Erlendar

Fréttamynd

Mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn

Bruce Arena var mjög ósáttur við vítaspyrnuna umdeildu sem Ganamenn fengu í lok fyrri hálfleiks í dag og sagði hana hafa reynst sínum mönnum dýr. Bandaríkjamenn enduðu í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig og eru á heimleið.

Sport
Fréttamynd

Vieira er áhyggjufullur

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af að franska landsliðið gæti þurft að fara heim eftir riðlakeppnina á HM eins og í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. Hann segist þó vera bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Tógó á morgun, þar sem franska liðinu dugir ekkert minna en sigur til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir

Karel Bruckner var að vonum vonsvikinn eftir 2-0 tapið gegn Ítölum í dag, en það þýddi að sterkt lið Tékka er á heimleið úr keppninni eftir að hafa byrjað hana með látum. Bruckner sagði liðið sjálft hafa gert sér erfitt fyrir með því að spila manni færri í töpunum tveimur.

Sport
Fréttamynd

Lippi í skýjunum

Marcello Lippi,landsliðsþjálfari Ítala, hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Tékkum í dag og kallaði baráttuandann í sínum mönnum einn þann mesta sem hann hefði orðið vitni að á ferli sínum sem þjálfari.

Sport
Fréttamynd

Með næst bestan árangur markvarða með yfir 100 leiki

Edwin van der Sar jafnaði í gær hollenska landsleikjametið þegar hann spilaði sinn 112. landsleik. Þar að auki hélt hann hreinu í 59. skiptið á ferlinum og það er næst besti árangur markvarðar með landsliði í sögunni, ef miðað er við markverði sem spilað hafa yfir 100 landsleiki.

Sport
Fréttamynd

Fílabeinsströndin í sögubækurnar

Lið Fílabeinsstrandarinnar komst í sögubækurnar í gær þegar það varð aðeins áttunda liðið í sögu HM til að vinna leik eftir að lenda tveimur mörkum undir. Afríkuliðið lenti undir 2-0 gegn Serbum en hafði sigur 3-2. Vestur-Þjóðverjar urðu síðasta liðið til að vinna þetta afrek árið 1970.

Sport
Fréttamynd

Gana í 16-liða úrslit

Gana tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM með góðum 2-1 sigri á Bandaríkjamönnum í E-riðli. Sigurinn þýðir að Gana tekur annað sætið í riðlinum og mætir því væntanlega Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Ítalir áfram - Tékkar á heimleið

Ítalir lögðu Tékka 2-0 í leik liðanna í E-riðlinum á HM í dag og sendu Tékkana með því út úr keppninni. Marco Materazzi kom ítalska liðinu á bragðið með marki um miðjan fyrri hálfleikinn og Jan Polak var vikið af leikvelli undir lok háfleiksins. Tékkar gátu lítið strítt ítölunum einum færri í síðari háfleik og Filippo Inzaghi tryggði svo 2-0 sigur ítalska liðsins með marki undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Nesterovic til Toronto

Slóvenski miðherjinn Rasho Nesterovic er genginn í raðir Toronto Raptors frá San Antonio Spurs í NBA deildinni. San Antonio fær í staðinn framherjana Matt Bonner og Eric Williams, auk valréttar í annari umferð nýliðavalsins á næsta ári. Nesterovic var á sínum tíma ætlað að fylla skarð David Robinson hjá Spurs, en hefur smátt og smátt fallið úr náðinni hjá þjálfara sínum og kom hann lítið sem ekkert við sögu í úrslitakeppninni í vor.

Sport
Fréttamynd

New York rak Larry Brown og réð Isiah Thomas

New York Knicks í NBA-deildinni er búið að reka þjálfara sinna Larry Brown og við stöðu hans mun taka framkvæmdastjórinn Isiah Thomas. Larry Brown var aðeins búinn með eitt ár af fimm ára samningi sínum. Undir stjórn Brown vann New York aðeins 23 af 82 leikjum sínum í fyrra (Aðeins Portland vann færri leiki) og draumastarfið hans varð að martröð.

