Íþróttir Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19 Mauresmo sigraði í París Tennisleikarinn Amelie Mauresmo sigraði á Parísarmótinu í tennis sem lauk í dag þegar hún lagði Mary Pierce auðveldlega 6-1 og 7-6 í úrslitaleik í dag. Þetta var annar sigur hennar á stuttum tíma, en hún sigraði sem kunnugt er á opna ástralska meistaramótinu fyrir skömmu. Sport 12.2.2006 18:40 Nítjánda heimsmet Isinbayevu Rússneski stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva setti sitt 19. heimsmet í stangarstökki í Úkraínu í dag þegar hún stökk yfir 4,91 metra á móti innanhúss í Donetsk. Hún bætti þar með eigin heimsmet innanhúss um einn sentimetra. Sport 12.2.2006 18:11 Minden skellti Kiel Snorri Steinn Guðjónsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Minden gerðu sér lítið fyrir og skelltu töppliði Kiel í dag 32-30. Snorri Steinn skoraði tvö mörk í leiknum. Þá gerðu Hamburg og Dusseldorf jafntefli 27-27 þar sem Hamburg gerði tvö mörk á síðustu hálfu mínútu leiksins og tryggði sér jafntefli. Sport 12.2.2006 18:27 Allt getur gerst ennþá Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segir að Chelsea sé enn nokkuð frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn þó forskot liðsins sé vissulega gott og bendir á að ef til vill styttist í að Jose Mourinho hætti að gorta. Sport 12.2.2006 17:41 Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33 City lagði Charlton Manchester City lagði Charlton 3-2 í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mörk City gerðu Richard Dunne, Georgios Samaras og Joey Barton, en Darren og Marcus Bent gerður sitt hvort markið fyrir gestina. Sport 12.2.2006 17:57 Mancini horfir á annað sætið Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25. Sport 12.2.2006 16:10 Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05 City yfir gegn Charlton Manchester City hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Charlton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Richard Dunne sem skoraði mark heimamanna eftir 20 mínútna leik. Sport 12.2.2006 16:53 Hermann í byrjunarliði Charlton Hermann Hreiðarsson stendur í vörn Charlton að vanda þegar liðið sækir Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn hefst nú klukkan 16. Sport 12.2.2006 15:50 Verðskuldað stig hjá Sunderland Lið Tottenham Hotspurs fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Sunderland á útivelli. Robbie Keane kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var liðið, sem er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta ári, gjörsamlega á hælunum og gaf Daryl Murphy ódýrt jöfnunarmark þegar skammt var til leiksloka. Sport 12.2.2006 15:33 Tottenham yfir gegn Sunderland Tottenham Hotspurs hefur yfir 1-0 í hálfleik á útivelli gegn botnliði Sunderland í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Robbie Keane sem skoraði mark Lundúnaliðsins á 38. mínútu, en fátt virðist blasa við liði Sunderland annað en fall í 1. deild í vor. Sport 12.2.2006 14:31 Celtic vann borgarslaginn Celtic vann góðan sigur á grönnum sínum í Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag 1-0 með marki frá Maciej Zurawski. Celtic hefur þar með styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar og hefur 21 stigs forskot á granna sína. Sport 12.2.2006 14:28 Memphis lagði LA Lakers Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers. Sport 12.2.2006 13:52 Pearce skiptir um skoðun Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, virðist hafa skipt um skoðun varðandi áhuga á að taka við enska landsliðinu, því eftir að hafa brugðist reiður við þegar hann var fyrst orðaður við starf landsliðsþjálfara, hefur hann nú viðurkennt að hann mundi ræða við enska knattspyrnusambandið ef það leitaði til hans. Sport 12.2.2006 13:40 Celtic yfir gegn Rangers Glasgow Celtic hefur yfir gegn grönnum sínum í Rangers í borgarslagnum í skoska boltanum þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Það var Maciej Zurawski sem skoraði mark Celtic snemma leiks, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 