Innlendar

Fréttamynd

Jóhannes NM-meistari í karate

Jóhannes Gauti Óttarsson varð í gær Norðurlandameistari í kumite en mótið fer fram í Tallin í Eistlandi. Hann varð meistari í flokki unglinga undir 70 kílóum.

Sport
Fréttamynd

Karatemenn í stuði í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í karate gerði góða ferð á Malmö Open á laugardaginn og vann til fjölda verðlauna en um firnasterkt mót var að ræða. Tvö gull unnust þegar Arnór Ingi Sigurðsson vann í Kumite Seniora -75kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir vann í Kata Junior. Að auki unnust fimm silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun í ferðinni til Malmö.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Rögnu gegn Tinnu

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna í dag með auðveldum 2-0 sigri á Tinnu Helgadóttur.

Sport
Fréttamynd

Badminton: Helgi varði titilinn

Helgi Jóhannesson vann áðan Kára Gunnarsson í úrslitaleiknum í einliðaleik karla á Íslandsmótinu í badminton. Helga tókst því að verja titil sinn.

Sport
Fréttamynd

KA Íslandsmeistari í blaki

KA varð í dag Íslandsmeistari í blaki karla með því að sigra HK í Digranesi. KA vann úrslitaeinvígið 2-0.

Sport
Fréttamynd

Víkingar tryggðu sér titilinn með 4-2 sigri á KR

Víkingar eru deildarmeistarar í borðtennis eftir 4-2 sigur á KR í spennandi leik í TBR-Íþróttahúsinu um helgina. Víkingar fengu 18 stig eða tveimur stigum meira en b-lið félagsins sem endaði í öðru sæti. KR-ingar urðu síðan í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Elías og Hekla urðu Íslandsmeistarar í Kata

Elías Snorrason úr KFR og Hekla Helgadóttir úr Þórshamar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í kata í Hagaskóla í dag. Elías var að vinna sinn fyrsta titil en Hekla vann þriðja árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét í lyfjapróf um leið og hún lendir

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir kemur til landsins í dag eftir að hafa staðið sig frábærlega í fimmtarþrautarkeppni sænska meistaramótsins í gær. Helga Margrét stórbætti Íslandsmetið í fimmtarþraut og varð í öðru sæti á mótinu á eftir Jessicu Samuelsson.

Sport
Fréttamynd

SA búið að jafna í einvíginu gegn Birninum

Staðan í einvígi Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins um Íslandsmeistaratitilinn er orðin jöfn 1-1. SA vann sigur á Akureyri í kvöld 7-4 eftir að Björninn hafði unnið fyrstu viðureignina.

Sport
Fréttamynd

Björgvin og Stefán Jón úr leik í sviginu

Skíðakapparnir Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík kepptu síðdegis í svigi á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada en hvorugur þeirra náði að ljúka fyrri ferðinni.

Sport