Erlendar

Fréttamynd

Þeir bláu spila aftur í hvítu

Franska landsliðið gengur jafnan undir nafninu "Hinir Bláu" í heimalandinu, en Frakkar verða þó eina þjóðin í undanúrslitum HM sem ekki leikur í sínum hefðbundna heimabúningi. Þjóðverjar spila í sínum hvíta, Portúgalar í þeim rauða og Ítalar í þeim bláa, en Frakkar spila í hvítum útibúningi sínum. Þetta er þó ekki líklegt til að koma illa við franska liðið, því það hefur slegið bæði Spánverja og Brasilíumenn í hvítu búningunum.

Sport
Fréttamynd

Steypufylltir boltar til vandræða

Að minnsta kosti tveir grunlausir knattspyrnuáhugamenn hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús í Berlín eftir að hafa sparkað í bolta sem hlekkjaðir voru við staura á götum borgarinnar. Hrekkjalómar höfðu fyllt boltana af steypu og skrifað á skilti við hliðina á þeim "getur þú sparkað?" Eins og nærri má geta lágu þeir meiddir eftir sem tóku þessari áskorun, en lögregla hefur engar vísbendingar um hver eða hverjir voru þarna að verki.

Sport
Fréttamynd

Ben Wallace á leið til Chicago

Miðherjinn "Stóri-Ben" Wallace, sem verið hefur lykilmaður í harðri vörn Detroit Pistons undanfarin ár, hefur samþykkt tilboð frá Chicago Bulls um að ganga í raðir liðsins. Wallace var með lausa samninga nú í sumar og fáir áttu von á því að hann færi frá félaginu, en Chicago gat boðið honum mikið hærri laun en Detroit og hefur hann því ákveðið að skipta um lið.

Sport
Fréttamynd

Staðráðinn í að fara frá Chelsea

Argentínski framherjinn Hernan Crespo er harðákveðinn í að fara frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar og hefur enn á ný ítrekað ósk sína um að snúa aftur til Ítalíu. Talið er að annað Mílanó-liðanna verði fyrir valinu.

Sport
Fréttamynd

Samningur Hasselbaink ekki endurnýjaður

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, staðfesti í dag að samningur hollenska framherjans Jimmy Floyd Hasselbaink yrði ekki endurnýjaður. Hasselbaink er 34 ára gamall og þó hann sé ef til vill kominn af léttasta skeiði, verða eflaust nokkur lið sem sýna honum áhuga í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Sharapova örugg í undanúrslit

Maria Sharapova tryggði sér í dag nokkuð öruggan sigur á löndu sinni Elenu Dementievu í 8-liða úrslitunum á Wimbledon. Sharapova var í miklu stuði og kláraði leikinn 6-1 og 6-4 á rúmri klukkustund. Hún mætir því annað hvort Amelie Mauresmo eða Anastasiu Myskinu í undanúrslitunum. Gera þurfti hlé á leiknum í smá stund í dag þegar nakinn maður hljóp inn á völlinn, en hann var fjarlægður og virtist ekki hafa truflandi áhrif á Sharapovu, sem vann sigur á þessu móti árið 2004.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar með hernaðaráætlun

Eitt þýsku dagblaðanna birti í dag hernaðaráætlun sem ætlað er að slá Ítala út af laginu í kvöld - hvernig sem fer í landsleik þjóðanna í Dortmund. Blaðið birti símanúmer yfir 40 pizza-staða víða í Þýskalandi og hvetur alla til að hringja og panta Pizzu á meðan á leiknum stendur. "Þessir deighnoðarar hlæja kannski núna, en þeim stekkur ekki bros þegar símarnir byrja að hringja um leik og leikurinn hefst í kvöld," sagði í blaðinu sem kemur út í Berlín.