12.2.2006 13:37 Valsstúlkur áfram eftir góðan sigur Valsstúlkur unnu frábæran sigur á gríska liðinu Athinaikos í dag 37-29 í síðari leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í dag og eru því komnar áfram í keppninni. Liðið tapaði fyrri leiknum í gær með tveimur mörkum en allt annað var uppi á teningnum í dag. Alla Gokorian fór á kostum í liði Vals og skoraði 13 mörk í leiknum. Sport 11.2.2006 20:26 Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35 Auðvelt hjá United Manchester United vann auðveldan sigur á Portsmouth á útivelli í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag 3-1, eftir að hafa nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar liðið náði 3-0 forystu. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir United og Ruud Van Nistelrooy skoraði eitt, en Matthew Taylor minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Sport 11.2.2006 19:20 Framherjar af gamla skólanum Chris Coleman, stjóri Fulham, var mjög sáttur við framherja sína Brian McBride og Heiðar Helguson eftir sigur liðsins á West Brom í dag og sagði þá framherja af gamla skólanum sem væru sannkölluð martröð fyrir varnarmenn mótherjanna. Sport 11.2.2006 19:12 Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32 Haukar í úrslitin Karlalið Hauka í handknattleik fetaði í fótspor kvennaliðsins í dag þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik SS bikarsins með sigri á Fram 30-27 á Ásvöllum. Kári Kristjánsson og Arnar Pétursson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka, en Stefán Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Það verða því Haukar og Stjarnan sem leika til úrslita í karlaflokki. Sport 11.2.2006 18:22 United með þægilega forystu Manchester United hefur þægilega 3-0 forystu í hálfleik gegn Portsmouth á útivelli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur skorað tvö mörk og Ruud Van Nistelrooy eitt. Sport 11.2.2006 18:17 Áttum skilið að tapa Jose Mourinho, stjóri Chelsea, viðurkenndi að hans menn hefðu átt skilið að tapa fyrir Middlesbrough í dag en 3-0 tapið var stærsta tap liðsins undir stjórn Mourinho. "Þetta er aðeins þriðja tapið mitt í deildinni síðan ég tók við. Við töpuðum fyrir Manchester-liðunum á sínum tíma og áttum það alls ekki skilið - en í dag áttum við skilið að tapa," sagði Mourinho. Sport 11.2.2006 18:12 Benitez ánægður með sigur Liverpool Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var mjög sáttur við að ná í öll þrjú stigin gegn Wigan á útivelli fyrr í dag og sagði þau hafa verið liði sínu lífsnauðsynleg í toppbaráttunni. Sport 11.2.2006 17:45 Frábær frammistaða Heiðars Breskir netmiðlar eru á einu máli um að Heiðar Helguson hafi verið maður leiksins í dag þegar Fulham burstaði West Brom 6-1. Heiðar skoraði tvö mörk í leiknum, en auk þess kom sjáflsmark West Brom eftir skot frá honum og þá átti Heiðar stóran þátt í marki félaga síns Brian McBride. Vefur Sky gefur Heiðari 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína og útnefnir hann mann leiksins. Sport 11.2.2006 17:40 Stjarnan í úrslit Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í úrslitaleik SS bikarsins eftir góðan sigur á ÍBV í undanúrslitum í dag 36-32, eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Patrekur Jóhannesson skoraði 11 mörk fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum, en Mladen Casic skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn. Sport 11.2.2006 17:14 Stórsigur hjá Fulham - Tap hjá Chelsea Chelsea tapaði 3-0 fyrir Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag og er þetta stærsta tap liðsins í deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir Fulham í 6-1 sigri liðsins á West Brom. Arsenal náði jafntefli við Bolton með marki á síðustu mínútu leiksins. Sport 11.2.2006 17:00 Haukar í úrslit Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik SS bikarsins í handbolta þegar þær lögðu Gróttu 25-22 í undanúrslitunum í dag og mæta ÍBV í úrslitaleik. Sport 11.2.2006 16:49 « ‹ 265 266 267 268 269 270 271 272 273 … 334 ›
Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19
Mauresmo sigraði í París Tennisleikarinn Amelie Mauresmo sigraði á Parísarmótinu í tennis sem lauk í dag þegar hún lagði Mary Pierce auðveldlega 6-1 og 7-6 í úrslitaleik í dag. Þetta var annar sigur hennar á stuttum tíma, en hún sigraði sem kunnugt er á opna ástralska meistaramótinu fyrir skömmu. Sport 12.2.2006 18:40
Nítjánda heimsmet Isinbayevu Rússneski stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva setti sitt 19. heimsmet í stangarstökki í Úkraínu í dag þegar hún stökk yfir 4,91 metra á móti innanhúss í Donetsk. Hún bætti þar með eigin heimsmet innanhúss um einn sentimetra. Sport 12.2.2006 18:11
Minden skellti Kiel Snorri Steinn Guðjónsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Minden gerðu sér lítið fyrir og skelltu töppliði Kiel í dag 32-30. Snorri Steinn skoraði tvö mörk í leiknum. Þá gerðu Hamburg og Dusseldorf jafntefli 27-27 þar sem Hamburg gerði tvö mörk á síðustu hálfu mínútu leiksins og tryggði sér jafntefli. Sport 12.2.2006 18:27
Allt getur gerst ennþá Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segir að Chelsea sé enn nokkuð frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn þó forskot liðsins sé vissulega gott og bendir á að ef til vill styttist í að Jose Mourinho hætti að gorta. Sport 12.2.2006 17:41
Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33
City lagði Charlton Manchester City lagði Charlton 3-2 í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mörk City gerðu Richard Dunne, Georgios Samaras og Joey Barton, en Darren og Marcus Bent gerður sitt hvort markið fyrir gestina. Sport 12.2.2006 17:57
Mancini horfir á annað sætið Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25. Sport 12.2.2006 16:10
Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05
City yfir gegn Charlton Manchester City hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Charlton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Richard Dunne sem skoraði mark heimamanna eftir 20 mínútna leik. Sport 12.2.2006 16:53
Hermann í byrjunarliði Charlton Hermann Hreiðarsson stendur í vörn Charlton að vanda þegar liðið sækir Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn hefst nú klukkan 16. Sport 12.2.2006 15:50
Verðskuldað stig hjá Sunderland Lið Tottenham Hotspurs fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Sunderland á útivelli. Robbie Keane kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var liðið, sem er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta ári, gjörsamlega á hælunum og gaf Daryl Murphy ódýrt jöfnunarmark þegar skammt var til leiksloka. Sport 12.2.2006 15:33
Tottenham yfir gegn Sunderland Tottenham Hotspurs hefur yfir 1-0 í hálfleik á útivelli gegn botnliði Sunderland í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Robbie Keane sem skoraði mark Lundúnaliðsins á 38. mínútu, en fátt virðist blasa við liði Sunderland annað en fall í 1. deild í vor. Sport 12.2.2006 14:31
Celtic vann borgarslaginn Celtic vann góðan sigur á grönnum sínum í Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag 1-0 með marki frá Maciej Zurawski. Celtic hefur þar með styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar og hefur 21 stigs forskot á granna sína. Sport 12.2.2006 14:28
Memphis lagði LA Lakers Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers. Sport 12.2.2006 13:52
Pearce skiptir um skoðun Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, virðist hafa skipt um skoðun varðandi áhuga á að taka við enska landsliðinu, því eftir að hafa brugðist reiður við þegar hann var fyrst orðaður við starf landsliðsþjálfara, hefur hann nú viðurkennt að hann mundi ræða við enska knattspyrnusambandið ef það leitaði til hans. Sport 12.2.2006 13:40
Celtic yfir gegn Rangers Glasgow Celtic hefur yfir gegn grönnum sínum í Rangers í borgarslagnum í skoska boltanum þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Það var Maciej Zurawski sem skoraði mark Celtic snemma leiks, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 12.2.2006 13:37
