Íþróttir Berst ekki næsta hálfa árið Hnefaleikarinn Ricky Hatton mun ekki berjast næsta hálfa árið vegna ljótra skurða sem hann hlaut í bardaganum við Carlos Maussa um síðustu helgi. Hatton hafði mikla yfirburði í bardaganum en skarst mjög illa eftir að höfuð þeirra skullu saman og þurfi að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum eftir bardagann. Sport 29.11.2005 18:51 Doncaster-Aston Villa í beinni á Sýn Þrír leikir fara fram í deildarbikarkeppninni á Englandi í kvöld. Viðureign Doncaster og Aston Villa verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Annar áhugaverður leikur á dagskrá er viðureign Arsenal og Reading, en forvitnilegt verður að sjá hvernig toppliðinu í fyrstu deild gengur á Highbury. Að lokum eigast við Milwall og Birmingham. Sport 29.11.2005 18:11 Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00 Kristleifur tekur við Hetti Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04. Sport 29.11.2005 17:07 Beckham vill að númer sjö verði hengt upp Það verða sérstakar minningarathafnir um George Best á Old Trafford í vikunni, bæði á bikarleiknum annað kvöld og fyrir næsta deildarleik liðsins á laugardaginn. David Beckham er með sérstaka hugmynd um hvað gera skuli við númerið sem Best bar á treyju sinni forðum. Sport 29.11.2005 16:00 Orlando vann fjórða leikinn í röð Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn. Sport 29.11.2005 15:43 Í viðræðum við Warnock Stjórnarformaður Portsmouth er nú í viðræðum við forráðamenn Sheffield United um að fá að ræða formlega við Neil Warnock, stjóra liðsins, um að taka við liði Portsmouth. Warnock hefur náð frábærum árangri með United í 1. deildinni í vetur, en Portsmouth er að leita að eftirmanni Alain Perrin sem var rekinn á dögunum. Sport 28.11.2005 18:56 Sektaður fyrir ummæli í garð dómara David O´Leary hefur verið sektaður um 5000 pund fyrir að hafa notað dónalegt orð- og látbragð við Graham Poll dómara eftir að flautað var til leiksloka eftir sigur Aston Villa á grönnum sínum í Birmingham í síðasta mánuði. Sport 28.11.2005 18:34 Stórleikur Loga Gunnarssonar Logi Gunnarsson var heldur betur í stuði í gær þegar hann skoraði 29 stig fyrir lið sitt Bayeruth í þýsku 1. deildinni, þegar það lagði Lich á útivelli 87-81. Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig fyrir Napoli sem sigraði Siena í ítölsku A-deildinni í gær og er lið hans í öðru sæti í deildinni. Sport 28.11.2005 18:00 Stórleikur Kobe Bryant dugði skammt Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og þar bar hæst einvígi Los Angeles Lakers og New Jersey Nets, þar sem Kobe Bryant skoraði 38 stig í síðari hálfleik fyri Lakers og 46 stig alls, en það dugði ekki til sigurs eins og oft áður í vetur. Sport 28.11.2005 17:13 Ver bónusgreiðslur landsliðsmanna David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að bónusgreiðslur á hendur enska landsliðinu fyrir gott gengi á HM næsta sumar séu fullkomlega réttlætanlegar og séu jafnvel lægri en þær voru fyrir síðustu keppni. Sport 28.11.2005 16:44 Dómarar hafa mig undir smásjá Miðjumaðurinn harðskeytti Edgar Davids hjá Tottenham, segir að sér þyki dómarar í ensku úrvalsdeildinni vera full spjaldaglaðir við sig, en Davids hefur fengið sjö gul spjöld í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið í vetur. Sport 28.11.2005 16:07 Chelsea sektað vegna óláta stuðningsmanna Chelsea hefur verið gert að greiða 30.000 punda sekt vegna óláta stuðningsmanna liðsins á Stamford Bridge eftir bikarleik við West Ham síðastliðið haust, þar sem þáverandi leikmaður liðsins, Mateja Kezman, hlaut höfuðmeiðsl eftir að hlut var kastað í hann úr stúku West ham og lögregla lenti í átökum við stuðningsmenn Chelsea. Sport 28.11.2005 15:59 Verðskuldaður sigur Manchester United Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Sport 27.11.2005 19:19 Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54 Jafnt hjá Boro og West Brom Mark Nígeríumannsins Yakubu kom í veg fyrir að botnlið West Brom nældi