Sport
Fréttamynd

Ítalía yfir gegn tíu Tékkum

Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Tékkum í leik liðanna í E-riðlinum á HM þegar flautað hefur verið til leikhlés. Það var varamaðurinn Marco Materazzi sem skoraði markið með glæsilegum skalla eftir fast leikatriði á 26. mínútu leiksins. Þetta var fyrsta mark hans fyrir ítalska landsliðið, en Materazzi kom inn fyrir Alessandro Nesta sem er meiddur í nára. Tékkarnir eru einum færri eftir að Jan Polak fékk sitt annað gula spjald fyrir gjörsamlega glórulausa tæklingu.

Sport
Fréttamynd

Bellamy búinn að skrifa undir hjá Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur gengið frá fjögurra ára samningi við framherjann skapmikla Craig Bellamy hjá Blackburn. Bellamy var með klausu í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara frá félaginu ef ákveðið hátt tilboð bærist í hann og er nú genginn til liðs við félagið sem hann hélt með þegar hann var ungur.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að sparka hressilega í Rooney

Ulises De La Cruz, varnarmaður Ekvador og Aston Villa, ætlar að láta reyna á það hvort fótbrotið hans Wayne Rooney sé gróið þegar liðin mætast í 16-liða úrslitunum á HM á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Ver val sitt á enska hópnum

Sven-Göran Eriksson segist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að vali sínu á enska landsliðshópnum, en hann hefur sem kunnugt er úr litlu að moða þegar kemur að framherjum eftir að Michael Owen meiddist í leiknum gegn Svíum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea hefur titilvörnina á heimavelli

Nú er búið að staðfesta leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð. Englandsmeistarar Chelsea hefja leik á heimavelli að þessu sinni og taka á móti lærisveinum Stuart Pearce í Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Serbar hafa yfir í hálfleik

Ekkert mark hefur enn verið skorað í leik Argentínumanna og Hollendinga í C-riðlinum á HM, en dómarinn flautaði til hálfleiks fyrir skömmu. Öllu meira fjör er í hinum leiknum í riðlinum, þar sem Serbar hafa yfir 2-1 gegn Fílabeinsstrendingum. Nikola Zigic og Sasa Ilic skoruðu mörk Serba, en Aruna Dindane skoraði mark Strandamanna úr endurtekinni vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Búinn að vinna tíu leiki í röð á HM

Luiz Scolari, þjálfari Portúgala, vann í dag sinn tíunda leik í röð á HM sem þjálfari, sem er að sjálfssögðu met. Scolari var sem kunnugt er þjálfari Brasilíumanna á HM í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum, þar sem liðið vann alla sjö leiki sína á mótinu og sigraði glæsilega. Nú hefur hann stýrt portúgalska liðinu til þriggja sigra í röð og því eru sigrarnir orðnir tíu í röð alls, sem er einstakur árangur.

Sport
Fréttamynd

Leikjaniðurröðun tilkynnt á morgun

Aðdáendur enska boltans bíða nú spenntir eftir morgundeginum, en þá verður leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni kynnt. Leikur hefst í úrvalsdeildinni þann 19. ágúst og nokkru fyrr, eða 5. ágúst í 1.deildinni. Leikurinn um samfélagsskjöldinn verður á dagskrá sunnudaginn 13. ágúst og þar mætast bikarmeistarar Liverpool og Englandsmeistarar Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Newcastle fær bætur vegna meiðsla Owen

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur staðfest að úrvalsdeildarfélagið muni fá bætur frá enska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla framherjans Michael Owen í gær. Owen getur ekki spilað knattspyrnu næstu mánuði vegna þessa, en Newcastle mun vera tryggt fyrir svona uppákomum og þarf því væntanlega að greiða lítið sem ekkert af launum hans á meðan hann jafnar sig.

Sport
Fréttamynd

Fimm breytingar á hollenska liðinu

Nú styttist í að flautað verði til leiks í stórleik Hollendinga og Argentínumanna í C-riðlinum á HM. Hollendingar gera fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik og þeir Carlos Tevez og Lionel Messi eru í byrjunarliði Argentínu. Þá er leikur Serba og Fílabeinsstrendinga einnig á dagskrá klukkan 19.

