Íþróttir

Fréttamynd

Tapið var mér að kenna

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að tapið gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag hafi verið sér að kenna. Gerrard gaf Arsenal sigurinn á silfurfati eftir að hann renndi boltanum til baka beint í lappirnar á Thierry Henry sem skoraði auðveldlega.

Sport
Fréttamynd

Góð endurkoma Markúsar Mána

Markús Máni Michaelsson átti vel heppnaða endurkomu með liði sínu Dusseldorf í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Snorra Stein Guðjónsson og félaga í Minden 35-27. Markús hefur verið frá keppni í nokkra mánuði vegna meiðsla. Snorri Steinn skoraði 4 mörk fyrir Minden og Markús skoraði 3 fyrir Dusseldorf.

Sport
Fréttamynd

Vildi að Rooney væri í mínu liði

"Wayne Rooney er uppáhalds sóknarmaðurinn minn ásamt Thierry Henry og ég vildi óska þess að hann væri í mínu liði," sagði Glenn Roader, stjóri Newcastle, eftir að Rooney skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í sigri Manchester United á Newcastle í dag. Alex Ferguson var líka ánægður með sinn mann.

Sport
Fréttamynd

Grétar Rafn skoraði

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson fór á kostum í liði AZ Alkmaar í dag þegar liðið lagði Willem II 3-1 á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Grétar skoraði eitt marka liðsins og lagði annað upp. Alkmaar er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar á eftir PSV Eindhoven og Ajax.

Sport
Fréttamynd

Skoraði tvö og lagði upp eitt

Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi átt fljúgandi start. Hörður skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri liðsins á Viborg á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus - AC Milan í beinni á Sýn í kvöld

Leikur ársins í ítalska boltanum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld þegar meistarar Juventus taka á móti erkifjendum sínum í AC Milan á Delle Alpi. Útsending hefst klukkan 19:20, en þá verður viðureign Osasuna og Barcelona í spænska boltanum í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsending þar klukkan 19:55.

Sport
Fréttamynd

Fram burstaði KA

Fram var ekki vandræðum með KA menn á heimavelli sínum í DHL-deil karla í handbolta í dag og vann tíu marka sigur 37-27. Jóhann Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Stefán Stefánsson skoraði 6. Hjá KA voru Elfar Halldórsson og Nikola Jankovic markahæstir með 5 mörk hvor. Fram hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Haukar eiga leik til góða gegn Selfossi í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mistök Gerrard tryggðu Arsenal sigurinn

Arsenal lagði Liverpool 2-1 á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í dag og nældu þar í mikilvæg stig í baráttunni um meistaradeildarsæti. Thierry Henry kom Arsenal yfir á 21. mínútu með laglegu marki, en Luis Garcia jafnaði metin á 76. mínútu. Það var svo Henry sem gerði út um leikinn eftir hræðileg mistök Steven Gerrard á 83. mínútu og þar við sat.

Sport
Fréttamynd

Verður í Þýskalandi framvegis

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur nú svarað gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir undanfarið fullum hálsi. Klinsmann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki viðstaddur uppákomu á vegum landsliðsins í Þýskalandi fyrir skömmu, en hann hann hefur nú gefið upp ástæður fyrir fjarveru sinni.

Sport
Fréttamynd

Henry kemur Arsenal yfir

Það er heldur betur fjör farið að færast í leik Arsenal og Liverpool á Highbury, því nú hefur Thierry Henry komið Arsenal í 2-1 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard hjá Liverpool, sem renndi boltanum glórulaust til baka inn fyrir vörnina þar sem Thierry Henry stóð aleinn og renndi boltanum í netið.

Sport
Fréttamynd

Garcia jafnar fyrir Liverpool

Spánverjinn Luis Garcia hefur náð að jafna leikinn fyrir Liverpool gegn Arsenal á Highbury í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Garcia fylgdi vel á eftir þrumuskoti Steven Gerrard á 76. mínútu og skallaði boltann í netið eftir að Jens Lehmann sló boltann út í teiginn. Aðeins augnabliki síðar var svo Xabi Alonso hjá Liverpool svo vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Vill fá Owen aftur á Anfield

Steven Gerrard hefur viðurkennt að hann sakni Michael Owen sárt og segir að Liverpool vanti einmitt framherja á borð við Owen, þar sem liðinu hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hefur yfir í hálfleik

Arsenal hefur 1-0 forystu gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til hlés í leik liðanna á Highbury. Aðeins glæsimark Thierry Henry skilur liðin að eftir 45 mínútna leik, en heimamenn hafa verið heldur sprækari, þó gestirnir hafi átt fleiri marktilraunir.