sér í mikilvæg þrjú stig á Riverside í dag, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Middlesbrough. Mark Viduka kom Boro yfir með góðu skoti, en þeir Nathan Ellington og Kanu komu gestunum yfir. Jöfnunarmark Yakubu kom á 65. mínútu, en hann fór illa með færi sem hefði geta gert út um leikinn í lokin. Sport 27.11.2005 17:30 Fulham sigraði Bolton Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fulham vann góðan og verðskuldaðan sigur á Bolton 2-1, þar sem Brian McBride skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins en Sylvain Legwinski minnkaði muninn með sjálfsmarki. El Hadji Diuf fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins. Sport 27.11.2005 16:45 Þeir eru að reyna að flæma mig í burtu Vandræðagemsinn Laurent Robert hjá Portsmouth segir að verið sé að reyna að flæma sig í burtu frá liði Portsmouth og segir að hann fái allar skammirnar í kjölfar hörmulegs gengis liðsis. Sport 27.11.2005 14:31 Blóðugur sigur hjá Ricky Hatton Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er heimsmeistari hjá IBF og WBC samböndunum eftir öruggan en blóðugan sigur gegn Carlos Maussa í Sheffield í nótt. Þrátt fyrir að hljóta ljóta skurði við bæði augu mjög snemma í bardaganum, var sigur Hatton aldrei í hættu og hann vann á rothöggi í níundu lotu. Sport 27.11.2005 14:05 Verður líklega áfram hjá FH Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, býst fastlega við því að vera áfram hjá liðinu þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér erlendis að undanförnu. Davíð fór til Reading þar sem hann æfði með liðinu um stund en félagið hætti við að fá hann eftir að hafa fylgst með honum í ungmennalandsleik Íslands og Svíþjóðar. Sport 27.11.2005 10:19 Svekkjandi jafntefli Snorri Steinn Guðjónsson var ekki sáttur. "Það er engin spurning að við vorum betri aðilinn í þessum leik, við vorum samt sem áður ekki að spila jafn vel og í gær en við vissum að Norðmennirnir kæmu grimmir til leiks og við vorum í stökustu vandræðum með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Sport 27.11.2005 10:20 Undir smásjá Crystal Palace Vopnfirðingurinn Víglundur Páll Einarsson gæti verið á leiðinni til enska 1. deildarliðsins Crystal Palace, en hann var nýlega til reynslu hjá félaginu í tíu daga og verður skoðaður nánar af forráðamönnum félagsins í leik með liði sínu, Þór frá Akureyri. Sport 27.11.2005 10:19 Gerrard á skilið að vinna Rafael Benitez er ekki í vafa um hver eigi að vera leikmaður ársins í Evrópu. Sport 27.11.2005 10:20 Frestar atvinnumennskunni Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaðurinn sterki úr Val, frestaði för sinni í heim atvinnumennskunnar og lét skólann ganga fyrir. Bjarni Ólafur stundar nám við Kennaraháskóla Íslands og þar sem hann hafði misst mikið úr skólanum frestaði hann því að fara til reynslu hjá Midtjylland í Danmörku og Lyn í Noregi sem bæði vildu fá hann til sín. Sport 27.11.2005 10:19 Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham Heiðar Helguson er ákveðinn í því að bíða þolinmóður eftir tækifærinu í byrjunarliði Fulham. Sport 27.11.2005 10:19 Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09 Hart tekist á á Selfossi á morgun Það verður metþáttaka í Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi klukkan 14:00 á morgun, en þar mæta til leiks sannkallaðar stórstjörnur í bransanum, ungir sem og lengra komnir. Sport 25.11.2005 20:37 Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12 Seldi hlut sinn í Formula One Group Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone og þýski bankinn BayernLB hafa selt hlut sinn í Formula One Group til handa hóps sem kallar sig CVC Capital Partners, sem á fyrir vikið 75% í Formula One Group. Ecclestone mun þó áfram gegna forstjóra stöðu í fyrirtækinu og á enn nokkurn hlut í því, en hann hefur hagnast gríðarlega á umsvifum sínum í fyrirtækinu og er mjög umdeildur. Sport 25.11.2005 19:37 Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16 « ‹ 310 311 312 313 314 315 316 317 318 … 334 ›
