Erlendar Johnson þjálfari ársins Nú hefur verið staðfest að Avery Johnson hjá Dallas Mavericks hafi verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson hafði nokkra yfirburði í valinu og hlaut 419 atkvæði, þar af 63 í fyrsta sæti. Mike D´Antoni hjá Phoenix varð annar í valinu með 247 atkvæði (27 í fyrsta sæti) og Flip Saunders hjá Detroit Pistons varð þriðji með 233 (18 í fyrsta sæti) stig. Sport 25.4.2006 19:44 Jafnt í hálfleik á Madrigal Staðan í hálfleik hjá Villarreal og Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar er 0-0. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik en ekki tekist að skora markið nauðsynlega. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25.4.2006 19:34 Leggur skóna á hilluna eftir HM Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid staðfesti í samtali við Canal+ í dag að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Hinn 33ja ára gamli Zidane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í allan vetur og ætlar að láta HM verða sitt síðasta verkefni, þar sem hann fer fyrir sterku liði Frakka. Sport 25.4.2006 18:07 Þjálfaraleitin er skrípaleikur Graham Taylor segir að leit enska knattspyrnusambandsins að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sé hreinn og klár skrípaleikur. Taylor stýrði enska landsliðinu á árunum 1990-1993 og á ekki til orð yfir vinnubrögðum sambandsins í dag. Sport 25.4.2006 17:04 Við gleymumst fljótt ef við náum ekki í úrslit Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme hjá Villarreal segir að sínir menn verði að leggja Arsenal að velli í kvöld og komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef þeir ætli sér að láta muna eftir árangri sínum í keppninni. Hann segir að knattspyrnuheimurinn verði fljótur að gleyma afrekum liðsins í vetur ef því tekst ekki að vinna sér sæti í úrslitaleiknum. Sport 25.4.2006 16:25 Stuðningsmenn West Ham ósáttir Stuðningsmenn West Ham eru afar óhressir þessa dagana en útlit er fyrir að þeir fái ekki úthlutað nema 23.500 miðum á úrslitaleikinn gegn Liverpool sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff, á meðan Liverpool fær úthlutað 48.000 miðum. West Ham hefur fengið mun fleiri miða á leikina í umferðunum fram að úrslitaleiknum og útlit er fyrir að fjöldi stuðningsmanna liðsins þurfi að sætta sig við að sitja heima. Sport 25.4.2006 16:17 Ronaldinho orðinn tekjuhæstur Franska blaðið France Football greindi frá því í gær að brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona væri búinn að toppa sjálfan David Beckham og væri orðinn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. Sport 25.4.2006 15:50 Hatton valdi rangan andstæðing Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo. Sport 25.4.2006 15:27 Forráðamenn Wimbledon íhaldssamir Nokkur óánægja hefur gripið um sig í tennisheiminum eftir að forráðamenn Wimbledon-mótsins fræga neituðu að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki, en karlarnir fá enn og aftur hærri upphæð fyrir sigur á mótinu í ár eins og verið hefur. Wimbledon er eina mótið sem enn fylgir þessari gömlu hefð, en sigurvegarinn í karlaflokki hlýtur 655.000 pund í verðlaun - en konurnar fá 625.000 pund. Sport 25.4.2006 15:17 Verður Johnson þjálfari ársins? Nokkur dagblöð í Dallas og nágrenni segjast í dag hafa heimildir fyrir því að Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks, verði í kvöld útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson stýrði Dallas til 60 sigra í deildarkeppninni í vetur og hefur enginn þjálfari í sögu deildarinnar átt betri byrjun. Johnson tók við liðinu af Don Nelson í fyrra og stýrði liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum í febrúar. Sport 25.4.2006 15:00 Hefur miklar áhyggjur af meiðslum Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson segist hafa miklar áhyggjur af miklum meiðslum í herbúðum enska landsliðsins. Læknir landsliðsins þvælist nú frá einu liði til annars í ensku úrvalsdeildinni og metur ástand leikmanna undir lok tímabilsins á Englandi. Sport 25.4.2006 14:44 Eigum við ekki bara að tala íslensku? Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. Sport 25.4.2006 14:15 Miami og Clippers í góðri stöðu Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. Sport 25.4.2006 13:38 Wenger er hræsnari Manuel Pellegrini, þjálfari Villarreal, lyfti orðastríðinu fyrir leik sinna manna gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld í nýjar hæðir í morgun með því að kalla Arsene Wenger, stjóra Arsenal, hræsnara. Sport 25.4.2006 09:21 Mun hitta sérfræðing Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð. Sport 25.4.2006 09:12 Liðið nú er jafngott og liðið 1966 Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966. Sport 25.4.2006 09:16 Fulham lagði Wigan Fulham tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði baráttuglaða nýliða Wigan á heimavelli sínum 1-0. Það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og máttu heimamenn teljast heppnir að sleppa frá leiknum með stigin þrjú. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt útaf á 72. mínútu. Sport 24.4.2006 21:03 Fulham yfir gegn Wigan Heiðar Helguson og félagar í Fulham hafa yfir 1-0 gegn Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til leikhlés á Craven Cottage. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld en það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hlés. Fulham tryggir formlega veru sína í úrvalsdeild með sigri í kvöld. Sport 24.4.2006 19:55 Artest og Haslem í bann Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Sport 24.4.2006 19:45 Tainio meiddur Finnski baráttuhundurinn Teemu Tainio hjá Tottenham gæti misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í tímabilinu, en grunur leikur á um að hann sé tábrotinn eftir viðureignina við Arsenal á laugardaginn. Tottenham er í nokkuð miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna fyrir tvo síðustu leikina í deildinni, en ef liðið vinnur þá báða tryggir það sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili - nema Arsenal vinni meistaradeildina í vor. Sport 24.4.2006 17:07 Nadal lagði Federer Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja. Sport 24.4.2006 16:43 Glazer laus af sjúkrahúsi eftir heilablóðfall Malcom Glazer, eigandi Manchester United, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Flórida eftir að hafa fengið heilablóðfall um páskana. Glazer, sem er 78 ára gamall, keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda í fyrra við lítinn fögnuð stuðningsmanna liðsins á Englandi. Glazer á að sögn erfitt með mál og getur lítið hreyft aðra höndina enn sem komið er, en á að vera á ágætum batavegi. Sport 24.4.2006 17:21 Verður Roader ráðinn til frambúðar? Breskir fjölmiðlar eru farnir að leiða líkum að því að Glenn Roader verði boðin staða knattspyrnustjóra Newcastle til frambúðar, en hann hefur náð frábærum árangri sem afleysingastjóri liðsins síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma. Newcastle hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er skyndilega komið í harða keppni um Evrópusæti. Sport 24.4.2006 16:32 Neitar að tala um enska landsliðið Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM. Sport 24.4.2006 16:22 Við erum klárir í slaginn Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld. Sport 24.4.2006 16:06 Schwarzer úr leik Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum. Sport 24.4.2006 16:00 Campbell inn, Senderos út Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn. Sport 24.4.2006 15:52 New Jersey tapaði fyrsta leiknum New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana. Sport 24.4.2006 15:32 Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. Sport 23.4.2006 18:54 David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. Sport 23.4.2006 17:36 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 264 ›
Johnson þjálfari ársins Nú hefur verið staðfest að Avery Johnson hjá Dallas Mavericks hafi verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson hafði nokkra yfirburði í valinu og hlaut 419 atkvæði, þar af 63 í fyrsta sæti. Mike D´Antoni hjá Phoenix varð annar í valinu með 247 atkvæði (27 í fyrsta sæti) og Flip Saunders hjá Detroit Pistons varð þriðji með 233 (18 í fyrsta sæti) stig. Sport 25.4.2006 19:44
Jafnt í hálfleik á Madrigal Staðan í hálfleik hjá Villarreal og Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar er 0-0. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik en ekki tekist að skora markið nauðsynlega. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25.4.2006 19:34
Leggur skóna á hilluna eftir HM Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid staðfesti í samtali við Canal+ í dag að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Hinn 33ja ára gamli Zidane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í allan vetur og ætlar að láta HM verða sitt síðasta verkefni, þar sem hann fer fyrir sterku liði Frakka. Sport 25.4.2006 18:07
Þjálfaraleitin er skrípaleikur Graham Taylor segir að leit enska knattspyrnusambandsins að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sé hreinn og klár skrípaleikur. Taylor stýrði enska landsliðinu á árunum 1990-1993 og á ekki til orð yfir vinnubrögðum sambandsins í dag. Sport 25.4.2006 17:04
Við gleymumst fljótt ef við náum ekki í úrslit Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme hjá Villarreal segir að sínir menn verði að leggja Arsenal að velli í kvöld og komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef þeir ætli sér að láta muna eftir árangri sínum í keppninni. Hann segir að knattspyrnuheimurinn verði fljótur að gleyma afrekum liðsins í vetur ef því tekst ekki að vinna sér sæti í úrslitaleiknum. Sport 25.4.2006 16:25
Stuðningsmenn West Ham ósáttir Stuðningsmenn West Ham eru afar óhressir þessa dagana en útlit er fyrir að þeir fái ekki úthlutað nema 23.500 miðum á úrslitaleikinn gegn Liverpool sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff, á meðan Liverpool fær úthlutað 48.000 miðum. West Ham hefur fengið mun fleiri miða á leikina í umferðunum fram að úrslitaleiknum og útlit er fyrir að fjöldi stuðningsmanna liðsins þurfi að sætta sig við að sitja heima. Sport 25.4.2006 16:17
Ronaldinho orðinn tekjuhæstur Franska blaðið France Football greindi frá því í gær að brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona væri búinn að toppa sjálfan David Beckham og væri orðinn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. Sport 25.4.2006 15:50