Sport
Fréttamynd

Ekki á leið til Real Madrid

Arsene Wenger hefur alfarið neitað sögusögnum sem verið hafa á kreiki um að hann muni taka við spænska liðinu Real Madrid. Einn af forsetaframbjóðendunum í komandi kosningu hjá spænska félaginu hafði haldið því fram á dögunum að hann hefði rætt við Wenger að taka við Real ef hann yrði kjörinn forseti félagsins. Wenger vísar þessu alfarið á bug og segir þetta lygi, enginn hafi sett sig í samband við sig.

Sport
Fréttamynd

Beenhakker í vafasaman hóp

Leo Beenhakker, þjálfari Trinidad og Tobago, komst í gær í vafasaman hóp manna þegar hann stýrði liði í sjöunda sinn á HM án þess að vinna sigur. Undir hans stjórn unnu Hollendingar ekki leik á Ítalíu árið 1990 og sömu sögu er að segja af Trínídad í keppninni í ár. Enginn þjálfari getur státað af jafn slökum árangri á HM, en tveir aðrir hafa tapað öllum 6 leikjum sínum á mótinu í sögunni.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar með fullt hús

Portúgalar lögðu Mexíkóa 2-1 í D-riðlinum á HM í dag. Sabrosa og Maniche skoruðu mörk Portúgala, en Fonseca minnkaði muninn fyrir Mexíkóa, sem klúðruðu vítaspyrnu í leiknum og léku manni færri frá 60. mínútu þegar Luiz Perez fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.

Sport
Fréttamynd

Meiðsli Ferdinand ekki alvarleg

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand verður væntanlega klár í slaginn með enska landsliðinu á sunnudaginn þegar það mætir Ekvador í 16-liða úrslitunum á HM, en Ferdinand var skipt af velli í leiknum gegn Svíum í gær. Hann kenndi sér meins í nára, en læknar liðsins segja meiðslin ekki alvarleg.

Sport
Fréttamynd

Portúgal yfir í hálfleik

Portúgal hefur yfir 2-1 gegn Mexíkó í hálfleik í uppgjöri liðanna í D-riðlinum á HM. Maniche kom Portúgal yfir strax í upphafi og Simao Sabrosa bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Jose Fonseca minnkaði muninn skömmu síðar og hefur leikurinn verið einstaklega fjörugur og skemmtilegur. Staðan í leik Íran og Angóla er enn 0-0.

Sport
Fréttamynd

Eigandi Dallas sektaður um 19 milljónir

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, var sektaður um sem nemur 19 milljónum króna í gærkvöldi. Þetta var tilkynnt rétt fyrir sjötta leik Dallas og Miami, þar sem Dallas varð svo að horfa upp á gestina fagna meistaratitlinum á þeirra eigin heimavelli. Cuban fékk sektina í kjölfar reiðikasts síns eftir fimmta leik liðanna og hefur nú alls verið sektaður um 125 milljónir króna síðan hann keypti liðið á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Verður frá í nokkra mánuði

Framherjinn Michael Owen verður frá í nokkra mánuði vegna hnémeiðslanna sem hann hlaut í byrjun leiks gegn Svíum í gær og því heldur meiðslamartröð þessa lipra knattspyrnumanns áfram. Owen var nýstiginn upp úr meiðslum sem hann lenti í um áramótin og komst í raun aldrei í leikform á HM. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi hann verður frá keppni, en talað er um nokkra mánuði.

Sport
Fréttamynd

Portúgal - Mexíkó að hefjast

Nú klukkan 14 hefjast tveir leikir í D-riðlinum á HM. Augu flestra beinast að viðureign Portúgal og Mexíkó sem sýndur er í beinni á Sýn. Portúgal er í efsta sæti riðilsins og mun hvíla fjóra lykilmenn í dag, en Mexíkóar eiga þó möguleika á að hirða af þeim efsta sætið. Leikur Íran og Angóla er sýndur beint á Sýn Extra á sama tíma.

Sport
Fréttamynd

Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn

Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi.

Sport
Fréttamynd

Miami getur unnið meistaratitilinn í fyrsta sinn í kvöld

Sjötti leikur Dallas Mavericks og Miami Heat fer fram í Dallas klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Miami getur með sigri tryggt sér fyrsta NBA meistaratitil sinn í sögu félagsins, en Dallas mun eflaust verða þeim erfið hindrun á heimavelli sínum.

Sport