Berst ekki næsta hálfa árið Hnefaleikarinn Ricky Hatton mun ekki berjast næsta hálfa árið vegna ljótra skurða sem hann hlaut í bardaganum við Carlos Maussa um síðustu helgi. Hatton hafði mikla yfirburði í bardaganum en skarst mjög illa eftir að höfuð þeirra skullu saman og þurfi að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum eftir bardagann. Sport 29.11.2005 18:51
Doncaster-Aston Villa í beinni á Sýn Þrír leikir fara fram í deildarbikarkeppninni á Englandi í kvöld. Viðureign Doncaster og Aston Villa verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Annar áhugaverður leikur á dagskrá er viðureign Arsenal og Reading, en forvitnilegt verður að sjá hvernig toppliðinu í fyrstu deild gengur á Highbury. Að lokum eigast við Milwall og Birmingham. Sport 29.11.2005 18:11
Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00
Kristleifur tekur við Hetti Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04. Sport 29.11.2005 17:07
Beckham vill að númer sjö verði hengt upp Það verða sérstakar minningarathafnir um George Best á Old Trafford í vikunni, bæði á bikarleiknum annað kvöld og fyrir næsta deildarleik liðsins á laugardaginn. David Beckham er með sérstaka hugmynd um hvað gera skuli við númerið sem Best bar á treyju sinni forðum. Sport 29.11.2005 16:00
Orlando vann fjórða leikinn í röð Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn. Sport 29.11.2005 15:43
Í viðræðum við Warnock Stjórnarformaður Portsmouth er nú í viðræðum við forráðamenn Sheffield United um að fá að ræða formlega við Neil Warnock, stjóra liðsins, um að taka við liði Portsmouth. Warnock hefur náð frábærum árangri með United í 1. deildinni í vetur, en Portsmouth er að leita að eftirmanni Alain Perrin sem var rekinn á dögunum. Sport 28.11.2005 18:56
Sektaður fyrir ummæli í garð dómara David O´Leary hefur verið sektaður um 5000 pund fyrir að hafa notað dónalegt orð- og látbragð við Graham Poll dómara eftir að flautað var til leiksloka eftir sigur Aston Villa á grönnum sínum í Birmingham í síðasta mánuði. Sport 28.11.2005 18:34
Stórleikur Loga Gunnarssonar Logi Gunnarsson var heldur betur í stuði í gær þegar hann skoraði 29 stig fyrir lið sitt Bayeruth í þýsku 1. deildinni, þegar það lagði Lich á útivelli 87-81. Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig fyrir Napoli sem sigraði Siena í ítölsku A-deildinni í gær og er lið hans í öðru sæti í deildinni. Sport 28.11.2005 18:00
Stórleikur Kobe Bryant dugði skammt Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og þar bar hæst einvígi Los Angeles Lakers og New Jersey Nets, þar sem Kobe Bryant skoraði 38 stig í síðari hálfleik fyri Lakers og 46 stig alls, en það dugði ekki til sigurs eins og oft áður í vetur. Sport 28.11.2005 17:13
Ver bónusgreiðslur landsliðsmanna David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að bónusgreiðslur á hendur enska landsliðinu fyrir gott gengi á HM næsta sumar séu fullkomlega réttlætanlegar og séu jafnvel lægri en þær voru fyrir síðustu keppni. Sport 28.11.2005 16:44
Dómarar hafa mig undir smásjá Miðjumaðurinn harðskeytti Edgar Davids hjá Tottenham, segir að sér þyki dómarar í ensku úrvalsdeildinni vera full spjaldaglaðir við sig, en Davids hefur fengið sjö gul spjöld í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið í vetur. Sport 28.11.2005 16:07
Chelsea sektað vegna óláta stuðningsmanna Chelsea hefur verið gert að greiða 30.000 punda sekt vegna óláta stuðningsmanna liðsins á Stamford Bridge eftir bikarleik við West Ham síðastliðið haust, þar sem þáverandi leikmaður liðsins, Mateja Kezman, hlaut höfuðmeiðsl eftir að hlut var kastað í hann úr stúku West ham og lögregla lenti í átökum við stuðningsmenn Chelsea. Sport 28.11.2005 15:59
Verðskuldaður sigur Manchester United Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Sport 27.11.2005 19:19
Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54
