Íþróttir

Fréttamynd

Bjartsýnir á að Ronaldo verði með gegn Englendingum

Forráðamenn portúgalska landsliðsins eru bjartsýnir á að vængmaðurinn Cristiano Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum sínum þegar liðið mætir Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Ronaldo fékk ljótt spark í lærið gegn Hollendingum í gær og er mjög marinn, en er væntanlegur til æfinga á ný á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Figo sleppur með skrekkinn

Luis Figo sleppur við að taka út leikbann þegar Portúgalar mæta Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM, þó myndir frá leik Portúgal og Hollands í gær hafi greinilega sýnt að hann skallaði Mark Van Bommel.

Sport
Fréttamynd

Neville verður klár

Steve McClaren fullyrðir að bakvörðurinn Gary Neville verði klár í slaginn gegn Portúgölum í 8-liða úrslitum HM. Neville tók þátt í léttum æfingum í dag og á að vera með af fullum krafti á morgun og miðvikudag. Hann hefur verið meiddur á kálfa og óttast var að hann gæti ekki leikið meira í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Leikur Ítala og Ástrala að hefjast

Leikur Ítala og Ástrala í 16-liða úrslitunum á HM hefst klukkan 15:00 og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Harry Kewell mætti til leiks á hækjum og verður því ekki í liði Ástrala í dag og Alessandro del Piero er kominn í byrjunarlið Ítala í stað Francesco Totti.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar áfram í ljótum leik

Það verða Portúgalar sem mæta Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM eftir að liðið lagði Hollendinga 1-0 í dag. Það var Maniche sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik, en leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu í þeim síðari og alls voru fjórir leikmenn reknir af velli með rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Kahn er enn bitur yfir að missa sæti sitt

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn fer ekki leynt með óánægju sína út í landsliðsþjálfarann Jurgen Klinsmann fyrir að taka sig úr byrjunarliði Þjóðverja. Jens Lehmann fékk byrjunarliðssætið skömmu fyrir keppnina og hefur það ekki orðið til að bæta vinskapinn milli markvarðanna tveggja, sem þó voru litlir félagar fyrir.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar yfir í hálfleik

Portúgalar hafa yfir 1-0 gegn Hollendingum í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM, en fyrri hálfleikurinn hefur verið viðburðaríkur. Maniche kom Portúgölum yfir eftir 23 mínútur og Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli 10 mínútum síðar. Portúgalar urðu svo fyrir öðru áfalli rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Costinha lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald og eru Hollendingar því manni fleiri allan síðari hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo farinn meiddur af velli

Portúgalar hafa orðið fyrir áfalli í leiknum gegn Hollendingum, því vængmaðurinn knái Ronaldo frá Manchester United er farinn meiddur af leikvelli. Ronaldo fékk spark í lærið og haltraði af velli á 34. mínútu. Þessu ungi leikmaður var afar vonsvikinn að sjá þegar hann gekk af velli og táraðist á varamannabekknum þegar hlúð var að sárum hans.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar komnir yfir

Portúgalar eru komnir í 1-0 gegn Hollendingum í 16-liða úrslitunum á HM. Það var Maniche sem skoraði mark portúgalska liðsins með laglegu skoti á 23.mínútu.

Sport
Fréttamynd

Ver leikaðferðir sínar

Sven-Göran Eriksson segist þess fullviss að 4-5-1 leikkerfið sem hann notaði í dag geti reynst enska liðinu vænlegt til árangurs í keppninni og var Eriksson gagnrýndur nokkuð þrátt fyrir sigurinn í dag, en enska liðið þótti spila leiðinlegan og hugmyndasnauðan sóknarleik.

Sport
Fréttamynd

Enn vinnur Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Kanadakappakstrinum sem fram fór í Montreal í dag, en þetta var fyrsti sigur hans í Norður-Ameríku á ferlinum. Alonso leiddi frá upphafi til enda og Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti. Kimi Raikkönen varð þriðji og félagi Alonso, Giancarlo Fisichella, kom þar á eftir í fjórða sætinu. Þetta var fimmti sigur Spánverjans unga í röð og er heldur hann því góðu forskoti sínu í stigakeppni ökumanna.

