli senunni ef Englendingum gengur vel á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Barrichello í erfiðleikum

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello viðurkennir að erfið byrjun hans með liði Honda sé farin að setjast nokkuð á sálina og hafi óneitanlega reynt á sjálfstraust hans sem ökumanns. Barrichello var áður í sex ár hjá Ferrari, en eftir að vera bjartsýnn á gott gengi í vetur hefur hann aðeins náð í tvö stig í fyrstu þremur keppnunum sem búnar eru.

Sport
Fréttamynd

Heldur Fowler í heljargreipum

Rafa Benitez hefur nú sett nokkuð mikla pressu á sóknarmanninn Robbie Fowler og hefur gefið það í skyn að leikmaðurinn verði að sanna sig svo um munar á næstu þremur til fjórum vikum ef hann ætli sér að eiga möguleika á að tryggja sér áframhaldandi samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Umboðsmaður Cole kærður

Umboðsmaður varnarmannsins Ashley Cole hjá Arsenal hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu vegna leynifundarins fræga sem Cole átti með forráðamönnum Chelsea í janúar á síðasta ári. Cole hefur þegar þurft að greiða risasekt vegna málsins líkt og Jose Mourinho stjóri Chelsea, en nú er röðin komin að því að taka umboðsmanninn í gegn vegna sama atviks.

Sport
Fréttamynd

Ég stend á krossgötum

Alan Curbishley hefur verið hjá Charlton síðan árið 1991 en hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englendinga að undanförnu. Í viðtali við BBC í dag lét Curbishley í veðri vaka að vel kæmi til greina að prófa eitthvað nýtt á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarinn í forystu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb á Citroen, hefur nauma 20 sekúndna forystu á Marcus Grönholm hjá Ford eftir fyrsta keppnisdag í Korsíkurallinu sem hófst í morgun. Loeb kom fyrstur í mark á þremur af fjórum sérleiðum dagsins og eru þeir tveir í algjörum sérflokki í keppninni það sem af er, rúmri mínútu á undan manninum í þriðja sæti sem er Alexander Bengue á Peugeot.

Sport
Fréttamynd

Lehmann ver mark Þjóðverja

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur tilkynnt að það verði Jens Lehmann hjá Arsenal sem muni verða markvörður númer eitt hjá þýska liðinu á HM, en Lehmann hefur háð harða baráttu við landa sinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen um landsliðssætið á síðustu mánuðum og eru litlir kærleikar þeirra á milli.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af fuglaflensu - ekki United

Jose Mourinho segist hafa meiri áhyggjur af fuglaflensufaraldri en áhlaupi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. United hefur unnið átta leiki í röð og hefur forskot Chelsea á toppnum minnkað hratt að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Ferguson og Rooney menn mánaðarins

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og framherji hans Wayne Rooney var á sama tíma kjörinn leikmaður mánaðarins í mars. Manchester United vann alla fimm leiki sína í deildinni í mánuðinum. Þetta er í þriðja sinn sem Wayne Rooney fær þessi verðlaun, en í sextánda skipti sem Ferguson fær þau - sem er met.

Sport
Fréttamynd

Auglýsa fyrir netfyrirtæki

Úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur nú líkt og Manchester United gengið frá nýjum tveggja ára auglýsingasamningi við nýjan styrktaraðila. Ekki fæst upp gefið hversu hár samningurinn er, en hann er við netfyrirtæki sem ber nafnið 32red og munu búningar liðsins bera merki fyrirtækisins frá og með næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Fær landsliðssætið ef hann kemst í lið Arsenal

Sol Campell segir að Sven-Göran Eriksson hafi lofað sér og Ashley Cole sæti í enska landsliðinu svo framarlega sem þeir nái að festa sig í sessi í byrjunarliði Arsenal áður en leiktíðinni á Englandi lýkur.

Sport