Erlendar Tapaði yfir 400 milljónum í spilum Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni. Sport 2.5.2006 16:56 Hefði aðeins geta skorað þetta mark gegn Englendingum Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Sport 2.5.2006 16:37 Ráðleggur McClaren að afþakka landsliðsþjálfarastöðuna Knattspyrnuþjálfarinn Jim Smith, sem starfaði með Steve MacClaren hjá Derby County fyrir um áratug síðan, hefur ráðlagt fyrrum samstarfsmanni sínum og lærlingi að afþakka stöðu landsliðsþjálfara ef sú staða kæmi upp. Sport 2.5.2006 16:25 King framlengir við Tottenham Fyrirliði Tottenham Hotspur, varnarmaðurinn Ledley King, skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir í fjögur ár. Núverandi samningur hans hefði runnið út á næsta ári, en hann hefur nú ákveðið að vera áfram hjá félaginu og sagði annað aldrei hafa komið til greina í sínum augum. Sport 2.5.2006 15:54 Ráðast örlög Phoenix Suns í nótt? Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikurinn á NBA TV í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Lakers getur með sigri í kvöld slegið Phoenix út og komist mjög óvænt í aðra umferð keppninnar, þar sem liðið mætir þá grönnum sínum í LA Clippers. Það yrði fyrsta einvígi grannliðanna í úrslitakeppni sögu NBA. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 2:30 eftir miðnætti. Sport 2.5.2006 15:00 Ég er ekki á leið frá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea segist ekki vera á leið frá Chelsea í sumar, en vangaveltur þess efnis hafa verið á kreiki í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Robben segist þvert á móti hafa mikið að sanna á næsta tímabili eftir erfiða leiktíð í ár. Sport 2.5.2006 14:43 Eignuðust dætur með 6 mínútna millibili Fyrrum samherjarnir hjá Los Angeles Lakers, þeir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant, höfðu góða ástæðu til að fagna í gærmorgun þegar þeir eignuðust báðir dætur með aðeins 6 mínútna millibili. Þeir félagar sættust í vetur eftir að hafa ekki talast við í meira en eitt ár, þar sem þeir tókust á í fjölmiðlum og kölluðu hver annan öllum illum nöfnum. Sport 2.5.2006 13:38 Rooney hugsanlega skipt út á síðustu stundu Sven-Göran Eriksson hefur þann möguleika að skipta Wayne Rooney út úr enska landsliðshópnum einum sólarhring fyrir opnunarleik liðsins í keppninni þann 10. júní samkvæmt reglum FIFA, en fari svo, má Rooney ekki koma neitt við sögu í með liðinu í keppninni. Sport 2.5.2006 13:16 Fastlega reiknað með að Eiður fari frá Chelsea Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Englandsmeistarar Chelsea ætli að gera enn eina tilraunina til að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá AC Milan í sumar. Í þessari sömu grein er sagt frá því að Chelsea sé einnig á höttunum eftir tveimur enskum landsliðsmönnum frá Tottenham og að líkum leitt að því að Eiður Smári Guðjohnsen gæti orðið partur af leikmannaskiptum milli Lundúnaliðanna. Sport 2.5.2006 12:59 Diaw tók mestum framförum Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins. Sport 2.5.2006 12:38 Tottenham fær 2 milljónir fyrir Rasiak Southampton hefur ákveðið að kaupa pólska landsliðsframherjann Grzegorz Rasiak frá úrvalsdeildarliði Tottenam, en sá pólski hefur verið í láni hjá 1. deildarliðinu síðan í febrúar. Rasiak náði aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu en hefur fundið sig þokkalega hjá Southampton og skorað 4 mörk í 12 leikjum. Kaupverðið er sagt vera í kring um 2 milljónir punda. Sport 2.5.2006 11:44 Dott heimsmeistari Skotinn Graeme Dott varð í gær heimsmeistari í snóker þegar hann lagði enska spilarann Peter Ebdon 18-14 í maraþonúrslitaleik í Sheffield á Englandi. Besti árangur Dott til þessa hafði verið silfurverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en hann náði loks að vinna mótið í gær. Dott náði öruggri forystu í upphafi einvígisins, en var nánast búinn að missa hana niður þegar hann loks náði að vinna síðasta rammann. Sport 2.5.2006 11:37 Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. Sport 2.5.2006 11:10 Tekst Dallas að klára dæmið? Fjórði leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Þar ræðst hvort Memphis nær að halda lífi í einvíginu eða lætur