Viðskipti

Fréttamynd

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

TM boðar til hluthafafundar

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar

1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Soros berst gegn fátækt

Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Margir án atvinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síldin fremur til bræðslu en manna

Svo getur farið að hátt í 200 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld fari til bræðslu í Noregi í haust og vetur í stað þess að senda hana í vinnslu til manneldis en fyrir það fæst hærra verð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt númer í tveimur símum

Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum kleift að hafa eitt símanúmer í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar þeim sem eru með BlackBerry tæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri vandræði hjá Dell

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur frestað útgáfu á afkomutölum fyrirtæksins fyrir annan fjórðung ársins. Ástæðan er athugasemdir sem bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) gerði við bókhald fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íranskur banki á svörtum lista

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sett íranska ríkisbankann Saderat á svartan lista vestanhafs. Að sögn Stuarts Levey, yfirmanns deildar innan bandaríska fjármálaráðuneytisins sem sér um mál er tengjast hryðjuverkastarfsemi og fjármálanjósnum, er bankinn grunaður um að hafa millifært fjármuni til hryðjuverkasamtaka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Excel Airways í fimmta sæti

Excel Airways, sem er dótturfélag Avion Group, er orðin fimmta stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, samkvæmt samantekt breskra flugmálayfirvalda. Tölurnar taka til seldra ferða 2005-6.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei minni afli

Heildarafli fyrir fiskveiðiárið 2005/2006 nam tæpum 1,3 milljónum tonna. Þetta er 475 tonnum minna en á fyrra fiskveiðiári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Meðalafli síðastliðinn 14 ára nemur hins vegar rúmum 1,8 milljónum tonna og hefur aflinn því aldrei verið minni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála

Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gáfu út fyrir 18 milljarða króna

Glitnir hefur gefið út víkjandi skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir 250 milljónir dala, en það samsvarar um 18 milljörðum íslenskra króna. Kaupendur bréfanna voru að megninu til bandarískir fagfjárfestar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá lækkun á verði málma

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) greindi frá því í úttekt sinni á horfum í málmiðnaði í síðustu viku að verð á málmum hefði náð hámarki og líkur væru á að það lækkaði um allt að 60 prósent á næstu fimm árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjalar ehf. og Ker hf. sameinuð

Unnið er að sameiningu Kers hf. og Kjalars ehf. hf. í eitt fjárfestingarfélag. Í tilkynningu kemur fram að við breytinguna verði Egla hf. dótturfélag í 100 prósenta eigu hins sameinaða félags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON 40 milljarða virði

Það eru ekki einvörðungu hlutabréf sem hafa hækkað skarpt á síðustu vikum því stofnfjárbréf í SPRON tóku við sér seinni hlutann í ágúst. Frá því í byrjun ágúst nemur hækkun bréfanna um fjórðungi og má sennilega ætla að gott sex mánaða uppgjör sparisjóðsins hafi ráðið þar miklu um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greitt undir fjölmiðlamógúl

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Horfir til lækkunar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Þar með lauk sex daga samfelldu lækkunarferli á olíuverðinu. Gengissveiflur krónunnar hamla dagsveiflum í olíuverði hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brú II fjárfestir í netsímatækni

Brú II Venture Capital Fund hefur keypt hlut í VoIP netsímafyrirtækinu SunRocket. SunRocket er ört vaxandi fyrirtæki á sviði VoIP símaþjónustu fyrir almenning. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er í dag eitt stærsta VoIP símafyrirtækið í heiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 68 milljörðum dala eða rúmum 4.800 milljörðum íslenskra króna í júlí. Um methalla er að ræða en hann skýrist fyrst og fremst af verðhækkunum á olíu. Líkur eru á að viðskiptahalli ársins verði meiri en hallinn í fyrra sem nam 717 milljörðum dala eða rúmum 51.100 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptahallinn vestra hafði aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent