Erlendar

Fréttamynd

Hefur áhyggjur af fætinum

Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen hafi nokkrar áhyggjur af fætinum á sér eftir að hann spilaði um 30 mínútur með liðinu í dag og hafi kvartað yfir því að vera fjarri sínu besta. "Ég vil undirstrika að hann meiddist ekki aftur á fætinum, en hann sagðist hafa nokkrar áhyggjur," sagði Roader og ekki laust við að fari um Englendinga í dag þar sem báðir landsliðsframherjarnir kenndu sér meins.

Sport
Fréttamynd

Curbishley hættur með Charlton

Stjórnarformaður Charlton tilkynnti fyrir leik liðsins gegn Blackburn í dag að stjóri liðsins til langs tíma, Alan Curbishley, yrði ekki áfram með liðið á næsta tímabili og væri hættur. Curbishley hefur stýrt liðinu síðan 1991 og komist var að þeirri niðurstöðu á fundi milli hans og stjórnarinnar að best væri að hleypa nýju blóði inn í félagið með því að skipta um stjóra.

Sport
Fréttamynd

Hugsaði tvisvar um að hætta

Jose Mourinho hefur viðurkennt að hann hafi í tvígang hugsað alvarlega um að láta af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea í vetur. "Ég hugsaði tvisvar um að fara út og skella á eftir mér, því ég naut mín ekki í starfinu. Þetta þýðir þó ekki að ég snúi ekki aftur á næstu leiktíð," sagði hann.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth bjargaði sér frá falli

Það verða Birmingham og West Brom sem fylgja Sunderland í ensku 1. deildina í vor eftir að lærisveinar Harry Redknapp hjá Portsmouth unnu glæsilegan 2-1 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham gerði markalaust jafntefli við Newcastle á heimavelli sínum og er fjórum stigum á eftir Portsmouth fyrir lokaumferðina. Portsmouth bjargaði sér með glæsilegum lokaspretti í deildinni þar sem liðið krækti í 20 stig í síðustu 9 leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði fyrir B36

Íslandsmeistarar FH töpuðu í dag í vítakeppni fyrir færeyska liðinu B36 í Atlantic-bikarnum árlega þar sem Íslands- og Færeyjameistararnir etja kappi, en leikurinn fór fram í Þórshöfn í Færeyjum. Úrslit leiksins réðust í vítakeppni þar sem Hafnfirðingarnir fóru illa með spyrnur sínar. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 2-2.

Sport
Fréttamynd

Óttast að Rooney missi af HM

Wayne Rooney hjá Manchester United þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í dag eftir harða tæklingu frá Paulo Ferreira og óttast menn að meiðslin gætu kostað hann þáttöku á HM í sumar. Miklar vonir hafa verið bundnar við Rooney með enska landsliðinu á HM, en ekki kemur strax í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Sport
Fréttamynd

Kom ekki í mál að fara af velli

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea átti ágætan leik gegn Manchester United í dag, en meiddist nokkuð á fæti eftir samstuð í leiknum. Hann sagði ekki hafa komið til greina að fara af leikvelli þrátt fyrir meiðslin því hann vildi taka þátt í fagnaðarlátunum með félögum sínum sem tryggðu sér annan meistaratitilinn í röð.

Sport
Fréttamynd

Við erum bestir

Jose Mourinho sagði það frábæra tilfinningu að vera búinn að gera Chelsea að Englandsmeisturum annað árið í röð eftirað lið hans lagði Manchester United örugglega í dag, en bætti við að titilbaráttan hefði verið allt öðruvísi í ár en í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Chelsea Englandsmeistari

Chelsea tryggði sér í dag annan Englandsemeistaratitil sinni í röð með 3-0 sigri á Manchester United á heimavelli sínum og kórónaði með því frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni. William Gallas, Joe Cole og Richardo Carvalho skoruðu mörk Lundúnaliðsins. Wayne Rooney var borinn af leikvelli meiddur á ökkla og óttast er að þáttaka hans á HM sé í hættu í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Dramatíkin í hámarki í nótt

Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Sacramento - San Antonio í beinni

Þriðji leikur Sacramento Kings og San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tvö í nótt. San Antonio vann yfirburðasigur í fyrsta leiknum, en var heppið að vinna annan leikinn þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Ron Artest verður á ný í liði Sacramento eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Yfirtaka á næsta leiti?

