Snjóflóðin í Súðavík 1995

Fréttamynd

Súðavík flutt

Tíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Í kjölfar flóðanna var nýtt þorp reist, litlu innar í Álftafirði, þar sem ekki er hætta á að snjóflóð falli. Flutningur byggðarinnar var þrekvirki. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður og Pétur Sigurðsson ljósmyndari voru á ferð í Súðavík í vikunni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Maður lærir að lifa með þessu

Missir Sigríðar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar var mikill. Dóttir þeirra og foreldrar Þorsteins fórust í flóðinu. Parið unga flutti í burtu í kjölfarið en sneri svo aftur heim. Sigríður segir gott að búa í Súðavík en ekki líður sá dagur að hún hugsi ekki til atburðanna fyrir tíu árum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Og fjallið það öskrar

Það var dimmt yfir Álftafirði fyrri part viku. Kalt í veðri og strekkingsvindur. Alhvítur snjórinn hafði ekki aðeins lagst af þunga yfir byggðina heldur líka á sálir fólksins. Það minntist hamfaranna ógurlegu 1995. Hafði ekki séð annan eins snjó síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn læknar ekki öll sár

Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri.

Innlent
Fréttamynd

Allir gerðu miklu meira en þeir gátu

Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu 1995. Áður hafði hún, í samráði við sýslumann og sérfræðinga Veðurstofunnar, látið rýma nokkur hús í þorpinu enda vofði snjóflóðahættan yfir. Það dugði ekki til. Flóðið féll annars staðar en reiknað var með og varð stærra og ógurlegra en áður hafði sést í Álftafirði.

Innlent