Íþróttir ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22 Arnar lék allan leikinn í sigri Twente Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Twente sem vann 3-0 sigur á Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum náði Twente að forða sér fjær fallsvæðinu í deildinni en liðið er nú í 13. sæti af 18 liðum með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti. Sport 5.2.2006 18:57 ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27 Chelsea lagði Liverpool Chelsea hefur nú gjörsamlega stungið af í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Englandsmeistararnir unnu Liverpool, 2-0 á Stamford Bridge nú síðdegis. William Gallas (35. mín) og Hernan Crespo (68. mín) skoruðu mörk Chelsea sem er nú með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar. Sport 5.2.2006 18:09 Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01 23 ára nýliði með forystu 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, hefur forystu á PGA mótinu í golfi í Scottsdale í Arizona. 168 þúsund áhorfendur mættu á TPC-völlinn til þess að fylgjast með keppninni í gær og hafa aldrei verið fleiri á þessu móti. Sport 5.2.2006 13:46 Frakkar Evrópumeistarar Frakkar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Spánverja með 8 marka mun í úrslitaleik mótsins í Zürich í Sviss, 31-23. Nikola Karabatic varð markahæstur Frakka með 11 mörk í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 13-17 fyrir Frakka. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hampa þessum titli. Sport 5.2.2006 17:56 Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16 Eiður á bekknum - Fowler ekki í hópi Liverpool Robbie Fowler er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú kl. 16. Þá er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Chelsea en Michael Essien tekur hans stöðu á miðjunni. Vakin er athygli á því að hægt er að fylgjast beint með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu Vísis hér hægra megin á íþróttasíðunni. Sport 5.2.2006 15:40 Tottenham lagði Charlton Tottenham lagði Charlton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis og er nú komið í 44 stig í 4. sæti deildairnnar. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í vörn Charlton og fékk að líta gula spjaldið á 34. mínútu fyrir að brjóta á Robbie Keane sóknarmanni Tottenham. Sport 5.2.2006 15:23 Matt Holland hættur með landsliðinu Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni. Sport 5.2.2006 15:05 Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. Sport 5.2.2006 13:52 Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. Sport 5.2.2006 13:54 Danir unnu bronsið á EM Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum. Sport 5.2.2006 14:06 24 vítaspyrnur útkljáðu leikinn 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar lið Fílabeinsstrandarinnar sigraði Kamerún eftir maraþon vítaspyrnukeppni. Sport 5.2.2006 13:30 St. Etienne mistókst að tylla sér í 4. sætið Í franska fóboltanum gerðu Paris St. Germain og St. Etienne jafntefli í gærkvöldi. Paris St. Germain átti möguleika á því að ná 4. sætinu í deildinni með sigri. Sport 5.2.2006 13:20 Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; Sport 5.2.2006 13:17 Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar. Sport 5.2.2006 13:10 Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Sport 5.2.2006 12:52 Ekki hafa fyrir því að afsaka Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham er æfur af reiði og lætur Martin Atkinson dómara fá það óþvegið í breskum fjölmiðlum eftir 4-2 tap sinna manna gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham þegar hann minnkaði muninn í 3-2 en það sem gerðist eftir það fór svo fyrir brjóstið á Coleman að hann var rekinn úr gryfjunni með rauða spjaldið upp í stúku. Sport 5.2.2006 12:42 Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu. Sport 5.2.2006 11:48 Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05 Grétar skoraði eina mark Alkmaar Siglfirski Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse Arnhem í gærkvöldi. Mark Grétars kom liði hans yfir á 13. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en gestirnir jöfnuðu á 40. mínútu. Sport 5.2.2006 11:21 Sol Campbell kominn í leitirnar Sol Campbell, varnarmaður Arsenal er væntanlegur aftur á æfingu með liðinu á mánudaginn en ekkert hefur spurst til hans síðan hann yfirgaf heimavöll sinn í hálfleik þegar Arsenal tapaði fyrir West Ham í deildinni sl. miðvikudag. Sport 4.2.2006 18:30 Heiðar skoraði í tapleik gegn Man Utd Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham sem tapaði fyrir Man Utd, 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Heiðar var í byrjunarliði Fulham og lék allan leikinn. Mark Heiðars kom með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Bridge, lánsmanni frá Chelsea. Með markinu minnkaði Heiðar muninn í 3-2. Sport 4.2.2006 19:08 Ívar, Brynjar, Hannes og Jóhannes léku Reading hefur 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur á Crewe í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum og lék síðustu 2 mínúturnar. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson lokamínutuna. Sport 4.2.2006 19:04 Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47 Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56 Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum. Sport 4.2.2006 17:33 Útisigur hjá Arsenal Newcastle lagði Portsmouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Graeme Souness var rekinn í vikunni. Arsenal lagði Birmingham á útivelli, 0-2 þar sem Thierry Henry skoraði 200. mark sitt fyrir félagið. Sport 4.2.2006 17:29 « ‹ 269 270 271 272 273 274 275 276 277 … 334 ›
ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22
Arnar lék allan leikinn í sigri Twente Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Twente sem vann 3-0 sigur á Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum náði Twente að forða sér fjær fallsvæðinu í deildinni en liðið er nú í 13. sæti af 18 liðum með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti. Sport 5.2.2006 18:57
ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27
Chelsea lagði Liverpool Chelsea hefur nú gjörsamlega stungið af í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Englandsmeistararnir unnu Liverpool, 2-0 á Stamford Bridge nú síðdegis. William Gallas (35. mín) og Hernan Crespo (68. mín) skoruðu mörk Chelsea sem er nú með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar. Sport 5.2.2006 18:09
Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01
23 ára nýliði með forystu 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, hefur forystu á PGA mótinu í golfi í Scottsdale í Arizona. 168 þúsund áhorfendur mættu á TPC-völlinn til þess að fylgjast með keppninni í gær og hafa aldrei verið fleiri á þessu móti. Sport 5.2.2006 13:46
Frakkar Evrópumeistarar Frakkar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Spánverja með 8 marka mun í úrslitaleik mótsins í Zürich í Sviss, 31-23. Nikola Karabatic varð markahæstur Frakka með 11 mörk í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 13-17 fyrir Frakka. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hampa þessum titli. Sport 5.2.2006 17:56
Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16
Eiður á bekknum - Fowler ekki í hópi Liverpool Robbie Fowler er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú kl. 16. Þá er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Chelsea en Michael Essien tekur hans stöðu á miðjunni. Vakin er athygli á því að hægt er að fylgjast beint með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu Vísis hér hægra megin á íþróttasíðunni. Sport 5.2.2006 15:40
Tottenham lagði Charlton Tottenham lagði Charlton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis og er nú komið í 44 stig í 4. sæti deildairnnar. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í vörn Charlton og fékk að líta gula spjaldið á 34. mínútu fyrir að brjóta á Robbie Keane sóknarmanni Tottenham. Sport 5.2.2006 15:23
Matt Holland hættur með landsliðinu Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni. Sport 5.2.2006 15:05
Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. Sport 5.2.2006 13:52
Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. Sport 5.2.2006 13:54
Danir unnu bronsið á EM Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum. Sport 5.2.2006 14:06
24 vítaspyrnur útkljáðu leikinn 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar lið Fílabeinsstrandarinnar sigraði Kamerún eftir maraþon vítaspyrnukeppni. Sport 5.2.2006 13:30
St. Etienne mistókst að tylla sér í 4. sætið Í franska fóboltanum gerðu Paris St. Germain og St. Etienne jafntefli í gærkvöldi. Paris St. Germain átti möguleika á því að ná 4. sætinu í deildinni með sigri. Sport 5.2.2006 13:20
Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; Sport 5.2.2006 13:17
Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar. Sport 5.2.2006 13:10
Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Sport 5.2.2006 12:52
Ekki hafa fyrir því að afsaka Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham er æfur af reiði og lætur Martin Atkinson dómara fá það óþvegið í breskum fjölmiðlum eftir 4-2 tap sinna manna gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham þegar hann minnkaði muninn í 3-2 en það sem gerðist eftir það fór svo fyrir brjóstið á Coleman að hann var rekinn úr gryfjunni með rauða spjaldið upp í stúku. Sport 5.2.2006 12:42
Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu. Sport 5.2.2006 11:48
Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05
Grétar skoraði eina mark Alkmaar Siglfirski Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse Arnhem í gærkvöldi. Mark Grétars kom liði hans yfir á 13. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en gestirnir jöfnuðu á 40. mínútu. Sport 5.2.2006 11:21
Sol Campbell kominn í leitirnar Sol Campbell, varnarmaður Arsenal er væntanlegur aftur á æfingu með liðinu á mánudaginn en ekkert hefur spurst til hans síðan hann yfirgaf heimavöll sinn í hálfleik þegar Arsenal tapaði fyrir West Ham í deildinni sl. miðvikudag. Sport 4.2.2006 18:30
Heiðar skoraði í tapleik gegn Man Utd Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham sem tapaði fyrir Man Utd, 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Heiðar var í byrjunarliði Fulham og lék allan leikinn. Mark Heiðars kom með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Bridge, lánsmanni frá Chelsea. Með markinu minnkaði Heiðar muninn í 3-2. Sport 4.2.2006 19:08
Ívar, Brynjar, Hannes og Jóhannes léku Reading hefur 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur á Crewe í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum og lék síðustu 2 mínúturnar. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson lokamínutuna. Sport 4.2.2006 19:04
Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47
Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56
Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum. Sport 4.2.2006 17:33
Útisigur hjá Arsenal Newcastle lagði Portsmouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Graeme Souness var rekinn í vikunni. Arsenal lagði Birmingham á útivelli, 0-2 þar sem Thierry Henry skoraði 200. mark sitt fyrir félagið. Sport 4.2.2006 17:29