Forráðamenn Sunderland hafa nú staðfest að viðræður séu hafnar við hóp fjárfesta sem íhuga að eignast meirihluta í félaginu. Það er fyrrum leikmaður Sunderland, Niall Quinn, sem fer fyrir hópnum, en stjórnarformaður félagsins segist vera tilbúinn að selja rúmlega helmings hlut sinn ef hann fær tilboð sem hann getur sætt sig við.

Sport
Fréttamynd

Scolari hættur við

Nú rétt í þessu urðu heldur betur straumhvörf í landsliðsþjálfaramálum Englendinga, en fréttavefur BBC greindi fyrir stundu frá því að Luiz Scolari hefði ákveðið að hætta við að halda áfram samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið eftir að hann fékk að kynnast ágangi enskra fjölmiðla í aðeins tvo daga.

Sport
Fréttamynd

Meiðslamartröð Cole á enda?

Bakvörðurinn Ashley Cole verður loksins í aðalliði Arsenal um helgina þegar liði sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni, en Cole hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla í allan vetur. Hann gerir sér vonir um að vinna sér sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar og hefur verið lofað farmiða á HM ef hann sannar sig með Arsenal í síðustu leikjunum í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Nýr þjálfari líklega tilkynntur í næstu viku

Heimildarmaður BBC hjá enska knattspyrnusambandinu segir að ef allt gangi að óskum gæti nýr landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu verið kynntur formlega strax næsta föstudag. Hann tók þó fram að enn væri nokkuð í land með samningaviðræður við Luiz Scolari, sem talinn er líklegastur til að taka við starfinu.

Sport
Fréttamynd

Kemst Bayern í sögubækurnar?

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa sett stefnuna á að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna bæði deild og bikar tvö ár í röð og á morgun gæti liðið tekið stórt skref í átt að þeim frábæra árangri með því að leggja Frankfurt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Bayern er auk þess í lykilstöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 20. skipti og gæti í besta falli tryggt sér hann í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Mullins og Garcia missa af úrslitaleiknum

Slagsmálahundarnir Hayden Mullins hjá West Ham og Luis Garcia hjá Liverpool munu missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum eftir að áfrýjun félaganna á rauðu spjöldin sem þeir fengu að líta í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni á dögunum var hafnað. Stjórar liðanna sóttu strax eftir leikinn um að leikmönnunum yrðu gefin grið en því hefur verið hafnað. Báðir leikmenn taka út þriggja leikja bann fyrir átökin.

Sport
Fréttamynd

Bullard í viðræðum við Fulham

Miðjumaðurinn Jimmy Bullard hjá nýliðum Wigan í ensku úrvalsdeildinni er í viðræðum við Fulham um að ganga hugsanlega til liðs við Lundúnaliðið í sumar. Bullard er með ákvæði í samningi sínum við Wigan um að honum sé frjálst að fara frá félaginu ef ákveðin upphæð er boðin í hann og nú virðist sem Fulham sé tilbúið að greiða þessa óuppgefnu upphæð.

Sport
Fréttamynd

Fallbaráttan í algleymingi um helgina

Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina.

Sport
Fréttamynd

Nýtt lið til keppni árið 2008

Nýtt keppnislið hefur nú verið samþykkt inn á mótaröðina í Formúlu 1 árið 2008 og verða keppnisliðin því orðin 12. Nýja liðið verður undir stjórn David Richards og ber nafnið Prodrive. Richards þessi var áður liðsstjóri BAR og Benetton, en hefur ekki verið viðriðinn Formúlu 1 í tvö ár. Tíu umsóknum um inngöngu í mótaröðina var hafnað, þar sem menn eins og Eddie Jordan, Paul Stoddard og Craig Pollock voru á meðal þeirra sem voru úti í kuldanum.

