Íþróttir

Fréttamynd

Nágrannaslagur í Kaplakrika

Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar.

Sport
Fréttamynd

Man City 2-0 yfir gegn Man Utd

Manchester City er 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli sínum gegn grönnunum í Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Trevor Sinclair skoraði fyrra markið á 32. mínútu en Darius Vassel hið síðara á 39. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Evra í byrjunarliði Man Utd

Franski varnarmaðurinn Patrice Evra er í byrjunarliði Manchester United sem nú mætir nágrönnum sínum í Man City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn hófst í hádeginu. Trevor Sinclair skoraði fyrir heimamenn á 32. mínútu og er staðan 1-0 fyrir Man City.

Sport
Fréttamynd

Indiana - Washington í beinni

Leikur Indiana Pacers og Washington Wizards verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst klukkan tólf á miðnætti. Indiana hefur unnið 19 leiki og tapað 14, en Washington hefur unnið 14 og tapað 19. Bæði lið unnu stórsigra í síðasta leik sínum, Indiana valtaði yfir Milwaukee 112-88 og Washington sigraði Atlanta 103-72.

Sport
Fréttamynd

Ísland valtaði yfir Katar

Íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir Katar 41-20 í fyrsta leik sínum á Umbro Cup mótinu sem fram fer í Noregi um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í leiknum, sem eins og lokatölurnar gefa til kynna, var aldrei mjög spennandi.

Sport
Fréttamynd

Defoe orðaður við Liverpool

Breska slúðurpressan gerir því nú skóna að Rafael Benitez, stjóri Liverpool, muni gera Tottenham kauptilboð í enska landsliðsframherjann Jermain Defoe í sumar. Benitez er þó ekki sagður muni bjóða hátt í framherjann, því honum þykir verðmiðinn á enskum leikmönnum vera út í hött.

Sport
Fréttamynd

Arsenal kaupir Adebayor

Arsenal hefur fest kaup á framherjanum Emmanuel Adebayor frá Mónakó í Frakklandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, greindi frá því seinnipartinn í dag að félagið væri á höttunum eftir hinum 21 árs gamla landsliðsmanni Afríkuríkisins Tógó, en hlutirnir gengu hratt fyrir sig nú undir kvöldið og nú hafa félögin komist að samkomulagi um söluna.

Sport
Fréttamynd

Óvíst með bardaga Hopkins og Jones

Draumabardagi þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones Jr gæti nú verið í hættu, því illa gengur að semja um peningahliðina á bardaganum, sem fyrirhugaður var þann 11. mars næstkomandi. Báðir hnefaleikarar mega að vísu muna fífil sinn fegurri, en þó var talið víst að húsfyllir yrði þegar þessir fyrrum kóngar í sínum þyngdarflokki mættust aftur í hringnum.

Sport
Fréttamynd

Rooney bestur í desember

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rooney skoraði fimm mörk í sjö leikjum í desember og hefur því alls skorað tíu mörk í deildinni. Þetta er í annað sinn sem hinn tvítugi leikmaður hlýtur þennan heiður, en hann var áður kjörinn leikmaður mánaðarins í febrúar í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Benitez stjóri mánaðarins

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, annan mánuðinn í röð. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu í deildinni og vann meðal annars tíu leiki í röð.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhuga á Adebayor

Arsene Wenger hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá sóknarmanninn Emmanuel Adebayor hjá Mónakó í raðir Arsenal og segir að tíðinda gæti verið að vænta strax í kvöld. Wenger líkir Tógómanninum við Nwankwo Kanu og segir hann hafa allt til að bera til að geta hjálpað liði sínu, því hann sé fljótur og sterkur í loftinu.

Sport
Fréttamynd

Keppir í fyrsta sinn við útlending

Vonarstjarna breskra hnefaleika, hinn 19 ára gamli Amir Khan, keppir í fyrsta skipti við útlendan andstæðing á atvinnumannsferli sínum í Nottingham þann 28. janúar nk. Hann mun keppa við hinn 21 árs gamla Vitali Marynov, en Englendingar vonast til að Khan verði orðinn stórstjarna í hnefaleikaheiminum á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Barn varð fyrir bíl og lét lífið

Franski ökuþórinn Luc Alphand náði forystu í París Dakar rallinu eftir 13. leiðina í dag, en það féll í skuggan af hræðilegum atburði þegar ungur drengur hljóp í veg fyrir einn keppnisbílanna og lét lífið. Carlos Sainz er í öru sæti í keppninni og Ginel De Villiers er í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Ráðning Staunton formlega gengin í gegn

Fyrrum landsliðsmaðurinn Steve Staunton hefur nú formlega verið ráðinn landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu og segist sjálfur vera hreykinn og ánægður að taka við starfinu. Staunton spilaði sjálfur yfir 100 landsleiki fyrir Íra á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Hætt við að skipta á Artest og Maggette

Orðrómurinn sem hefur verið á kreiki síðustu daga um að Indiana Pacers og LA Clippers hafi ætlað að skiptast á leikmönnum var staðfestur í nótt, þegar í ljós kom að Indiana bakkaði út úr því að fá hinn meidda Corey Maggette í skiptum fyrir vandræðagemlinginn Ron Artest.