sópa sér út úr úrslitakeppninni í þriðja sinn í röð. Dallas hefur yfir 3-0 í einvíginu og hefur tapað 11 fyrstu leikjum sinni í úrslitakeppni í sögu félagsins, sem er NBA met. Sport 1.5.2006 21:36 Markalaust á Old Trafford Manchester United og Middlesbrough gerðu í kvöld markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og nú munar aðeins einu stigi á United og Liverpool, sem er í þriðja sæti deildarinnar. Ruud Van Nistlerooy misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Unted nægir þó sigur á Charlton á heimavelli í lokaumferðinni til að halda öðru sætinu. West Ham lagði á sama tíma West Brom á útivelli 1-0 með marki frá Nigel Reo-Coker í fyrri hálfleik. Sport 1.5.2006 20:48 Diaby fluttur á sjúkrahús Svo gæti farið að Abou Diaby leikmaður Arsenal væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið á þessari leiktíð eftir að hann meiddist illa í leiknum gegn Sunderland í dag. Diaby varð fyrir barðinu á fólskulegri tæklingu Dan Smith hjá Sunderland, sem hefði með öllu réttu átt að fá rauða spjaldið fyrir tilburði sína. Sport 1.5.2006 19:12 Auðvelt hjá Arsenal Arsenal lagði Sunderland 3-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og heldur því sínu striki í baráttunni um fjórða sætið. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark og þeir Thierry Henry og Cesc Fabregas bættu við sitt hvoru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Sport 1.5.2006 18:18 Efast um að Rooney spili á HM Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist efast um að Wayne Rooney eigi eftir að geta spilað með enska landsliðinu á HM í sumar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea á dögunum. Sport 1.5.2006 17:37 Arsenal að valta yfir Sunderland Arsenal virðist ekki ætla að verða í vandræðum með arfaslakt lið Sunderland í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0 fyrir gestina. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark, en þeir Cesc Fabregas og Thierry Henry skoruðu undir lok hálfleiksins. Mark Henry kom beint úr aukaspyrnu. Sport 1.5.2006 17:04 McClaren tekur við af Eriksson Bresk blöð fullyrða í dag að Steve MacClaren, stjóri Middlesbrough og aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Því er til að mynda haldið fram á BBC í dag að líklega verði tilkynnt um ráðningu hans fyrir vikulokin. Sport 1.5.2006 16:25 Cole á bekknum hjá Arsenal Ashley Cole er á varamannabekk Arsenal í dag þegar liðið sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að eiga möguleika á að ná grönnum sínum í Tottenham að stigum í baráttunni um fjórða sætið. Sport 1.5.2006 16:14 Tilbúinn að gefa Englendingunum frí Jose Mourinho segist hafa boðist til að hvíla þá John Terry, Frank Lampard og Joe Cole í þeim leikjum sem eftir er í ensku úrvalsdeildinni svo þeir verði frískir þegar kemur að HM í sumar. Þá er fyrirhugað að Shaun Wright-Phillips fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum með Chelsea svo hann verði í betri leikæfingu, en talið er víst að hann eigi sæti í HM hópnum. Sport 1.5.2006 15:06 Rooney fer með ef hann getur spilað eitthvað Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist vera í sambandi við lækna liðsins og Manchester United daginn út og daginn inn vegna meiðsla Wayne Rooney. Hann segist enn ekki geta gefið ákveðin svör um þátttöku hans á HM í sumar en sagði einfaldlega: "Ef Rooney getur spilað eitthvað, þá fer hann með í keppnina - því hann er nú einu sinni Wayne Rooney." Sport 1.5.2006 14:37 Sacramento burstaði meistarana Dramatíkin í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í vor er að verða ótrúleg og í lokaleik gærkvöldsins gerði lið Sacramento sér lítið fyrir og rótburstaði meistara San Antonio 102-84 og jafnaði metin í einvígi efsta og neðsta liðsins í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í 2-2. Sport 1.5.2006 05:10 Kobe Bryant skaut Phoenix upp að vegg Kobe Bryant sýndi sannarlega úr hverju hann var gerður í gærkvöldi þegar hann tryggði Los Angeles Lakers 99-98 sigur á Phoenix Suns með ótrúlegri sigurkörfu í framlengingu og nú vantar Lakers aðeins einn sigur til að slá Phoenix út úr keppninni í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bryant var