Sport
Fréttamynd

Staðfestir "óformlegar viðræður"

Luiz Scolari hefur staðfest að hann hafi átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið í sambandi við stöðu landsliðsþjálfara Englands, en bendir á að þær hafi verið óformlegar og segir stöðu sína óbreytta hjá portúgalska landsliðinu - ekkert hafi enn verið ákveðið eða undirritað.

Sport
Fréttamynd

Chicago burstaði Miami

Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Kraftaverkin gerast enn á Riverside

Middlesbrough hristi annað kraftaverk fram úr erminni á heimavelli sínum Riverside í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið sigraði Steua frá Búkarest 4-2 og er því komið í úrslitaleik keppninnar í Eindhoven í næsta mánuði. Boro lenti 2-0 undir í leiknum og 3-0 samanlagt, en náði að skora fjögur mörk í röð og komast áfram - ekki ósvipað og í 8-liða úrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Boro í vondum málum

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er í mjög vondum málum í síðari leik sínum við Steua Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á útvelli og þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leiknum á Riverside, hafa gestirnir yfir 2-1. Mörk Steua komu á 16. og 24. mínútu leiksins, en Massimo Maccarone minnkaði muninn fyrir heimamenn á 33. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Börnin grétu þegar ég datt út úr liðinu

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann þakkar sonum sínum tveimur að stórum hluta bætta frammistöðu sína milli stanganna hjá Arsenal í vetur. Lehmann hefur verið ótrúlegur með liðinu í meistaradeildinni en ekki er langt síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sagðist þá hafa þurft að taka góða naflaskoðun.

Sport
Fréttamynd

Vill ekki lesa um framtíð sína í blöðunum

Stóri-Sam Allardyce segist enn vona að hann sé inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, en segist vonast til þess að knattspyrnusambandið segi honum af eða á undir fjögur augu svo hann þurfi ekki að lesa um það í blöðunum áður en hann fær að vita það sjálfur.

Sport
Fréttamynd

Henry leikmaður ársins í þriðja sinn

Franski snillingurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið útnefndur leikmaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna á Englandi í þriðja sinn á ferlinum. Enginn leikmaður hefur áður hlotið verðlaunin oftar en tvisvar á ferlinum í 59 ára sögu samtakanna.

Sport
Fréttamynd

Enska liðið verður lyfjaprófað fyrir HM

Nú hefur verið staðfest að allir leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu muni gangast undir lyfjapróf fyrir HM í Þýskalandi í sumar. Miklar deilur hafa staðið milli forráðamanna samtaka gegn lyfjanotkun og enska knattspyrnusambandsins fram að þessu, um hvernig standa eigi að lyfjamálum. Nú hafa stríðandi aðilar hinsvegar komist að niðurstöðu í málinu.

Sport
Fréttamynd

Treystir á framherja sína í kvöld

Steve McClaren segist treysta á að framherjar sínir hjá Middlesbrough nái að endurtaka leikinn frá því í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða um daginn og skjóti liðinu í úrslitaleikinn í keppninni. Boro spilar í kvöld síðari leik sinn við Steua Búkarest í undanúrslitunum og hafa gestirnir frá Rúmeníu eitt mark í forskot úr fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Owen ætlar að spila á laugardaginn

Framherjinn Michael Owen stefnir á að verða í liði Newcastle á laugardaginn þegar það mætir Birmingham í næst síðasta leik sínum í deildinni í vor. Owen hefur náð að æfa vel í vikunni án þess að kenna sér meins í ökklanum og reynir nú að sanna sig fyrir Sven-Göran Eriksson á lokasprettinu til að vinna sér sæti í enska landsliðinu.

Sport