Íþróttir Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52 Vill fara til Englands í sumar Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá frönsku meisturunum Lyon hefur gefið það út að hann vilji helst spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári og þessi skilaboð koma eflaust til með að vekja áhuga Manchester United og Chelsea, sem vitað er að hafa augastað á Malímanninum sterka. Sport 18.1.2006 21:40 United yfir gegn Burton Manchester United hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn utandeildarliðinu Burton í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það voru Saha og Rossi sem skoruðu mörk United, sem hefur nokkra yfirburði gegn baráttuglöðum mótherjum sínum. Staðan í leik Everton og Millwall er 0-0. Sport 18.1.2006 20:58 Ehiogu verður um kyrrt Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu mun ekki ganga til liðs við West Brom eins og til stóð, eftir að ekki náðust samningar milli hans og forráðamanna West Brom. Mál þetta er búið að vera hið flóknasta, en eftir að Gareth Southgate hjá Middlesbrough meiddist, ákvað félagið að selja hann ekki og því runnu samningar út í sandinn. Sport 18.1.2006 19:55 Bardaga Castillo og Corrales frestað Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:01 Manchester United - Burton í beinni Leikur Manchester United og utandeildarliðsins Burton verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum. Þá eigast Everton og Millwall við öðru sinni í kvöld á sama tíma. Sport 18.1.2006 18:26 Hefur áhyggjur af Manchester United Fyrrum knattspyrnugoðið Eric Cantona liggur aldrei á skoðunum sínum þegar kemur að knattspyrnu og nú hefur hann gefið það út að Manchester United spili ekki nógu áferðarfallega knattspyrnu og segist óttast að félagið missi sjónar af gömlum og góðum gildum sínum. Sport 18.1.2006 17:19 Ahn mætti ekki til liðsins Suður-Kóreumaðurinn Ahn Jung-Hwan mun ekki fara til reynslu til úrvalsdeildarliðs Blackburn eftir að hann mætti ekki til liðsins eins og til stóð. Umboðsmaður Ahn segir að hann hafi ekki viljað fara til Englands nema vera lofað samningi, en það gátu forráðamenn Blackburn ekki lofað honum nema hafa hann til reynslu fyrst. Ekkert verður því af því að hann fari til Englands eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:33 Gengur illa að landa Samaras Nú virðist sem kaup Manchester City á gríska framherjanum Georgios Samaras frá hollenska liðinu Heerenveen séu í hættu, því stjórnarformaður hollenska liðsins er ekki sagður hafa neinn áhuga á að selja leikmanninn og vill halda honum hjá félaginu út leiktíðina eða jafnvel lengur. Sport 18.1.2006 17:12 Hatton ætlar að berjast við þá stóru Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú gefið út hverjir óskamótherjar hans séu fyrir árið 2006, en hann ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunum á árinu eftir að hafa mestmegnis barist við landa sína fram að þessu. Sport 18.1.2006 16:51 Í viðræðum við Celtic Skoski landsliðsframherjinn Kenny Miller er nú sagður í viðræðum við Glasgow Celtic í heimalandi sínu, en hann hefur neitað að framlengja samning sinn við enska 1. deildarliðið Wolves þar sem hann hefur leikið síðan árið 2001. Miller er 26 ára gamall og lék áður með Hibernian og Rangers í Skotlandi. Sport 18.1.2006 16:47 Leikmaður Vicenza missti handlegg Julio Gonzalez, leikmaður Vicenza á Ítalíu, þurfti að láta taka af sér annan handlegginn á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fjórum vikum. Gonzalez var landsliðsmaður Paragvæ og spilaði stöðu framherja. Sport 18.1.2006 16:39 Búast við mestu innkomu í heimi Forráðamenn Arsenal segja að liðið gæti fengið mestu innkomu allra liða í heimi þegar liðið verður komið á nýja Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð, en hann mun taka 60.000 manns í sæti og bjóða upp á glæsilega aðstöðu sem gerir það að verkum að peningarnir munu streyma hratt í kassann að þeirra mati. Sport 18.1.2006 15:27 Skorar á Walcott að koma til Arsenal Franski framherjinn Thierry Henry lætur ekki sitt eftir liggja í að reyna að hjálpa forráðamönnum Arsenal að lokka unglinginn Theo Walcott til félagsins frá Southampton. Talið er að slagurinn um framherjann unga standi á milli Arsenal, Tottenham, Chelsea, Liverpool og Manchester United. Sport 18.1.2006 15:16 Vill ekki fara frá Manchester United Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre þvertekur fyrir orðróm sem verið hefur á kreiki um að hann sé á förum frá enska liðinu Manchester United. Silvestre hefur verið orðaður