Sport
Fréttamynd

Vísar fréttum um Walcott á bug

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vísar því harðlega á bug að Arsenal sé búði að landa undrabarninu Theo Walcott hjá Southampton fyrir fé sem sagt er vera á bilinu 10-15 milljónir punda. "Ég hef vissulega áhuga á leikmanninum, en það liggja engir samningar fyrir," sagði Wenger. Forráðamenn Southampton koma líka af fjöllum þegar þeir eru spurðir út í viðskiptin sem sagt var frá í morgun.

Sport
Fréttamynd

Búinn að fá nóg

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek segist vera búinn að fá nóg af því að verma tréverkið hjá Liverpool og segist ætla að gera hvað sem er til að losna þaðan í burtu hið snarasta. "Minn tími er kominn hjá Liverpool og ekkert fær því breytt. Félagið vill fá svimandi háa upphæð fyrir mig og gerir mér því ómögulegt að fara héðan. Ég hef fengið nóg," sagði Dudek og er æfur út í knattspyrnustjóra sinn.

Sport
Fréttamynd

Matt Jansen kominn til Bolton

Framherjinn Matt Jansen hefur nú gengið í raðir Bolton í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann var leystur undan samningi sínum hjá Blackburn á dögunum. Jansen var eitt sinn einhver efnilegasti framherji á Englandi, en lenti í slysi fyrir nokkrum árum og hefur aldrei verið samur síðan. Sam Allardyce, stjóri Bolton, hefur þó mikla trú á honum og hefur samið við hann út tímabilið.

Sport
Fréttamynd

Arsenal kaupir Diaby

Arsenal hefur nú gengið frá kaupunum á hinum 19 ára gamla miðjumanni Vasiriki Abou Diabi frá Auxerre og talið er að kaupverðið sé um 2 milljónir punda. Leikmaðurinn hafði einnig verið í viðræðum við Chelsea, en ákvað að ganga til liðs við Arsenal eftir viðræður við Arsene Wenger, sem hann sagði hafa komið betur fyrir en Jose Mourinho, stjóri Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid mætir Betis

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit spænska bikarsins í knattspyrnu, en leikirnir verða spilaðir 18. og 25. janúar. Real Betis mætir Real Madrid, Cadiz mætir Espanyol, Deportivo mætir Valencia og Barcelona mætir annað hvort Zaragoza eða Atletico Madrid,

Sport
Fréttamynd

Detroit vann auðveldan sigur á meisturunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu annan sannfærandi sigurinn í röð á meisturum San Antonio, nú á útivelli 83-68. Detroit hefur því unnið báða leiki liðanna í vetur og hélt San Antonio í lægsta stigaskori sínu til þessa á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Kemst líklega ekki í gegnum niðurskurðinn

Möguleikar Michelle Wie á að verða fyrsta konan í 61 ár til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröð karla eru nánast engir eftir að hún lék fyrsta hringinn á Sony-mótinu á níu höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid burstaði Atletico Bilbao

Einn leikur fór fram í spænska bikarnum í kvöld. Real Madrid bar sigurorð af Atletico Bilbao 4-0. Brasilíska undrabarnið Robinho skoraði tvö mörk fyrir Real í leiknum og þeir Ramos og Soldado sitt markið hvor. Þá endaði báðum leikjum kvöldsins í ítalska bikarnum með markalausu jafntefli, en það voru viðureignir Cittadella og Lazio annarsvegar og leikur Inter og Parma hinsvegar.

Sport
Fréttamynd

Lakers - Cleveland í beinni

Þrír stórleikir verða á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland, en þar mætast tveir af stigahæstu leikmönnum deildarinnar, Kobe Bryant og LeBron James. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur í nótt.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar upp að hlið granna sinna

Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistaramótið að sigla í strand

Rallkappinn Markko Martin segir að heimsmeistaramótið í ralli stefni í strand og segir að ef alþjóða bifreiðasambandið taki ekki hressilega í taumana strax, muni mótið deyja drottni sínum fljótlega. Martin hefur ekkert ekið síðan hann missti aðstoðarökumann sinn Michael Park í Wales í fyrra eftir að þeir félagar óku bíl sínum á tré.

Sport
Fréttamynd

Fer Ron Artest til Los Angeles?

Al Harrington, leikmaður Atlanta Hawks og fyrrum leikmaður Indiana Pacers, sagði í samtali við Indanapolis Star að hann hefði heimildir fyrir því að Indiana og Los Angeles Clippers væru að komast að samkomulagi um að skipta á Artest og Corey Maggette á allra næstu dögum.

Sport