Íþróttir

Fréttamynd

Pascal Chimbonda alls ekki sáttur við Wigan

Franski bakvörðurinn Pascal Chimbonda er orðinn mjög pirraður út í félag sitt Wigan sem heimtar háa greiðslu frá Tottenham, vilji þeir kaupa hann. Tottenham hafa boðið tvisvar í Chimbonda sem sló í gegn með spútnikliði Wigan á síðasta tímabili eftir að hann kom frá Bastia fyrir fjögur hundruð þúsund pund fyrir ári síðan.

Sport
Fréttamynd

Langar enn á heimaslóðir

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur ítrekað áhuga sinn á því að spila á Englandi fyrr eða síðar en hinn 25 ára gamli miðjumaður leikur með Bayern München. Hargreaves stóð sig vel á HM í sumar og þrátt fyrir að líða vel hjá Bayern langar hann til að spila í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

Kominn til Ferrari?

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur skrifað undir fimm ára samning við Ferrari samkvæmt Ilta-Sanomat í Finnlandi. Dagblaðið hefur þetta eftir mjög öruggum heimildum og segja að Raikkonen fái 32 milljónir Evra á hverju ári fyrir samninginn. Michael Schumacher hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann hætti eða haldi áfram en hann mun tilkynna það eftir mánuð, þegar keppt verður á Monza, heimavelli Ferrari.

Sport
Fréttamynd

Ivanov dæmir í Laugardalnum

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út hver dæmir leik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM 2008 þann 6. september næstkomandi en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Hlutverkið fær hinn 42ja ára gamli Nikolai Ivanov frá Rússlandi sem hefur verið alþjóðlegur FIFA-dómari í sex ár. Í þeim þremur leikjum sem hann dæmdi í undankeppni HM 2006 gaf hann alls átta gul spjöld og ekkert rautt.

Sport
Fréttamynd

Fyrstu skrefin lofa góðu

Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er búinn að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni en hann er hjá Hammarby sem er á toppnum í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Gæti misst af Spánarleiknum

Kristján Örn Sigurðsson meiddist illa á ökkla í leik Brann og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Hann lenti illa eftir skallaeinvígi og þó svo að hann hafi reynt að halda áfram eftir það varð fljótlega ljóst að hann væri ekki í standi til þess.

Sport
Fréttamynd

Ég vil alls ekki fara frá Barcelona

Ronaldinho hefur verið orðaður við metsölu til AC Milan á Ítalíu undanfarnar vikur. Fjölmiðlar héldu því fram að Mílanó­liðið væri tilbúið til að borga 85 milljónir punda fyrir brasilíska töframanninn sem er samningsbundinn Barcelona til ársins 2014. Þrátt fyrir að vera upp með sér yfir áhuga Milan segir Ronaldinho að hann sé ánægður hjá Barcelona og vilji ekki fyrir nokkra muni yfirgefa félagið.

Sport
Fréttamynd

Brjálaður út í William Gallas

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er alls ekki sáttur við framkomu Frakkans William Gallas sem mætti ekki til London fyrir för liðsins til Bandaríkjanna. Treyjunúmer Gallas hefur verið tekið af honum og gefið Michael Ballack en sá franski var löngum orðinn ósáttur með að þurfa að fylla upp í vinstri bakvarðarstöðuna síðasta tímabil.

Sport
Fréttamynd

Bjóða aftur í Dirk Kuyt

Liverpool ætla að gera annað tilboð í hollenska framherjann Dirk Kuyt á allra næstu dögum en Feyenoord hefur þegar hafnað einu tilboði ensku bikarmeistaranna í sóknarmanninn.

Sport
Fréttamynd

Áfall fyrir Svía

Djurgården féll úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 tap á útivelli fyrir slóvakíska liðinu Ruzomberok. Djurgården vann heimaleikinn, 1-0, og hefði því þurft að skora eitt mark til viðbótar. Sænskt lið hefur nú ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í sex ár, síðan Helsingborg tókst það árið 2000. Tap Djurgården er mikið áfall fyrir sænska knattspyrnu. Kári Árnason kom inn á sem varamaður á 77. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Að færast nær United?

Manuel Pellegrini, þjálfari Villareal, viðurkennir að Marcos Senna færist skrefinu nær Manchester United með dögunum sem líða. Sir Alex Ferguson vonast eftir öðrum miðjumanni í kjölfarið á kaupunum á Michael Carrick en hinn þrítugi Senna var í landsliði Spánverja á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Þungur róður framundan hjá Öster

Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Hammarby

Sænska úrvalsdeildariðið Hammarby vann í gær öruggan 3-1 sigur á botnliði Örgryte á útivelli í gær. Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson voru að vanda báðir í byrjunarliði Hammarby í gær og léku þeir allan leikinn. Örgryte, sem hefur ekki unnið leik það sem af er sænsku úrvalsdeildinni, komst reyndar yfir í leiknum og hélt forystunni allt fram í síðari hálfleikinn þar sem topplið Hammarby tók til sinna valda og skoraði þrívegis. Pétur og Gunnar Þór fengu báðir að líta gula spjaldið í leiknum í gær.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Færeyingum

Íslenska U17 ára landslið Íslands tapaði fyrir heimamönnum í Færeyjum á opna Norðurlandamótinu í gær. Leikar enduðu 2-0 en Danir sigruðu í riðlinum með sjö stig úr leikjunum þremur, Finnar urðu í öðru sæti með fjögur en síðan komu Íslendingar og Færeyjingar með þrjú stig.