stórkostlegur á lokasprettinum á meðan verðmætasti leikmaður deildarinnar, Steve Nash, gerði afdrifarík mistök sem kostuðu Phoenix sigurinn. Sport 1.5.2006 04:49 Arenas kláraði Cleveland Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. Sport 1.5.2006 04:23 Miami í vandræðum Chicago Bulls afrekaði það í gær að jafna metin í einvígi sínu við Miami Heat í 2-2 með góðum 93-87 sigri á heimavelli sínum í fjórða leik liðanna. Flestir bjuggust við að það yrði aðeins formsatriði fyrir Miami að afgreiða liðið í sjöunda sæti í Austurdeildinni, en baráttuglaðir leikmenn Chicago eru langt í frá búnir að segja sitt síðasta gegn hærra skrifuðum andstæðingum sínum. Sport 1.5.2006 04:00 Washington - Cleveland í beinni á NBA TV Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og klukkan 23:30 verður á dagskrá NBA TV fjórði leikur Washington Wizards og Cleveland Cavaliers. Cleveland hefur yfir 2-1 í einvíginu, en leikur kvöldsins fer fram í höfuðborginni Washington. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liði Washington tekst að ráða við undrabarnið LeBron James, sem skoraði 41 stig og tryggði Cleveland sigur í síðasta leik. Sport 30.4.2006 22:06 Real Madrid lagði Osasuna Real Madrid styrkti stöðu sína í efri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann mikilvægan útisigur á Osasuna 1-0. Það var Brasilíumaðurinn Julio Baptista sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins, en Iker Casillas var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald 10 mínútum fyrir leikslok. Sport 30.4.2006 21:09 Juventus í góðri stöðu Juventus hefur þriggja stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Juventus lagði Siena 3-0 með mörkum frá Mutu, Trezeguet og Vieira, en AC Milan lagði Livorno 2-0 með mörkum frá Filippo Inzaghi. Juve hefur 82 stig á toppnum, AC Milan er með 79 stig og Inter er í þriðja sætinu með 74 stig eftir 1-0 tap fyrir Empoli. Sport 30.4.2006 20:56 « ‹ 175 176 177 178 179 180 181 182 183 … 264 ›
Tapaði yfir 400 milljónum í spilum Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni. Sport 2.5.2006 16:56
Hefði aðeins geta skorað þetta mark gegn Englendingum Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona sagði í nýlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC, að draumamarkið sem hann skoraði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986, hefði ekki geta komið gegn neinu öðru liði en því enska. Hann útskýrði líka sína hlið á hinni alræmdu "hönd Guðs." Sport 2.5.2006 16:37
Ráðleggur McClaren að afþakka landsliðsþjálfarastöðuna Knattspyrnuþjálfarinn Jim Smith, sem starfaði með Steve MacClaren hjá Derby County fyrir um áratug síðan, hefur ráðlagt fyrrum samstarfsmanni sínum og lærlingi að afþakka stöðu landsliðsþjálfara ef sú staða kæmi upp. Sport 2.5.2006 16:25
King framlengir við Tottenham Fyrirliði Tottenham Hotspur, varnarmaðurinn Ledley King, skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir í fjögur ár. Núverandi samningur hans hefði runnið út á næsta ári, en hann hefur nú ákveðið að vera áfram hjá félaginu og sagði annað aldrei hafa komið til greina í sínum augum. Sport 2.5.2006 15:54
Ráðast örlög Phoenix Suns í nótt? Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikurinn á NBA TV í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Lakers getur með sigri í kvöld slegið Phoenix út og komist mjög óvænt í aðra umferð keppninnar, þar sem liðið mætir þá grönnum sínum í LA Clippers. Það yrði fyrsta einvígi grannliðanna í úrslitakeppni sögu NBA. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 2:30 eftir miðnætti. Sport 2.5.2006 15:00
Ég er ekki á leið frá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea segist ekki vera á leið frá Chelsea í sumar, en vangaveltur þess efnis hafa verið á kreiki í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Robben segist þvert á móti hafa mikið að sanna á næsta tímabili eftir erfiða leiktíð í ár. Sport 2.5.2006 14:43
Eignuðust dætur með 6 mínútna millibili Fyrrum samherjarnir hjá Los Angeles Lakers, þeir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant, höfðu góða ástæðu til að fagna í gærmorgun þegar þeir eignuðust báðir dætur með aðeins 6 mínútna millibili. Þeir félagar sættust í vetur eftir að hafa ekki talast við í meira en eitt ár, þar sem þeir tókust á í fjölmiðlum og kölluðu hver annan öllum illum nöfnum. Sport 2.5.2006 13:38