Sport
Fréttamynd

Charlton lagði Middlesbrough

Charlton vann í dag góðan 2-1 sigur á Middlesbrough í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Darren Bent kom heimamönnum yfir á 73. mínútu og skoraði svo sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok, en áður hafði Mark Viduka jafnað metin fyrir Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Tímabilið verður galopið í ár

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segist eiga von á að keppnistímabilið í Formúlu 1 í ár verði mjög spennandi og opið, en hann vill meina að fjögur keppnislið muni berjast um sigurinn í hverri einustu keppni.

Sport
Fréttamynd

Henry kemur Arsenal yfir

Snillingurinn Thierry Henry er búinn að koma Arsenal í 1-0 gegn Liverpool í leik liðanna í Highbury. Markið skoraði Henry á 21. mínútu með glæsilegum hætti eftir góða sendingu frá Cesc Fabregas.

Sport
Fréttamynd

Ekki búið að ráða Curbishley

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu um að ekki sé búið að ráða Alan Curbishley stjóra Charlton sem næsta þjálfara enska landsliðsins, en myndir náðust af Curbishley ganga til fundar við sambandið í gær. Nú er verið að ræða við hugsanlega eftirmenn Sven-Göran Eriksson og er Curbishley einn þeirra sem koma til greina í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á The Walley

Enn er markalaust í leik Charlton og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni en nú hefur verið flautað til leikhlés á The Valley. Stórleikur Arsenal og Liverpool er um það bil að hefjast. Peter Crouch verður einn í framlínu Liverpool í dag og Frakkinn Djibril Cisse er ekki í leikmannahópi liðsins.

Sport
Fréttamynd

Rooney sökkti Newcastle

Wayne Rooney skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Newcastle 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford og styrkti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Mörk Rooney komu með aðeins 4 mínútna millibili á 8. og 12. mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Alonso sigraði í Barein

Heimsmeistarinn Fernando Alonso byrjaði keppnistímabilið í Formúlu 1 með stæl í dag þegar hann skaut fyrrum heimsmeistaranum Michael Schumacher ref fyrir rass og sigraði í fyrstu keppni ársins. Schumacher var á ráspól í dag, en varð að láta sér annað sætið duga að þessu sinni. Kimi Raikkonen var engu að síður hetja dagsins því hann vann sig úr síðasta sæti í það þriðja með frábærum akstri.

Sport
Fréttamynd

Nash sneri aftur með stórleik

Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði KR

Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1.

Sport
Fréttamynd

Le Guen tekur við Rangers

Úrvalsdeildarlið Glasgow Rangers gekk í dag frá þriggja ára samningi við knattspyrnustjóran Paul Le Guen og mun hann taka við liðinu í sumar þegar Alex McLeish lætur af störfum hjá félaginu. Le Guen stýrði áður frönsku meisturunum Lyon í Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Aftureldingu

Tveir leikir fóru fram nú síðdegis í DHL-deild karla í handbolta. Valsmenn skelltu Aftureldingu í Mosfellsbænum 27-25 og Víkingur/Fjölnir lagði Þór naumlega á heimavelli 29-28.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Stjörnuna

Haukar gerðu í dag góða ferð í Garðabæinn þar sem liðið skellti heimamönnum í Stjörnunni í DHL-deild kvenna í handbolta 29-26. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Hauka með 12 mörk og Ramune Pekarskite skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Rakel Dögg Bragadóttir 7 mörk og Sólveig Kjærnested 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

Enn vænkast hagur Reading

Íslendingalið Reading siglir nú lygnan sjó á toppi 1. deildarinnar á Englandi, þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á heimavelli gegn Watford. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn með Watford í dag, en liðið hefur nú 15. stiga forskot á næsta lið á toppi deildarinnar og á úrvalsdeildarsætið nokkuð víst næsta haust.

Sport
Fréttamynd

Bolton burstaði West Ham

Bolton heldur sínu striki í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið stórsigur á West Ham 4-1 á heimavelli sínum. Stelios Giannakopoulos skoraði tvö marka Bolton, Gary Speed eitt og Henrik Pedersen eitt. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði mark West Ham.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen vongóður þrátt fyrir áföllin

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen er staðráðinn í að láta ekki áföllin í byrjun tímabils hafa áhrif á sig, en eftir að lið hans McLaren lenti í vélarbilunum í gær, þarf hann að byrja síðastur á ráslínu í Barein á morgun eftir að hafa lent í óhappi í fyrsta hring í tímatökunum í dag.

Sport
Fréttamynd

Lemgo hafði betur í Íslendingaslagnum

Logi Geirsson og félagar í Lemgo unnu góðan sigur á Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 28-26. Logi skoraði 1 mark fyrir Lemgo og Ásgeir Örn komst ekki á blað, en Guðjón Valur skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

ÍBV lagði KA/Þór

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið.

Sport