Sport
Fréttamynd

Vill aftur til Englands

Fótbolti Danski knattspyrnumaðurinn Thomas Gravesen vill leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Þetta sagði umboðsmaður hans, John Sivebaek, í samtali við fréttavef BBC í gær.

Sport
Fréttamynd

Veigar Páll valinn í landsliðið á nýjan leik

Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Miðasala hafin

Þann 15. ágúst mæta Spánverjar til leiks á nýjum og endurbættum Laugardalsvelli en samkvæmt upplýsingum KSÍ ætla Spánverjar að stilla upp sínu sterkasta liði, meginþorra þeirra leikmanna sem spiluðu á HM í sumar. Íslenski hópurinn verðir tilkynntur á þriðjudaginn í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Æft skítabrögðin lengi

Eftirfarandi setningar birtust á bloggsíðu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings: Oft hafa menn hótað að fótbrjóta mig í leik en alltaf í einhverjum æsingi og í hita leiks. Þeir hafa aldrei staðið við það eða einu sinni verið nálægt því. Einn hótaði mér því sallarólegur og yfirvegaður. Hann ætlaði einnig að bíða eftir mér á bílastæðinu eftir leik og drepa mig. Hann kallaði mig einnig aumingja og lélegan leikmann. (...) Kemur næst Mete. Hann kleip líka á mig risamarblett og barði mig í bringuna af öllu afli. (27. júlí 2006)

Sport
Fréttamynd

Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu

Guðmundur Viðar Mete var í fyrradag dæmdur í eins leiks bann fyrir framkomu sína í leik ÍA og Keflavíkur. Hjörtur Hjartarson ber Guðmundi miður góða sögu og það gera einnig fleiri framherjar í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Legia sterkari en FH

Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Legia frá Varsjá í gær. Pólska liðið skoraði tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik en Daði Lárusson varði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en Legia fór áfram samanlag 3-0.

Sport
Fréttamynd

Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári

Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær.

Sport
Fréttamynd

Zlatan sagði já við Milan

Samkvæmt Gazetta dello Sport á Ítalíu mun sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic vera á leið til AC Milan frá Juventus. Hann mun hafa játað tilboði þeirra en hvort Juventus sé tilbúið að selja leikmanninn á enn eftir að koma í ljós. Juventus var fyrir skömmu dæmt niður í B-deildina á Ítalíu og hefur misst hverja stórstjörnuna á fætur annarri, nú síðast Patrick Vieira til Inter Milan.

Sport
Fréttamynd

KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma

Knattspyrnusamband Íslands mun herða refsingar fyrir kynþáttafordóma í íslenska boltanum fyrir næsta sumar. Vegna nýrra reglna FIFA verður KSÍ að bregðast við sem Geir Þorsteinsson segir að sé þegar í skoðun.

Sport
Fréttamynd

KR burstaði FH

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi en þar með lauk elleftu umferð deildarinnar sem hófst með sigri Breiðabliks á Valsstúlkum í fyrrakvöld. Í leikjunum þremur voru skoruð 22 mörk en 275 mörk hafa nú verið skoruð í deildinni í ár.

Sport
Fréttamynd

Hættur með botnlið ÍBV

Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni.

Sport
Fréttamynd

Alexander tognaður

Handboltakappinn Alexander Petersson verður frá keppni í þrjár til fimm vikur vegna tognunar. Landsliðsmaðurinn missir því líklega af byrjun tímabilsins með Grosswaldstadt í Þýskalandi en fyrsti leikurinn verður háður eftir þrjár vikur.

Sport
Fréttamynd

Jakob í 14. sæti í Búdapest

Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í gær í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu sem nú fer fram í Búdapest. Jóhann synti á 2 mín. 14.70 sek. og bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet sitt um hálfa sekúndu. Hann varð fimmtándi í undanrásunum og komst í úrslitasundið sem synt var í gær. Þar synti hann á 2 mín. 15.11 sek. og var 41/100 úr sek. frá Íslandsmetinu en hann var 1.39 sek. frá því að komast í úrslit. Árni Már Árnason úr Ægi varð 38. af 41 keppenda á 2 mín. 20.72 sek.

Sport
Fréttamynd

Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta

Notkun ólöglegra stera og hins örvandi efnis efedríns, virðist vera umtalsverð meðal framhaldsskólanema, ef marka má niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Flestir notendur þessara ólöglegu efna voru í vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum.

Innlent
Fréttamynd

Þróttur leikur gegn KR

1. deildarlið Þróttar tekur á móti KR og Víkingar mæta Keflavík í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu en dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu. Í VISA-bikar kvenna mætast Breiðablik og Fjölnir og Valur og Stjarnan.

Sport