Rooney hugsanlega skipt út á síðustu stundu Sven-Göran Eriksson hefur þann möguleika að skipta Wayne Rooney út úr enska landsliðshópnum einum sólarhring fyrir opnunarleik liðsins í keppninni þann 10. júní samkvæmt reglum FIFA, en fari svo, má Rooney ekki koma neitt við sögu í með liðinu í keppninni. Sport 2.5.2006 13:16
Fastlega reiknað með að Eiður fari frá Chelsea Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Englandsmeistarar Chelsea ætli að gera enn eina tilraunina til að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá AC Milan í sumar. Í þessari sömu grein er sagt frá því að Chelsea sé einnig á höttunum eftir tveimur enskum landsliðsmönnum frá Tottenham og að líkum leitt að því að Eiður Smári Guðjohnsen gæti orðið partur af leikmannaskiptum milli Lundúnaliðanna. Sport 2.5.2006 12:59
Diaw tók mestum framförum Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins. Sport 2.5.2006 12:38
Tottenham fær 2 milljónir fyrir Rasiak Southampton hefur ákveðið að kaupa pólska landsliðsframherjann Grzegorz Rasiak frá úrvalsdeildarliði Tottenam, en sá pólski hefur verið í láni hjá 1. deildarliðinu síðan í febrúar. Rasiak náði aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu en hefur fundið sig þokkalega hjá Southampton og skorað 4 mörk í 12 leikjum. Kaupverðið er sagt vera í kring um 2 milljónir punda. Sport 2.5.2006 11:44
Dott heimsmeistari Skotinn Graeme Dott varð í gær heimsmeistari í snóker þegar hann lagði enska spilarann Peter Ebdon 18-14 í maraþonúrslitaleik í Sheffield á Englandi. Besti árangur Dott til þessa hafði verið silfurverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en hann náði loks að vinna mótið í gær. Dott náði öruggri forystu í upphafi einvígisins, en var nánast búinn að missa hana niður þegar hann loks náði að vinna síðasta rammann. Sport 2.5.2006 11:37
Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. Sport 2.5.2006 11:10
Tekst Dallas að klára dæmið? Fjórði leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Þar ræðst hvort Memphis nær að halda lífi í einvíginu eða lætur sópa sér út úr úrslitakeppninni í þriðja sinn í röð. Dallas hefur yfir 3-0 í einvíginu og hefur tapað 11 fyrstu leikjum sinni í úrslitakeppni í sögu félagsins, sem er NBA met. Sport 1.5.2006 21:36
Markalaust á Old Trafford Manchester United og Middlesbrough gerðu í kvöld markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og nú munar aðeins einu stigi á United og Liverpool, sem er í þriðja sæti deildarinnar. Ruud Van Nistlerooy misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Unted nægir þó sigur á Charlton á heimavelli í lokaumferðinni til að halda öðru sætinu. West Ham lagði á sama tíma West Brom á útivelli 1-0 með marki frá Nigel Reo-Coker í fyrri hálfleik. Sport 1.5.2006 20:48
Diaby fluttur á sjúkrahús Svo gæti farið að Abou Diaby leikmaður Arsenal væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið á þessari leiktíð eftir að hann meiddist illa í leiknum gegn Sunderland í dag. Diaby varð fyrir barðinu á fólskulegri tæklingu Dan Smith hjá Sunderland, sem hefði með öllu réttu átt að fá rauða spjaldið fyrir tilburði sína. Sport 1.5.2006 19:12
Auðvelt hjá Arsenal Arsenal lagði Sunderland 3-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og heldur því sínu striki í baráttunni um fjórða sætið. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark og þeir Thierry Henry og Cesc Fabregas bættu við sitt hvoru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Sport 1.5.2006 18:18
Efast um að Rooney spili á HM Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist efast um að Wayne Rooney eigi eftir að geta spilað með enska landsliðinu á HM í sumar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea á dögunum. Sport 1.5.2006 17:37
Arsenal að valta yfir Sunderland Arsenal virðist ekki ætla að verða í vandræðum með arfaslakt lið Sunderland í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0 fyrir gestina. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark, en þeir Cesc Fabregas og Thierry Henry skoruðu undir lok hálfleiksins. Mark Henry kom beint úr aukaspyrnu. Sport 1.5.2006 17:04