Sport
Fréttamynd

Við eigum harma að hefna gegn Ítölum

Bakvörðurinn Philipp Lahm segir félaga sína í þýska landsliðinu hafa fullan hug á að hefna ófaranna frá því í síðasta vináttuleik gegn Ítölum þegar þjóðirnar mætast í undanúrslitum HM í Dortmund í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Fabio Capello hættur hjá Juventus

Fabio Capello hefur sagt af sér sem þjálfari Juventus á Ítalíu, en líklegt þykir að félagið verði á næstunni dæmt til að leika í neðri deildunum þar í landi. Capello hefur verið sterklega orðaður við spænska liðið Real Madrid að undanförnu og er fyrsti kostur nýkjörins forseta félagsins Ramon Calderon. Capello hefur gert Juventus að tvöföldum meisturum á Ítalíu, en heldur nú væntanlega til Spánar á ný þar sem hann gerði einmitt Real að meisturum árið 1997.

Fótbolti
Fréttamynd

Breskir veðbankar telja John Terry líklegastan

Breskir veðbankar gera nú mikið úr þeirri stöðu að nýr leikmaður taki við fyrirliðabandinu í enska landsliðinu. Veðbankarnir telja mestar líkur á að John Terry, varnarmaður frá Chelsea, verði næsti fyrirliði enska landsliðsins en David Beckham sagði stöðunni lausri á blaðamannafundi í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal áfram í 4-liða úrslit

Leik Englendinga og Portúgala er lokið eftir markalaust jafntefli, framlengingu og vítaspyrnukeppni. Það voru Portúgalar sem báru sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppnina sem endaði 3-1 fyrir Portúgal. Það gekk ýmislegt á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars fór David Beckham meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Leikur Ítala og Úkraínumanna hafinn

Síðari leikur dagsins í 8-liða úrslitum HM er viðureign Ítala og Úkraínumanna í Hamburg. Byrjunarliðin eru klár og þrjár breytingar hafa verið gerðar á liði Ítala. Andrea Barzagli kemur inn fyrir Marco Materazzi, Francesco Totti kemur í stað Alessandro del Piero og Mauro Camoranesi kemur í stað Alberto Gilardino.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar áfram eftir sigur í vítakeppni

Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á HM eftir sigur á Argentínumönnum í vítaspyrnukeppni í Berlín í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, en það var markvörðurinn Jens Lehmann sem var hetja liðsins í dag þegar hann varði tvær spyrnur frá Argentínumönnunum, eftir að hafa þegið góð ráð frá erkióvini sínum Oliver Khan.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Berlín

Leikur Þjóðverja og Argentínumanna í Berlín verður framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Roberto Ayala kom Argentínu yfir en Miroslav Klose jafnaði fyrir þýska liðið þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Sport
Fréttamynd

Miroslav Klose jafnar fyrir Þjóðverja

Hinn magnaði Miroslav Klose er búinn að jafna metin fyrir Þjóðverja gegn Argentínumönnum. Klose skoraði með laglegum skalla eftir að Michael Ballack sendi knöttinn fyrir markið, Tim Borowski skallaði boltann inn í teiginn og Klose stangaði hann í netið. Það stefnir því í æsilegar lokamínútur í Berlín.

Sport
Fréttamynd

Tottenham kaupir Didier Zokora

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Didier Zokora frá franska liðinu St. Etienne. Hann spilaði alla leikina á HM með liði Fílabeinsstrandarinnar og þótti standa sig með prýði. Það var Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var maðurinn á bak við kaupin, en hann fékk Zokora einmitt til St Etienne þegar hann var á mála hjá franska liðinu á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn komnir yfir

Argentínumenn hafa náð forystu gegn Þjóðverjum í viðureign liðanna í Berlín. Það var varnarmaðurinn Roberto Ayala sem skoraði markið með skalla strax í upphafi síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik í Berlín

Staðan í leik Þjóðverja og Argentínumanna í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á HM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Berlín. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleiknum, Argentína hefur verið öllu meira með boltann, en Þjóðverjar átt hættulegasta færið til þessa þegar Michael Ballack skallaði knöttinn yfir markið úr upplögðu færi. Leikurinn er að sjálfssögður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn gera tvær breytingar

Ný styttist í að fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum á HM hefjist í Berlín, en það er viðureign heimamanna Þjóðverja og Argentínumanna. Þjóðverjar eru með óbreytt lið frá því í sigrinum á Svíum, en Argentínumenn gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Hinn ungi Carlos Tevez kemur inn í framlínuna í stað Javier Saviola og Fabricio Coloccini kemur inn í stað Lionel Scaloni.