Hatton valdi rangan andstæðing Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo. Sport 25.4.2006 15:27
Forráðamenn Wimbledon íhaldssamir Nokkur óánægja hefur gripið um sig í tennisheiminum eftir að forráðamenn Wimbledon-mótsins fræga neituðu að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki, en karlarnir fá enn og aftur hærri upphæð fyrir sigur á mótinu í ár eins og verið hefur. Wimbledon er eina mótið sem enn fylgir þessari gömlu hefð, en sigurvegarinn í karlaflokki hlýtur 655.000 pund í verðlaun - en konurnar fá 625.000 pund. Sport 25.4.2006 15:17
Verður Johnson þjálfari ársins? Nokkur dagblöð í Dallas og nágrenni segjast í dag hafa heimildir fyrir því að Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks, verði í kvöld útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson stýrði Dallas til 60 sigra í deildarkeppninni í vetur og hefur enginn þjálfari í sögu deildarinnar átt betri byrjun. Johnson tók við liðinu af Don Nelson í fyrra og stýrði liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum í febrúar. Sport 25.4.2006 15:00
Hefur miklar áhyggjur af meiðslum Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson segist hafa miklar áhyggjur af miklum meiðslum í herbúðum enska landsliðsins. Læknir landsliðsins þvælist nú frá einu liði til annars í ensku úrvalsdeildinni og metur ástand leikmanna undir lok tímabilsins á Englandi. Sport 25.4.2006 14:44
Eigum við ekki bara að tala íslensku? Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. Sport 25.4.2006 14:15
Miami og Clippers í góðri stöðu Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. Sport 25.4.2006 13:38
Wenger er hræsnari Manuel Pellegrini, þjálfari Villarreal, lyfti orðastríðinu fyrir leik sinna manna gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld í nýjar hæðir í morgun með því að kalla Arsene Wenger, stjóra Arsenal, hræsnara. Sport 25.4.2006 09:21
Mun hitta sérfræðing Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð. Sport 25.4.2006 09:12
Liðið nú er jafngott og liðið 1966 Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966. Sport 25.4.2006 09:16
Fulham lagði Wigan Fulham tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði baráttuglaða nýliða Wigan á heimavelli sínum 1-0. Það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og máttu heimamenn teljast heppnir að sleppa frá leiknum með stigin þrjú. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt útaf á 72. mínútu. Sport 24.4.2006 21:03
Fulham yfir gegn Wigan Heiðar Helguson og félagar í Fulham hafa yfir 1-0 gegn Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til leikhlés á Craven Cottage. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld en það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hlés. Fulham tryggir formlega veru sína í úrvalsdeild með sigri í kvöld. Sport 24.4.2006 19:55
Artest og Haslem í bann Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Sport 24.4.2006 19:45
Tainio meiddur Finnski baráttuhundurinn Teemu Tainio hjá Tottenham gæti misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í tímabilinu, en grunur leikur á um að hann sé tábrotinn eftir viðureignina við Arsenal á laugardaginn. Tottenham er í nokkuð miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna fyrir tvo síðustu leikina í deildinni, en ef liðið vinnur þá báða tryggir það sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili - nema Arsenal vinni meistaradeildina í vor. Sport 24.4.2006 17:07
Nadal lagði Federer Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja. Sport 24.4.2006 16:43
Glazer laus af sjúkrahúsi eftir heilablóðfall Malcom Glazer, eigandi Manchester United, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Flórida eftir að hafa fengið heilablóðfall um páskana. Glazer, sem er 78 ára gamall, keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda í fyrra við lítinn fögnuð stuðningsmanna liðsins á Englandi. Glazer á að sögn erfitt með mál og getur lítið hreyft aðra höndina enn sem komið er, en á að vera á ágætum batavegi. Sport 24.4.2006 17:21
Verður Roader ráðinn til frambúðar? Breskir fjölmiðlar eru farnir að leiða líkum að því að Glenn Roader verði boðin staða knattspyrnustjóra Newcastle til frambúðar, en hann hefur náð frábærum árangri sem afleysingastjóri liðsins síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma. Newcastle hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er skyndilega komið í harða keppni um Evrópusæti. Sport 24.4.2006 16:32
Neitar að tala um enska landsliðið Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM. Sport 24.4.2006 16:22
Við erum klárir í slaginn Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld. Sport 24.4.2006 16:06
Schwarzer úr leik Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum. Sport 24.4.2006 16:00
Campbell inn, Senderos út Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn. Sport 24.4.2006 15:52
New Jersey tapaði fyrsta leiknum New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana. Sport 24.4.2006 15:32
Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. Sport 23.4.2006 18:54
David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. Sport 23.4.2006 17:36