McClaren tekur við af Eriksson Bresk blöð fullyrða í dag að Steve MacClaren, stjóri Middlesbrough og aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Því er til að mynda haldið fram á BBC í dag að líklega verði tilkynnt um ráðningu hans fyrir vikulokin. Sport 1.5.2006 16:25
Cole á bekknum hjá Arsenal Ashley Cole er á varamannabekk Arsenal í dag þegar liðið sækir Sunderland heim í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að eiga möguleika á að ná grönnum sínum í Tottenham að stigum í baráttunni um fjórða sætið. Sport 1.5.2006 16:14
Tilbúinn að gefa Englendingunum frí Jose Mourinho segist hafa boðist til að hvíla þá John Terry, Frank Lampard og Joe Cole í þeim leikjum sem eftir er í ensku úrvalsdeildinni svo þeir verði frískir þegar kemur að HM í sumar. Þá er fyrirhugað að Shaun Wright-Phillips fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum með Chelsea svo hann verði í betri leikæfingu, en talið er víst að hann eigi sæti í HM hópnum. Sport 1.5.2006 15:06
Rooney fer með ef hann getur spilað eitthvað Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist vera í sambandi við lækna liðsins og Manchester United daginn út og daginn inn vegna meiðsla Wayne Rooney. Hann segist enn ekki geta gefið ákveðin svör um þátttöku hans á HM í sumar en sagði einfaldlega: "Ef Rooney getur spilað eitthvað, þá fer hann með í keppnina - því hann er nú einu sinni Wayne Rooney." Sport 1.5.2006 14:37
Sacramento burstaði meistarana Dramatíkin í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í vor er að verða ótrúleg og í lokaleik gærkvöldsins gerði lið Sacramento sér lítið fyrir og rótburstaði meistara San Antonio 102-84 og jafnaði metin í einvígi efsta og neðsta liðsins í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í 2-2. Sport 1.5.2006 05:10
Kobe Bryant skaut Phoenix upp að vegg Kobe Bryant sýndi sannarlega úr hverju hann var gerður í gærkvöldi þegar hann tryggði Los Angeles Lakers 99-98 sigur á Phoenix Suns með ótrúlegri sigurkörfu í framlengingu og nú vantar Lakers aðeins einn sigur til að slá Phoenix út úr keppninni í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bryant var stórkostlegur á lokasprettinum á meðan verðmætasti leikmaður deildarinnar, Steve Nash, gerði afdrifarík mistök sem kostuðu Phoenix sigurinn. Sport 1.5.2006 04:49
Arenas kláraði Cleveland Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. Sport 1.5.2006 04:23
Miami í vandræðum Chicago Bulls afrekaði það í gær að jafna metin í einvígi sínu við Miami Heat í 2-2 með góðum 93-87 sigri á heimavelli sínum í fjórða leik liðanna. Flestir bjuggust við að það yrði aðeins formsatriði fyrir Miami að afgreiða liðið í sjöunda sæti í Austurdeildinni, en baráttuglaðir leikmenn Chicago eru langt í frá búnir að segja sitt síðasta gegn hærra skrifuðum andstæðingum sínum. Sport 1.5.2006 04:00
Washington - Cleveland í beinni á NBA TV Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og klukkan 23:30 verður á dagskrá NBA TV fjórði leikur Washington Wizards og Cleveland Cavaliers. Cleveland hefur yfir 2-1 í einvíginu, en leikur kvöldsins fer fram í höfuðborginni Washington. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liði Washington tekst að ráða við undrabarnið LeBron James, sem skoraði 41 stig og tryggði Cleveland sigur í síðasta leik. Sport 30.4.2006 22:06
Real Madrid lagði Osasuna Real Madrid styrkti stöðu sína í efri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann mikilvægan útisigur á Osasuna 1-0. Það var Brasilíumaðurinn Julio Baptista sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins, en Iker Casillas var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald 10 mínútum fyrir leikslok. Sport 30.4.2006 21:09
Juventus í góðri stöðu Juventus hefur þriggja stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Juventus lagði Siena 3-0 með mörkum frá Mutu, Trezeguet og Vieira, en AC Milan lagði Livorno 2-0 með mörkum frá Filippo Inzaghi. Juve hefur 82 stig á toppnum, AC Milan er með 79 stig og Inter er í þriðja sætinu með 74 stig eftir 1-0 tap fyrir Empoli. Sport 30.4.2006 20:56