Sport
Fréttamynd

Berum höfuðið hátt

Þjálfari Ekvador var sáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Englendingum í 16-liða úrslitunum á HM í dag og sagðist hafa grunað að úrslitin réðust á einu atriði eins og raun bar vitni, en aðeins vel tekin aukaspyrna enska fyrirliðans skildi liðin að í dag.

Sport
Fréttamynd

Kuyt byrjar í stað Nistelrooy

Stórleikur Hollendinga og Portúgala í 16-liða úrslitum HM hefst klukkan 19 og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og mesta athygli vekur að Marco Van Basten, þjálfari hollenska liðsins, hefur staðið við það sem hann hótaði fyrir helgina með því að setja Ruud Van Nistelrooy á bekkinn. Dirk Kuyt er því í framlínunni hjá Hollendingum í dag.

Sport
Fréttamynd

Vona að ég hafi þaggað niður í gagnrýnendum

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, viðurkenndi að frammistaða liðsins í dag hefði ekki verið sérlega sannfærandi, en þótti ágætt að ná að þagga aðeins niður í gagnrýnendum sínum með því að skora sigurmarkið.

Sport
Fréttamynd

Tilþrifalítill sigur Englendinga

Englendingar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitunum á HM þegar þeir lögðu lið Ekvador 1-0 í Stuttgart. David Beckham skoraði sigurmark enskra beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik, en þar með eru tilþrif liðsins upptalin. Englendingar mæta Hollendingum eða Portúgölum í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Ég er orðinn leikmaður Tottenham

Miðjumaðurinn Didier Zokora frá Fílabeinsströndinni sagði breskum fjölmiðlum í dag að hann væri orðinn leikmaður Tottenham. Zokora er samningsbundinn franska liðinu St. Etienne, en fregnir herma að enska félagið sé að ganga frá kaupum á honum fyrir rúmar átta milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Beckham kemur Englendingum yfir

David Beckham hefur komið Englendingum yfir 1-0 gegn Ekvador. Markið kom eftir skot hans beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu og er enskum eflaust mikið létt í kjölfarið. Enska liðið hefur alls ekki verið að spila vel í dag, en leikmenn liðsins hressast væntanlega eitthvað í kjölfar marksins.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í Stuttgart í hálfleik

Staðan í leik Englendinga og Ekvadora er 0-0 þegar dómarinn hefur flautað til hálfleiks. Leikurinn er ekki sérstaklega mikið fyrir augað, frekar en leikir enska liðsins til þessa, en Englendingarnir geta þakkað fyrir að vera ekki marki undir. Carlos Tenorio átti besta færi Ekvadora þegar Ashley Cole náði að verja skot hans í þverslá og yfir með góðri tæklingu.

Sport
Fréttamynd

Van Basten æfir vítaspyrnur

Marco Van Basten, þjálfari Hollendinga, lætur sína menn nú æfa vítaspyrnur á fullu fyrir leikinn gegn Portúgal í 16-liða úrslitunum, en honum er í fersku minni að hollenska liðið féll úr keppni í vítakeppni á HM 1998 og á Evrópumótinu árið 2000.

Sport
Fréttamynd

Ballack sleppti æfingu vegna meiðsla

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack æfði ekki með liðinu í dag vegna meiðsla sem tóku sig upp eftir leikinn gegn Svíum í gær. Oliver Bierhoff aðstoðarþjálfari segir að meiðslin séu ekki alvarleg og ættu ekki að koma í veg fyrir að Ballack spili gegn Argentínu í 8-liða úrslitunum á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Crespo fær jöfnunarmarkið skráð á sig

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hefur fengið jöfnunarmark Argentínumanna gegn Mexíkó í gær skráð á sig, en talið var að markið hefði verið sjálfsmark framherjans Jared Borgetti. Ákveðið var að gefa Crespo markið eftir að búið var að fara yfir myndband af atvikinu og hefur Crespo svarið að hann hafi komið síðastur við boltann. Hann er því kominn með þrjú mörk á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Argentína áfram

Argentínumenn eru komnir í 8-liða úrslit HM eftir 2-1 sigur á Mexíkóum í kvöld. Rafael Marquez kom Mexíkó yfir strax í byrjun leiks, en Argentínumenn jöfnuðu á 9. mínútu með sjálfsmarki. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma, en aðeins þrumufleygur Maxi Rodriguez í upphafi framlengingar skildi liðin að þegar upp var staðið.