við frönsku meistarana Lyon undanfarið og menn höfðu leitt líkum að því að hann þyrfti að víkja fyrir nýjum leikmönnum sem komið hafa á Old Trafford í janúar. Sport 18.1.2006 15:07 Ísland á svipuðum slóðum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Sport 18.1.2006 14:51 Andretti í fótspor feðranna Marco Andretti, barnabarn goðsagnarinnar Mario Andretti fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1, verður á meðal keppenda í Indianapolis 500 kappakstrinum í ár. Marco er aðeins 18 ára gamall, en þykir mikið efni og hefur nú staðist próf til að fá að vera með í keppninni í maí. Sport 18.1.2006 14:41 Auðveldur sigur hjá Williams Serena Williams átti ekki í erfiðleikum með frönsku tenniskonuna Camille Pin í annari umferð opna ástralska meistaramótsins, eftir að hafa lent í vandræðum með lítt þekktan andstæðing sinn í þeirri fyrstu. Williams sigraði 6-3 og 6-1. "Þetta er nú aldrei eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, en ég vann í nokkrum atriðum sem voru í ólagi hjá mér og eftir það var þetta allt annað líf," sagði Williams. Sport 18.1.2006 14:31 Bobby Zamora skrifar undir nýjan samning Framherjinn Bobby Zamora hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við félagið. Zamora er 25 ára gamall og hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í vetur, þrátt fyrir að hafa aðeins átta sinnum verið í byrjunarliðinu. Hann er alinn upp hjá West Ham, en hefur átt stutt stopp hjá Brighton og Tottenham. Sport 18.1.2006 14:26 Þeir ættu að reka Eriksson Stjórnarformaður úrvalsdeildarliðs Wigan, segir að enska knattspyrnusambandið ætti að reka Sven Göran Eriksson í kjölfar nýjasta hneykslisins tengt honum í bresku pressunni og segir að Paul Jewell og Stuart Pearce væru heppilegir eftirmenn hans. Sport 18.1.2006 14:06 Stórleikur Kirilenko of mikið fyrir Toronto Utah Jazz vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt 111-98, þar sem Andrei Kirilenko náði fyrstu þreföldu tvennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 18 stig, hirti 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann varði auk þess 4 skot og stal 3 boltum í leiknum. Sport 18.1.2006 13:47 Missir af leiknum við Manchester United Luis Garcia, sóknarmaður Liverpool, verður ekki með um helgina þegar Liverpool mætir Manchester Unitedí ensku deildinni. Á hann við hnémeisli að stríða sem hafa haldið honum fyrir utan liðið í tveimur seinustu leikjum. Sport 18.1.2006 10:06 Alls ekki á förum til Englands Franski landsliðsmaðurinn Nicolas Anelka, segist ekki vera á förum til enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Að eigin sögn er hann ánægður í Tyrklandi og vill halda áfram með liði sínu, Fenerbache. Sport 18.1.2006 09:53 Utah - Toronto í beinni Það verður áhugaverður leikur á dagskrá á NBA TV á Digital Ísland í nótt, en þar verða á ferðinni lið Utah Jazz og Toronto Raptors. Bæði þessi lið hafa komið mikið á óvart að undanförnu og verið á góðu skriði eftir dapra byrjun í haust. Leikurinn byrjar klukkan 2 í nótt. Sport 17.1.2006 22:51 Wigan marði Leeds Úrvalsdeildarlið Wigan marði sigur á 1. deildarliði Leeds í enska bikarnum í æsilegum leik á Sýn í kvöld, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og vítakeppni. Gylfi Einarsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins í liði Leeds, en staðan var jöfn 3-3 eftir framlengingu og þar vann Wigan 4-2. Sport 17.1.2006 22:37 Annar sigur Hattar Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti. Sport 17.1.2006 22:33 Stórsigur Hauka á FH Haukastúlkur höfðu betur gegn grönnum sínum í FH í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld 36-21. Þá unnu Eyjastúlkur auðveldan sigur á HK á útivelli 29-19. Sport 17.1.2006 22:15 Jafnt í hálfleik hjá Leeds og Wigan Nú er kominn hálfleikur í fimm af sjö leikjum sem eru á dagskrá í kvöld í enska bikarnum. Staðan í leik Leeds og Wigan er jöfn 1-1, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Utandeildarliðið Tamworth er yfir 1-0 gegn Stoke City og jafnt er hjá Birmingham og Torquay United. Sport 17.1.2006 20:37 Pattstaða í máli Euell Alan Curbishley, stjóri Charlton, segir að kaup Birmingham á framherjanum Jason Euell séu í hættu og segir að Birmingham virðist vera hikandi í leikmannamálum þessa dagana. Sport 17.1.2006 17:56 Leeds - Wigan í beinni á Sýn Leikur Leeds og Wigan í enska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:30. Þá verða Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í eldlínunni í kvöld þegar Reading tekur á móti WBA. Sport 17.1.2006 16:05 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52