Jafnt hjá Boro og West Brom Mark Nígeríumannsins Yakubu kom í veg fyrir að botnlið West Brom nældi sér í mikilvæg þrjú stig á Riverside í dag, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Middlesbrough. Mark Viduka kom Boro yfir með góðu skoti, en þeir Nathan Ellington og Kanu komu gestunum yfir. Jöfnunarmark Yakubu kom á 65. mínútu, en hann fór illa með færi sem hefði geta gert út um leikinn í lokin. Sport 27.11.2005 17:30
Fulham sigraði Bolton Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fulham vann góðan og verðskuldaðan sigur á Bolton 2-1, þar sem Brian McBride skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins en Sylvain Legwinski minnkaði muninn með sjálfsmarki. El Hadji Diuf fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins. Sport 27.11.2005 16:45
Þeir eru að reyna að flæma mig í burtu Vandræðagemsinn Laurent Robert hjá Portsmouth segir að verið sé að reyna að flæma sig í burtu frá liði Portsmouth og segir að hann fái allar skammirnar í kjölfar hörmulegs gengis liðsis. Sport 27.11.2005 14:31
Blóðugur sigur hjá Ricky Hatton Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er heimsmeistari hjá IBF og WBC samböndunum eftir öruggan en blóðugan sigur gegn Carlos Maussa í Sheffield í nótt. Þrátt fyrir að hljóta ljóta skurði við bæði augu mjög snemma í bardaganum, var sigur Hatton aldrei í hættu og hann vann á rothöggi í níundu lotu. Sport 27.11.2005 14:05
Verður líklega áfram hjá FH Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, býst fastlega við því að vera áfram hjá liðinu þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér erlendis að undanförnu. Davíð fór til Reading þar sem hann æfði með liðinu um stund en félagið hætti við að fá hann eftir að hafa fylgst með honum í ungmennalandsleik Íslands og Svíþjóðar. Sport 27.11.2005 10:19
Svekkjandi jafntefli Snorri Steinn Guðjónsson var ekki sáttur. "Það er engin spurning að við vorum betri aðilinn í þessum leik, við vorum samt sem áður ekki að spila jafn vel og í gær en við vissum að Norðmennirnir kæmu grimmir til leiks og við vorum í stökustu vandræðum með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Sport 27.11.2005 10:20
Undir smásjá Crystal Palace Vopnfirðingurinn Víglundur Páll Einarsson gæti verið á leiðinni til enska 1. deildarliðsins Crystal Palace, en hann var nýlega til reynslu hjá félaginu í tíu daga og verður skoðaður nánar af forráðamönnum félagsins í leik með liði sínu, Þór frá Akureyri. Sport 27.11.2005 10:19
Gerrard á skilið að vinna Rafael Benitez er ekki í vafa um hver eigi að vera leikmaður ársins í Evrópu. Sport 27.11.2005 10:20
Frestar atvinnumennskunni Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaðurinn sterki úr Val, frestaði för sinni í heim atvinnumennskunnar og lét skólann ganga fyrir. Bjarni Ólafur stundar nám við Kennaraháskóla Íslands og þar sem hann hafði misst mikið úr skólanum frestaði hann því að fara til reynslu hjá Midtjylland í Danmörku og Lyn í Noregi sem bæði vildu fá hann til sín. Sport 27.11.2005 10:19
Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham Heiðar Helguson er ákveðinn í því að bíða þolinmóður eftir tækifærinu í byrjunarliði Fulham. Sport 27.11.2005 10:19
Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09
Hart tekist á á Selfossi á morgun Það verður metþáttaka í Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi klukkan 14:00 á morgun, en þar mæta til leiks sannkallaðar stórstjörnur í bransanum, ungir sem og lengra komnir. Sport 25.11.2005 20:37
Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12
Seldi hlut sinn í Formula One Group Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone og þýski bankinn BayernLB hafa selt hlut sinn í Formula One Group til handa hóps sem kallar sig CVC Capital Partners, sem á fyrir vikið 75% í Formula One Group. Ecclestone mun þó áfram gegna forstjóra stöðu í fyrirtækinu og á enn nokkurn hlut í því, en hann hefur hagnast gríðarlega á umsvifum sínum í fyrirtækinu og er mjög umdeildur. Sport 25.11.2005 19:37
Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16