Sport
Fréttamynd

Rodriguez kemur Argentínu yfir

Hinn skæði Maxi Rodriguez hefur komið Argentínu yfir 2-1 gegn Mexíkó eftir aðeins átta mínútur í framlengingunni. Markið var stórglæsilegt, þar sem Rodriguez fékk háa sendingu frá Juan Pablo Sorin, tók boltann á kassann og þrumaði honum efst í markhornið fyrir utan vítateig. Stórglæsilegt mark og nú er á brattann að sækja fyrir Mexíkóa.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Leipzig

Leikur Argentínumanna og Mexíkóa í 16-liða úrslitum HM er farinn í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Heldur dofnaði yfir leiknum í síðari hálfleik, en Mexíkóarnir ætla greinilega að selja sig dýrt. Þeir Pablo Aimar, Lionel Messi og Carlos Tevez eru allir komnir inn í lið Argentínu, sem vill eflaust reyna að blása til sóknar og forðast vítakeppni.

Sport
Fréttamynd

Fimmti ráspóllinn í röð hjá Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er á ráspól í þessari keppni, en í fimmta skipti í röð á þessu keppnistímabili sem hann ræsir fyrstur.

Sport
Fréttamynd

Ég hef aldrei séð skemmtilegra þýskt lið

Jurgen Klinsmann segir að Þjóðverjar séu nú að endurskoða þau markmið sem þeir settu sér fyrir HM. Klinsmann hafði vonast til að koma liðinu í fjórðungsúrslit keppninnar, en segir lið sitt nú setja stefnuna enn hærra. Hann segist jafnframt aldrei hafa séð skemmtilegri spilamennsku hjá þýska landsliðinu en það sýndi í leiknum gegn Svíum í dag.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Argentínu og Mexíkó

Staðan í leik Mexíkó og Argentínu er 1-1 í hálfleik. Rafael Marquez kom Mexíkó yfir snemma leiks, en jöfnunarmark Argentínu var að því er virðist sjálfsmark Jared Borgetti. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur, þó eilítið hafi dregið af mönnum eftir mörkin tvö strax í upphafi. Mexíkóar eru þó sannarlega að sýna að þeir verða ekki auðveld hindrun á vegi hærra skrifaðra frænda sinna frá Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Lagerback mjög ósáttur við rauða spjaldið

Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Teddy Lucic fékk að líta eftir aðeins rúmlega hálftíma leik gegn Þjóðverjum í dag og sagði þá ákvörðun dómarans hafa gert út um leikinn fyrir lið sitt.

Sport
Fréttamynd

Argentína jafnar á sjálfsmarki

Það tók Argentínumenn ekki nema þrjár mínútur að jafna metin gegn Mexíkó, en þar var að verki framherjinn Jared Borgetti hjá Mexíkó. Borgetti var svo óheppinn að skalla boltann í eigið net eftir 9 mínútna leik eftir að Argentínumenn fengu hornspyrnu og Hernan Crespo þjarmaði að honum.

Sport
Fréttamynd

Mexíkóar komnir yfir gegn Argentínu

Mexíkóar eru óvænt búnir að ná 1-0 forystu gegn Argentínumönnum í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM. Það var varnarjaxlinn Rafael Marquez sem spilar með Barcelona sem skoraði markið eftir aukaspyrnu á 6. mínútu leiksins. Leikurinn hefur byrjað mjög fjörlega og ljóst að nú fá áhorfendur Sýnar að sjá úr hverju argentínska liðið er gert.

Sport