Íþróttir

Fréttamynd

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn

Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk hjartaáfall í miðjum leik og lét lífið

Vigor Bovalenta 37 ára, blakspilari frá Ítalíu lést í gær vegna hjartaáfalls sem hann fékk í miðjum keppnisleik. Björgunaraðgerðir hófust samstundis en höfðu ekki árangur sem erfiði og var Bovalenta úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Sport
Fréttamynd

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýjar reglur um klæðaburð á alþjóðlegum strandblakmótum

Strangar reglur um klæðaburð í strandblaki kvenna hafa verið deiluefni í langan tíma. Konur hafa á undanförnum árum þurft að spila í bikinífatnaði á alþjóðlegum strandblaksmótum en nú er fyrirhugað að breyta reglunum enn á ný. Konur geta nú valið hvort þær leika í bikiní eða stuttbuxum samkvæmt frétt sem birtist í norska dagblaðinu Stavanger Aftenblad.

Sport
Fréttamynd

Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Þýski handboltinn, Spánarspark og enski boltinn eru í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá. Íslendingaliðið Füchse Berlin tekur á móti Gummersbach í þýska handboltanum og Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti jafnað og bætt markametið hjá Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bardagi Gunnars Nelson gegn Butenko í heild sinni

Gunnar Nelson er enn ósigraður í blönduðum bardagalistum eftir tíu bardaga. Íslendingurinn keppti í Dublin á Írlandi í lok febrúar þar sem hann hafði betur gegn Úkraínumanninum Alexander Butenko. Bardaginn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hér má sjá bardagann í heild sinni.

Sport
Fréttamynd

Gerpla bikarmeistari í hópfimleikum

Gerpla varð um helgina bikarmeistari í hópfimleikum og öðlaðist þar með þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í haust, þar sem liðið á titil að verja.

Sport
Fréttamynd

Aðalheiður Rósa varði titilinn

Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Breiðabliki, og Kristján Helgi Carrasco, Víkingi, báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu í kata sem fór fram í Hagaskóla nú um helgina.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Nelson í Boltanum á X-inu í dag

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun sitja fyrir svörum í Boltanum á X-inu 977 klukkan 11 í dag. Umsjónarmenn eru íþróttafréttmenn Fréttablaðsins og Vísis, þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson.

Sport
Fréttamynd

Gunnar í beinni í kvöld

Íslendingar fá loksins að fylgjast með einum umtalaðasta íþróttamanni þjóðarinnar, Gunnari Nelson, í beinni útsendingu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Aron Pálmarsson aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður og leikmaður þýska stórliðsins Kiel, verður aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Kiel og RN Löwen mætast í stórleik þýska handboltans í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Sport 4 klukkan 18.25.

Sport
Fréttamynd

Verð vonandi ekki einmana

Vilhjálmur Einarsson varð um helgina fyrsti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ. Vilhjálmur er þar með enn á ný frumherji í íslensku íþróttalífi. Hann varð fyrstur til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum og sá fyrsti sem bar heiðursnafnbótina Íþróttamaður ársins.

Sport
Fréttamynd

Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar

Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár.

Sport
Fréttamynd

Nýtt met og á leið til Lundúna

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti í gær Íslandsmetið í 200 m baksundi á Reykjavíkurleikunum. Hún synti á 2:13,04 og bætti gamla metið sem hún átti sjálf um tæpar tvær sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Helga María í áttunda sæti í Innsbruck

Vetrarólympíuleikar ungmenna eru í fullum gangi í Innsbruck í Austurríki en í dag fór fram keppni í svigi stúlkna. Þar náði Helga María Vilhjálmsdóttir góðum árangri en hún endaði í áttunda sæti.

Sport
Fréttamynd

Seldur í miðjum leik | kippt útaf og sendur í sturtu

Skömmu eftir að þessu mynd var tekin af Mike Cammalleri leikmanni íshokkíliðsins Montreal frá Kanada var Cammalleri kippt af ísnum á varamannabekkinn af þjálfara liðsins. Ástæðan var einföld. Cammalleri var ekki lengur leikmaður Montreal, hann var þá orðinn leikmaður Calgary Flames.

Sport