Vill fara til Englands í sumar Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá frönsku meisturunum Lyon hefur gefið það út að hann vilji helst spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári og þessi skilaboð koma eflaust til með að vekja áhuga Manchester United og Chelsea, sem vitað er að hafa augastað á Malímanninum sterka. Sport 18.1.2006 21:40
United yfir gegn Burton Manchester United hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn utandeildarliðinu Burton í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það voru Saha og Rossi sem skoruðu mörk United, sem hefur nokkra yfirburði gegn baráttuglöðum mótherjum sínum. Staðan í leik Everton og Millwall er 0-0. Sport 18.1.2006 20:58
Ehiogu verður um kyrrt Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu mun ekki ganga til liðs við West Brom eins og til stóð, eftir að ekki náðust samningar milli hans og forráðamanna West Brom. Mál þetta er búið að vera hið flóknasta, en eftir að Gareth Southgate hjá Middlesbrough meiddist, ákvað félagið að selja hann ekki og því runnu samningar út í sandinn. Sport 18.1.2006 19:55
Bardaga Castillo og Corrales frestað Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:01
Manchester United - Burton í beinni Leikur Manchester United og utandeildarliðsins Burton verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum. Þá eigast Everton og Millwall við öðru sinni í kvöld á sama tíma. Sport 18.1.2006 18:26
Hefur áhyggjur af Manchester United Fyrrum knattspyrnugoðið Eric Cantona liggur aldrei á skoðunum sínum þegar kemur að knattspyrnu og nú hefur hann gefið það út að Manchester United spili ekki nógu áferðarfallega knattspyrnu og segist óttast að félagið missi sjónar af gömlum og góðum gildum sínum. Sport 18.1.2006 17:19
Ahn mætti ekki til liðsins Suður-Kóreumaðurinn Ahn Jung-Hwan mun ekki fara til reynslu til úrvalsdeildarliðs Blackburn eftir að hann mætti ekki til liðsins eins og til stóð. Umboðsmaður Ahn segir að hann hafi ekki viljað fara til Englands nema vera lofað samningi, en það gátu forráðamenn Blackburn ekki lofað honum nema hafa hann til reynslu fyrst. Ekkert verður því af því að hann fari til Englands eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:33
Gengur illa að landa Samaras Nú virðist sem kaup Manchester City á gríska framherjanum Georgios Samaras frá hollenska liðinu Heerenveen séu í hættu, því stjórnarformaður hollenska liðsins er ekki sagður hafa neinn áhuga á að selja leikmanninn og vill halda honum hjá félaginu út leiktíðina eða jafnvel lengur. Sport 18.1.2006 17:12
Hatton ætlar að berjast við þá stóru Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú gefið út hverjir óskamótherjar hans séu fyrir árið 2006, en hann ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunum á árinu eftir að hafa mestmegnis barist við landa sína fram að þessu. Sport 18.1.2006 16:51
Í viðræðum við Celtic Skoski landsliðsframherjinn Kenny Miller er nú sagður í viðræðum við Glasgow Celtic í heimalandi sínu, en hann hefur neitað að framlengja samning sinn við enska 1. deildarliðið Wolves þar sem hann hefur leikið síðan árið 2001. Miller er 26 ára gamall og lék áður með Hibernian og Rangers í Skotlandi. Sport 18.1.2006 16:47
Leikmaður Vicenza missti handlegg Julio Gonzalez, leikmaður Vicenza á Ítalíu, þurfti að láta taka af sér annan handlegginn á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fjórum vikum. Gonzalez var landsliðsmaður Paragvæ og spilaði stöðu framherja. Sport 18.1.2006 16:39
Búast við mestu innkomu í heimi Forráðamenn Arsenal segja að liðið gæti fengið mestu innkomu allra liða í heimi þegar liðið verður komið á nýja Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð, en hann mun taka 60.000 manns í sæti og bjóða upp á glæsilega aðstöðu sem gerir það að verkum að peningarnir munu streyma hratt í kassann að þeirra mati. Sport 18.1.2006 15:27
Skorar á Walcott að koma til Arsenal Franski framherjinn Thierry Henry lætur ekki sitt eftir liggja í að reyna að hjálpa forráðamönnum Arsenal að lokka unglinginn Theo Walcott til félagsins frá Southampton. Talið er að slagurinn um framherjann unga standi á milli Arsenal, Tottenham, Chelsea, Liverpool og Manchester United. Sport 18.1.2006 15:16
Vill ekki fara frá Manchester United Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre þvertekur fyrir orðróm sem verið hefur á kreiki um að hann sé á förum frá enska liðinu Manchester United. Silvestre hefur verið orðaður við frönsku meistarana Lyon undanfarið og menn höfðu leitt líkum að því að hann þyrfti að víkja fyrir nýjum leikmönnum sem komið hafa á Old Trafford í janúar. Sport 18.1.2006 15:07