Valsstúlkur áfram eftir góðan sigur Valsstúlkur unnu frábæran sigur á gríska liðinu Athinaikos í dag 37-29 í síðari leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í dag og eru því komnar áfram í keppninni. Liðið tapaði fyrri leiknum í gær með tveimur mörkum en allt annað var uppi á teningnum í dag. Alla Gokorian fór á kostum í liði Vals og skoraði 13 mörk í leiknum. Sport 11.2.2006 20:26
Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35
Auðvelt hjá United Manchester United vann auðveldan sigur á Portsmouth á útivelli í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag 3-1, eftir að hafa nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar liðið náði 3-0 forystu. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir United og Ruud Van Nistelrooy skoraði eitt, en Matthew Taylor minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Sport 11.2.2006 19:20
Framherjar af gamla skólanum Chris Coleman, stjóri Fulham, var mjög sáttur við framherja sína Brian McBride og Heiðar Helguson eftir sigur liðsins á West Brom í dag og sagði þá framherja af gamla skólanum sem væru sannkölluð martröð fyrir varnarmenn mótherjanna. Sport 11.2.2006 19:12
Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32
Haukar í úrslitin Karlalið Hauka í handknattleik fetaði í fótspor kvennaliðsins í dag þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik SS bikarsins með sigri á Fram 30-27 á Ásvöllum. Kári Kristjánsson og Arnar Pétursson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka, en Stefán Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Það verða því Haukar og Stjarnan sem leika til úrslita í karlaflokki. Sport 11.2.2006 18:22
United með þægilega forystu Manchester United hefur þægilega 3-0 forystu í hálfleik gegn Portsmouth á útivelli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur skorað tvö mörk og Ruud Van Nistelrooy eitt. Sport 11.2.2006 18:17
Áttum skilið að tapa Jose Mourinho, stjóri Chelsea, viðurkenndi að hans menn hefðu átt skilið að tapa fyrir Middlesbrough í dag en 3-0 tapið var stærsta tap liðsins undir stjórn Mourinho. "Þetta er aðeins þriðja tapið mitt í deildinni síðan ég tók við. Við töpuðum fyrir Manchester-liðunum á sínum tíma og áttum það alls ekki skilið - en í dag áttum við skilið að tapa," sagði Mourinho. Sport 11.2.2006 18:12
Benitez ánægður með sigur Liverpool Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var mjög sáttur við að ná í öll þrjú stigin gegn Wigan á útivelli fyrr í dag og sagði þau hafa verið liði sínu lífsnauðsynleg í toppbaráttunni. Sport 11.2.2006 17:45
Frábær frammistaða Heiðars Breskir netmiðlar eru á einu máli um að Heiðar Helguson hafi verið maður leiksins í dag þegar Fulham burstaði West Brom 6-1. Heiðar skoraði tvö mörk í leiknum, en auk þess kom sjáflsmark West Brom eftir skot frá honum og þá átti Heiðar stóran þátt í marki félaga síns Brian McBride. Vefur Sky gefur Heiðari 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína og útnefnir hann mann leiksins. Sport 11.2.2006 17:40
Stjarnan í úrslit Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í úrslitaleik SS bikarsins eftir góðan sigur á ÍBV í undanúrslitum í dag 36-32, eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Patrekur Jóhannesson skoraði 11 mörk fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum, en Mladen Casic skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn. Sport 11.2.2006 17:14
Stórsigur hjá Fulham - Tap hjá Chelsea Chelsea tapaði 3-0 fyrir Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag og er þetta stærsta tap liðsins í deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir Fulham í 6-1 sigri liðsins á West Brom. Arsenal náði jafntefli við Bolton með marki á síðustu mínútu leiksins. Sport 11.2.2006 17:00
Haukar í úrslit Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik SS bikarsins í handbolta þegar þær lögðu Gróttu 25-22 í undanúrslitunum í dag og mæta ÍBV í úrslitaleik. Sport 11.2.2006 16:49