Sport
Fréttamynd

Ulrich og Basso reknir frá liðum sínum

Tveir af sigurstranglegustu köppunum í Frakklandshjólreiðunum sem hefjast í Stassburg á morgun, verða ekki með í mótinu eftir að í ljós kom að þeir tengjast rannsókn á ólöglegri lyfjaneyslu. Þeir hafa því verið reknir úr liðum sínum og þurfa að gangast undir rannsókn á Spáni. Þetta eru þeir Jan Ulrich og Ivan Basso.

Sport
Fréttamynd

Nadal mætir Agassi

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal, sem er í öðru sæti heimslistans, mætir gamla brýninu Andre Agassi í þriðju umferð Wimbledon-mótsins, eftir að hann lagði Robert Kendrick með naumindum 6-7 (4-7) 3-6 7-6 (7-2) 7-5 og 6-4 í dag. Agassi lagði Ítalann Andreas Seppi 6-4 7-6 (7-2) 6-4, en Agassi er að spila á sínu síðasta Wimbledon móti.

Sport
Fréttamynd

Hefur engar áhyggjur af Ronaldo

Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af skrifum spænsku blaðanna að undanförnu, en forsetakosningarnar hjá Real Madrid hafa valdið nokkru fjaðrafoki á Englandi eftir að hver forsetaframbjóðandinn á eftir öðrum lofað að fá heimsklassa leikmenn til félagsins, nái hann kjöri.

Sport
Fréttamynd

Mætum til leiks eins og öskrandi ljón

Jurgen Klinsmann segir sína menn heldur betur tilbúna í hinn erfiða leik við Argentínumenn í 8-liða úrslitunum á HM á morgun. Þjóðverjar hafa verið í miklu stuði það sem af er móti á heimavelli sínum og segir Klinsmann þá ætla að láta Argentínumennina finna fyrir því á morgun.

Sport
Fréttamynd

Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar

Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir.

Sport
Fréttamynd

Hættur að dæma landsleiki

Enski dómarin Graham Poll tilkynnti í dag að hann væri hættur að dæma landsleiki í kjölfar þess að hann var sendur heim af HM í gær. Poll gerði afdrifarík mistök þegar hann dæmdi leik Króata og Ástrala sem kostuðu hann frekari þáttöku á mótinu. Hann sagðist vera eyðilagður yfir þessari niðurstöðu í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina.

Sport
Fréttamynd

Pawel Janas þjálfari segir af sér

Landsliðsþjálfari Pólverja, Pawel Janas, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að liðið varð fyrsta liðið til að falla úr riðlakeppninni á HM. Miklar vonir voru bundnar við pólska liðið á HM, en eftir tap fyrir Ekvador og Þýskalandi, urðu þær vonir að engu.

Sport
Fréttamynd

Bargnani valinn fyrstur

Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA.

Sport
Fréttamynd

Graham Poll sendur heim

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll varð í dag einn þeirra fjórtán dómara sem lokið hafa keppni á HM og halda til síns heima. Poll átti skelfilegan dag þegar hann dæmdi leik Ástrala og Króata í riðlakeppninni og gerði sú frammistaða útslagið með það að þessi reyndi dómari fengi ekki að halda áfram að dæma í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ekki í hefndarhug gegn Portúgölum

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera með hefnd í huga þegar lið hans mætir Portúgal í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Portúgalar slógu Englendinga út úr Evrópukeppninni fyrir tveimur árum.

Sport