Ísland á svipuðum slóðum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Sport 18.1.2006 14:51
Andretti í fótspor feðranna Marco Andretti, barnabarn goðsagnarinnar Mario Andretti fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1, verður á meðal keppenda í Indianapolis 500 kappakstrinum í ár. Marco er aðeins 18 ára gamall, en þykir mikið efni og hefur nú staðist próf til að fá að vera með í keppninni í maí. Sport 18.1.2006 14:41
Auðveldur sigur hjá Williams Serena Williams átti ekki í erfiðleikum með frönsku tenniskonuna Camille Pin í annari umferð opna ástralska meistaramótsins, eftir að hafa lent í vandræðum með lítt þekktan andstæðing sinn í þeirri fyrstu. Williams sigraði 6-3 og 6-1. "Þetta er nú aldrei eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, en ég vann í nokkrum atriðum sem voru í ólagi hjá mér og eftir það var þetta allt annað líf," sagði Williams. Sport 18.1.2006 14:31
Bobby Zamora skrifar undir nýjan samning Framherjinn Bobby Zamora hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við félagið. Zamora er 25 ára gamall og hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í vetur, þrátt fyrir að hafa aðeins átta sinnum verið í byrjunarliðinu. Hann er alinn upp hjá West Ham, en hefur átt stutt stopp hjá Brighton og Tottenham. Sport 18.1.2006 14:26
Þeir ættu að reka Eriksson Stjórnarformaður úrvalsdeildarliðs Wigan, segir að enska knattspyrnusambandið ætti að reka Sven Göran Eriksson í kjölfar nýjasta hneykslisins tengt honum í bresku pressunni og segir að Paul Jewell og Stuart Pearce væru heppilegir eftirmenn hans. Sport 18.1.2006 14:06
Stórleikur Kirilenko of mikið fyrir Toronto Utah Jazz vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt 111-98, þar sem Andrei Kirilenko náði fyrstu þreföldu tvennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 18 stig, hirti 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann varði auk þess 4 skot og stal 3 boltum í leiknum. Sport 18.1.2006 13:47
Missir af leiknum við Manchester United Luis Garcia, sóknarmaður Liverpool, verður ekki með um helgina þegar Liverpool mætir Manchester Unitedí ensku deildinni. Á hann við hnémeisli að stríða sem hafa haldið honum fyrir utan liðið í tveimur seinustu leikjum. Sport 18.1.2006 10:06
Alls ekki á förum til Englands Franski landsliðsmaðurinn Nicolas Anelka, segist ekki vera á förum til enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Að eigin sögn er hann ánægður í Tyrklandi og vill halda áfram með liði sínu, Fenerbache. Sport 18.1.2006 09:53
Utah - Toronto í beinni Það verður áhugaverður leikur á dagskrá á NBA TV á Digital Ísland í nótt, en þar verða á ferðinni lið Utah Jazz og Toronto Raptors. Bæði þessi lið hafa komið mikið á óvart að undanförnu og verið á góðu skriði eftir dapra byrjun í haust. Leikurinn byrjar klukkan 2 í nótt. Sport 17.1.2006 22:51
Wigan marði Leeds Úrvalsdeildarlið Wigan marði sigur á 1. deildarliði Leeds í enska bikarnum í æsilegum leik á Sýn í kvöld, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og vítakeppni. Gylfi Einarsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins í liði Leeds, en staðan var jöfn 3-3 eftir framlengingu og þar vann Wigan 4-2. Sport 17.1.2006 22:37
Annar sigur Hattar Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti. Sport 17.1.2006 22:33
Stórsigur Hauka á FH Haukastúlkur höfðu betur gegn grönnum sínum í FH í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld 36-21. Þá unnu Eyjastúlkur auðveldan sigur á HK á útivelli 29-19. Sport 17.1.2006 22:15
Jafnt í hálfleik hjá Leeds og Wigan Nú er kominn hálfleikur í fimm af sjö leikjum sem eru á dagskrá í kvöld í enska bikarnum. Staðan í leik Leeds og Wigan er jöfn 1-1, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Utandeildarliðið Tamworth er yfir 1-0 gegn Stoke City og jafnt er hjá Birmingham og Torquay United. Sport 17.1.2006 20:37
Pattstaða í máli Euell Alan Curbishley, stjóri Charlton, segir að kaup Birmingham á framherjanum Jason Euell séu í hættu og segir að Birmingham virðist vera hikandi í leikmannamálum þessa dagana. Sport 17.1.2006 17:56
Leeds - Wigan í beinni á Sýn Leikur Leeds og Wigan í enska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:30. Þá verða Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í eldlínunni í kvöld þegar Reading tekur á móti WBA. Sport 17.1.2006 16:05