Innlendar

Fréttamynd

Stórskytta til ÍBV?

Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár

Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í boxinu á Sýn í kvöld

Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið um helgina

Íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garðabæ klukkan 13 á morgun þar sem allir hörðustu kratlyftingamenn landsins munu leiða saman hesta sína. Á meðal keppenda má nefna sjálfan Auðunn Jónsson sem gerði heldur betur gott mót í fyrra þegar hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu í þyngsta flokknum.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í hnefaleikum

Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður áfram í Keflavík

Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Bárður tekur við ÍR

Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana

Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika.

Sport
Fréttamynd

Slæmt gengi hjá KR

"Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2.

Sport
Fréttamynd

Marciulionis heiðursgestur á lokahófi KKÍ

Litháenski körfuboltamaðurinn Sarunas Marciulionis verður sérstakur heiðursgestur á lokahófi KKÍ sem fram fer á Radison SAS hótelinu á föstudagskvöldið. Marciulionis gerði garðinn frægan í NBA deildinni á árum áður og lék meðal annars með Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Sacramento Kings. Hann vann einnig til gullverðlauna með Sovétmönnum á Ólympíuleikunum árið 1988.

Sport
Fréttamynd

Ísland stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi í fjórðu viðureign liðanna 81-60. Njarðvíkingar eru vel að titlinum komnir eftir að frábær varnarleikur var lykillinn að fyrsta sigri félagsins á Íslandsmótinu síðan árið 2002. Brenton Birmingham hjá Njarðvík var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Sport
Fréttamynd

Valur tapaði stórt í Rúmeníu

Valsstúlkur töpuðu fyrri leik sínum við Tomis Constanta frá Rúmeníu stórt í dag 37-25 í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi og ljóst að Valur á erfitt verkefni fyrir höndum ef liðið ætlar sér áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar burstuðu Skallagrím 107-76 í dag og hafa því náð 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Brenton Birmingham var stigahæsti leikmaður vallarins og skoraði 32 stig fyrir Njarðvíkinga, þar af 8 þriggja stiga körfur, og Jeb Ivey kom næstur með 24 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 17 stig og George Byrd skoraði 16 stig. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudagskvöldið, en sá leikur verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miklir yfirburðir Njarðvíkinga

Njarðvíkingar eru að valta yfir Borgnesinga í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en staðan í Njarðvík eftir þrjá leikhluta er 87-64. Það má því væntanlega fara að slá því föstu að Njarðvíkingar fari með sigur af hólmi í dag og geti því tryggt sér titilinn í Borgarnesi á mánudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík með örugga forystu

Njarðvíkingar eru heldur betur í stuði á heimavelli sínum gegn Skallagrími í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Njarðvík hefur yfir 60-37 í hálfleik og fram að þessu er eins og aðeins eitt lið sé á vellinum. Þeir Brenton Birmingham (23 stig) og Jeb Ivey hafa til að mynda skorað samtals 10 þriggja stiga körfur í hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til annars en að Njarðvíkingar séu að ná yfirhöndinni í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Silja sigraði í grindahlaupi á móti í USA

Hlaupagarpurinn og frjálsíþróttakonan úr FH, Silja Úlfarsdóttir vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem fram fór í Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Silja hljóp á 57.93 sekúndum sem er 1.31 sek frá persónulegu meti hennar í greininni.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jörundur tilkynnir byrjunarliðið

Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Severino til Keflavíkur?

Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur jafnaði metin

Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Haukar burstuðu Víking/Fjölni

Íslandsmeistarar Hauka skutust í kvöld upp að hlið Fram á toppi DHL-deildarinnar í handbolta þegar liðið burstaði Víking/Fjölni á heimavelli sínum 33-19. Haukar hafa hlotið 39 stig eins og Fram, en Víkingur/Fjölnir er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur FH á HK

FH-ingar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan 30-27 sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í Kaplakrika. HK hefði geta tryggt veru sína á meðal þeirra bestu með sigri, en þarf nú að bíða eitthvað lengur eftir því. HK er í 6.sæti deildarinnar með 28 stig, en FH er í því 7. með 23. Fyrr í dag lögðu Eyjamenn svo Stjörnuna 32-27 í leik sem skipti í raun litlu máli þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í efri- og neðrihluta deildarinnar. Leik Hauka og Víkings/Fjölnis er enn ólokið.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann þrefalt

Stjarnan úr Garðabæ er án efa lið ársins í blaki því í dag tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn með 3-1 sigri á KA í úrslitaleik. Stjarnan hefur því unnið þrefalt í karlaflokki í vetur. Kvennalið Þróttar úr Reykjavík vann öruggan 3-0 sigur á KA í úrslitaleiknum í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Annað gull hjá Sif í dag

Sif Pálsdóttir úr Gróttu bætti í dag við öðrum gullverðlaunum sínum á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum þegar hún sigraði í keppni á tvíslá. Rúnar Alexandersson varð einnig hlutskarpastur í keppni á tvíslá í karlalokki.

Sport
Fréttamynd

Sif Norðurlandameistari

Fimleikadrottningin unga Sif Pálsdóttir varð í dag Norðurlandameistari í fjölþraut fyrst íslenskra kvenna þegar hún hlaut 54,80 í einkunn og bar sigur úr býtum eftir harða keppni. Keppt verður á einstökum áhöldum á morgun.

Sport
Fréttamynd

KA marði sigur á Aftureldingu

KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Viðsnúningur í Njarðvík

Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport