Íþróttir Viss um að Vieira fær góðar móttökur David Dein, aðstoðarstjórnarformaður Arsenal var hæstánægður með dráttinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu, þar sem hans menn lentu á móti Juventus. Það er því ljóst að miðjumaðurinn Patrick Vieira mun spila einn leik enn á Highbury eftir allt saman. Sport 10.3.2006 12:53 Arsenal mætir Juventus Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í París í Frakklandi nú rétt í þessu. Arsenal mætir ítölsku meisturunum Juventus, Englendingabanarnir Benfica mæta Barcelona, Lyon mætir AC Milan og Inter eða Ajax mætir spænska liðinu Villareal. Sport 10.3.2006 12:10 Philadelphia - Denver í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Þetta verður fyrsti leikur Denver á sjö leikja ferðalagi, en Philadelphia hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sport 9.3.2006 22:29 Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04 Boro lagði Roma Middlesbrough lagði Roma í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á heimavelli sínum Riverside í kvöld 1-0. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu og Boro því í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Róm. Sport 9.3.2006 21:55 Framtíðin björt í Formúlu 1 Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi. Sport 9.3.2006 20:31 Keflvíkingar deildarmeistarar Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Sport 9.3.2006 21:00 Boro yfir gegn Roma Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Roma í leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Riverside Stadium. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.3.2006 20:53 Keflvíkingar leiða í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu. Sport 9.3.2006 19:59 Kominn tími til að vinna Chelsea Martin Jol hefur náð frábærum árangri með lið Tottenham síðan hann tók við því snemma á síðasta ári, en þrátt fyrir að liðið sé í baráttu um sæti í Meistaradeildinni um þessar mundir, hefur það enn ekki náð að vinna sigur á einu af stóru liðunum í stjórnartíð Hollendingsins. Sport 9.3.2006 19:50 Nýr stjóri tilkynntur á næstu dögum Forráðamenn Glasgow Rangers hafa nú tilkynnt að gengið verði frá ráðningu á eftirmanni Alex McLeish í stjórastöðuna hjá félaginu á allra næstu dögum. McLeish hefur verið við stjórnvölinn síðan 2002, en mun hætta í vor. Talið er víst að hinn Paul Le Guen muni taka við liðinu í vor, en hann var áður knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi. Sport 9.3.2006 19:13 Middlesbrough - Roma í beinni á Sýn Fyrri leikur Middlesbrough og Roma í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50 í kvöld. Steve McClaren á von á mjög erfiðum leik gegn Roma þó ítalska liðið verði án lykilmanna á Riverside í kvöld. Sport 9.3.2006 17:51 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39 Owen er á góðum batavegi Forráðamenn Newcastle sáu í dag ástæðu til að árétta að stjörnuframherjanum Michael Owen hafi ekki slegið niður í endurhæfingu sinni frá fótbrotinu sem hann varð fyrir í leik á nýársdag, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann hefði meiðst á ný. Sport 9.3.2006 17:30 Rio er dragbítur og Campbell er búinn á því Enska knattspyrnuhetjan Jackie Charlton fer ekki fögrum orðum um leikmenn enska landsliðsins í nýlegu viðtali, þar sem miðverðirnir fá stærstu sneiðina af gagnrýni hans. Charlton segir að Rio Ferdinand gæti orðið skotmark á HM í sumar vegna kæruleysis með boltann og segir aukinheldur að Sol Campbell sé búinn á því og eigi ekki að fara með til Þýskalands. Sport 9.3.2006 16:53 Erum ekki í vinsældakeppni Stjórnarformaður Chelsea, Bruce Buck, segir að ensku meistararnir hafi litlar áhyggjur af því að liðið sé ekki að vinna neinar vinsældakeppnir í knattspyrnuheiminum um þessar mundir, en félagið hefur verið gagnrýnt á margvíslegan hátt að undanförnu. Sport 9.3.2006 16:31 Pearce skrifar undir á næstu dögum Stuart Pearce, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, mun að öllum líkindum skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið á allra næstu dögum, en hann hefur verið samningslaus síðan hann tók við af Kevin Keegan fyrir um ári síðan. Sport 9.3.2006 16:12 Óskar eftir fé til leikmannakaupa Rafa Benitez segir að hann þurfi nauðsynlega að fara út að versla þegar opnar fyrir innkaupagluggann á Englandi á ný, því lið hans þurfi að styrkjast á ákveðnum sviðum. Sport 9.3.2006 15:49 Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Sport 9.3.2006 05:37 Liðið er að smella saman Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæst ánægður með sína menn eftir að þeir slógu Real Madrid út úr Meistaradeildinni í gær eftir markalaust jafntefli á Highbury. Wenger segist sjá mikil batamerki á liðinu á síðustu tveimur mánuðum. Sport 9.3.2006 04:54 Misnotuð færi kostuðu okkur dýrt Rafa Benitez var skiljanlega svekktur með að detta út úr meistaradeildinni í gær eftir að hans menn töpuðu 2-0 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica. Leikmenn Liverpool fengu fjölda tækifæra til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki og Evrópumeistararnir því úr leik. Sport 9.3.2006 05:08 Houston - Indiana í beinni Viðureign Houston Rockets og Indiana Pacers verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 1:30 eftir miðnætti í nótt. Indiana tapaði síðasta leik sínum illa á heimavelli fyrir slöku liði New York, en Houston hefur unnið þrjá leiki í röð og 13 af síðustu 17. Búist er við að Tracy McGrady verði með Houston í kvöld, en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða undanfarið. Sport 8.3.2006 22:11 Evrópumeistararnir úr leik Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap á heimavelli sínum fyrir Benfica og samanlagt 3-0. Arsenal er komið áfram í keppninni eftir jafntefli við Real Madrid, AC Milan og Lyon eru sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslitin eftir stórsigra í sínum leikjum. Sport 8.3.2006 21:42 Haukar völtuðu yfir Keflavík Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir. Sport 8.3.2006 21:28 Stjarnan lagði KA fyrir norðan Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig. Sport 8.3.2006 21:12 Magdeburg lagði Lemgo Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum. Sport 8.3.2006 20:59 Liverpool er undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool eiga á brattann að sækja á heimavelli sínum Anfield, þar sem liðið er undir 1-0 í hálfleik og þarf því að skora þrjú mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni. Sport 8.3.2006 20:36 Sakaður um steraneyslu Ameríska hafnarboltastjarnan Barry Bonds er borin þungum sökum í bók eftir tvo íþróttafréttamenn sem kemur út á næstunni. Höfundar bókarinnar er sagðir færa rök fyrir því í bókinni að Bonds hafi á ótrúlega skömmum tíma breytt sér úr spretthörðum íþróttamanni í vöðvatröll og ekkert annað en steranotkun hafi geta orðið þess valdandi. Sport 8.3.2006 19:57 Hyypia á bekknum hjá Liverpool Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia er á varamannabekk Liverpool þegar liðið tekur á móti Benfica í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Anfield og þarf Liverpool að skora minnst tvö mörk til að komast áfram. Peter Crouch og Fernando Morientes eru í fremstu víglínu hjá Liverpool. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 8.3.2006 19:31 Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Sport 8.3.2006 18:58 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Viss um að Vieira fær góðar móttökur David Dein, aðstoðarstjórnarformaður Arsenal var hæstánægður með dráttinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu, þar sem hans menn lentu á móti Juventus. Það er því ljóst að miðjumaðurinn Patrick Vieira mun spila einn leik enn á Highbury eftir allt saman. Sport 10.3.2006 12:53
Arsenal mætir Juventus Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í París í Frakklandi nú rétt í þessu. Arsenal mætir ítölsku meisturunum Juventus, Englendingabanarnir Benfica mæta Barcelona, Lyon mætir AC Milan og Inter eða Ajax mætir spænska liðinu Villareal. Sport 10.3.2006 12:10
Philadelphia - Denver í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Þetta verður fyrsti leikur Denver á sjö leikja ferðalagi, en Philadelphia hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sport 9.3.2006 22:29
Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04
Boro lagði Roma Middlesbrough lagði Roma í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á heimavelli sínum Riverside í kvöld 1-0. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu og Boro því í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Róm. Sport 9.3.2006 21:55
Framtíðin björt í Formúlu 1 Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi. Sport 9.3.2006 20:31
Keflvíkingar deildarmeistarar Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Sport 9.3.2006 21:00
Boro yfir gegn Roma Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Roma í leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Riverside Stadium. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.3.2006 20:53
Keflvíkingar leiða í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu. Sport 9.3.2006 19:59
Kominn tími til að vinna Chelsea Martin Jol hefur náð frábærum árangri með lið Tottenham síðan hann tók við því snemma á síðasta ári, en þrátt fyrir að liðið sé í baráttu um sæti í Meistaradeildinni um þessar mundir, hefur það enn ekki náð að vinna sigur á einu af stóru liðunum í stjórnartíð Hollendingsins. Sport 9.3.2006 19:50
Nýr stjóri tilkynntur á næstu dögum Forráðamenn Glasgow Rangers hafa nú tilkynnt að gengið verði frá ráðningu á eftirmanni Alex McLeish í stjórastöðuna hjá félaginu á allra næstu dögum. McLeish hefur verið við stjórnvölinn síðan 2002, en mun hætta í vor. Talið er víst að hinn Paul Le Guen muni taka við liðinu í vor, en hann var áður knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi. Sport 9.3.2006 19:13
Middlesbrough - Roma í beinni á Sýn Fyrri leikur Middlesbrough og Roma í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50 í kvöld. Steve McClaren á von á mjög erfiðum leik gegn Roma þó ítalska liðið verði án lykilmanna á Riverside í kvöld. Sport 9.3.2006 17:51
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39
Owen er á góðum batavegi Forráðamenn Newcastle sáu í dag ástæðu til að árétta að stjörnuframherjanum Michael Owen hafi ekki slegið niður í endurhæfingu sinni frá fótbrotinu sem hann varð fyrir í leik á nýársdag, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann hefði meiðst á ný. Sport 9.3.2006 17:30
Rio er dragbítur og Campbell er búinn á því Enska knattspyrnuhetjan Jackie Charlton fer ekki fögrum orðum um leikmenn enska landsliðsins í nýlegu viðtali, þar sem miðverðirnir fá stærstu sneiðina af gagnrýni hans. Charlton segir að Rio Ferdinand gæti orðið skotmark á HM í sumar vegna kæruleysis með boltann og segir aukinheldur að Sol Campbell sé búinn á því og eigi ekki að fara með til Þýskalands. Sport 9.3.2006 16:53
Erum ekki í vinsældakeppni Stjórnarformaður Chelsea, Bruce Buck, segir að ensku meistararnir hafi litlar áhyggjur af því að liðið sé ekki að vinna neinar vinsældakeppnir í knattspyrnuheiminum um þessar mundir, en félagið hefur verið gagnrýnt á margvíslegan hátt að undanförnu. Sport 9.3.2006 16:31
Pearce skrifar undir á næstu dögum Stuart Pearce, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, mun að öllum líkindum skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið á allra næstu dögum, en hann hefur verið samningslaus síðan hann tók við af Kevin Keegan fyrir um ári síðan. Sport 9.3.2006 16:12
Óskar eftir fé til leikmannakaupa Rafa Benitez segir að hann þurfi nauðsynlega að fara út að versla þegar opnar fyrir innkaupagluggann á Englandi á ný, því lið hans þurfi að styrkjast á ákveðnum sviðum. Sport 9.3.2006 15:49
Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Sport 9.3.2006 05:37
Liðið er að smella saman Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæst ánægður með sína menn eftir að þeir slógu Real Madrid út úr Meistaradeildinni í gær eftir markalaust jafntefli á Highbury. Wenger segist sjá mikil batamerki á liðinu á síðustu tveimur mánuðum. Sport 9.3.2006 04:54
Misnotuð færi kostuðu okkur dýrt Rafa Benitez var skiljanlega svekktur með að detta út úr meistaradeildinni í gær eftir að hans menn töpuðu 2-0 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica. Leikmenn Liverpool fengu fjölda tækifæra til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki og Evrópumeistararnir því úr leik. Sport 9.3.2006 05:08
Houston - Indiana í beinni Viðureign Houston Rockets og Indiana Pacers verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 1:30 eftir miðnætti í nótt. Indiana tapaði síðasta leik sínum illa á heimavelli fyrir slöku liði New York, en Houston hefur unnið þrjá leiki í röð og 13 af síðustu 17. Búist er við að Tracy McGrady verði með Houston í kvöld, en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða undanfarið. Sport 8.3.2006 22:11
Evrópumeistararnir úr leik Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap á heimavelli sínum fyrir Benfica og samanlagt 3-0. Arsenal er komið áfram í keppninni eftir jafntefli við Real Madrid, AC Milan og Lyon eru sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslitin eftir stórsigra í sínum leikjum. Sport 8.3.2006 21:42
Haukar völtuðu yfir Keflavík Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir. Sport 8.3.2006 21:28
Stjarnan lagði KA fyrir norðan Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig. Sport 8.3.2006 21:12
Magdeburg lagði Lemgo Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum. Sport 8.3.2006 20:59
Liverpool er undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool eiga á brattann að sækja á heimavelli sínum Anfield, þar sem liðið er undir 1-0 í hálfleik og þarf því að skora þrjú mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni. Sport 8.3.2006 20:36
Sakaður um steraneyslu Ameríska hafnarboltastjarnan Barry Bonds er borin þungum sökum í bók eftir tvo íþróttafréttamenn sem kemur út á næstunni. Höfundar bókarinnar er sagðir færa rök fyrir því í bókinni að Bonds hafi á ótrúlega skömmum tíma breytt sér úr spretthörðum íþróttamanni í vöðvatröll og ekkert annað en steranotkun hafi geta orðið þess valdandi. Sport 8.3.2006 19:57
Hyypia á bekknum hjá Liverpool Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia er á varamannabekk Liverpool þegar liðið tekur á móti Benfica í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Anfield og þarf Liverpool að skora minnst tvö mörk til að komast áfram. Peter Crouch og Fernando Morientes eru í fremstu víglínu hjá Liverpool. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 8.3.2006 19:31
Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Sport 8.3.2006 18:58