Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Brautskráning 119 kandídata

Alls 119 kandídatar voru brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands um helgina. Úr grunndeild brautskráðust 32 en úr framhaldsdeild 87, þar af átta með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftir vegna Þjóðarbókhlöðu

Á þriðja þúsund manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun stúdentaráðs þar sem háskólaráð er hvatt til að samþykkja tillögu stúdenta um að veita 8 milljónir til kvöldopnunar Þjóðarbókhlöðunnar, að því er segir í frétt frá stúdentaráði.

Innlent
Fréttamynd

Tímasetning samræmdra prófa

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla verða haldin fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Um 350 börn án kennslu

Um 350 börn í Ingunnarskóla í Grafarholti eru án kennslu og verða það alla vikuna.  Ástæðan er sú að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennari og starfsmenn eru í kynnisferð í Minneapolis.

Innlent
Fréttamynd

Rétt að innheimta skólagjöld

Ungir Sjálfstæðismenn segja rétt að veita ríkisháskólum rétt til innheimtu skólagjalda, enda verði þau lánshæf. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti heiðursdoktorinn

Brautskráningar verða bæði hjá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands í dag. Meðal annars útskrifast fyrsti meistaraneminn úr heilsuhagfræði og tilkynnt verður um kjör fyrsta heiðusdoktorsins í viðskipta- og hagfræðideild, sem og kjöri heiðursdoktors í heimspekideild.

Innlent
Fréttamynd

Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum?

Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. 

Innlent
Fréttamynd

HR og THÍ sameinaðir

Samþykkt hefur verið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands með stofnun einkahlutafélags sem taka mun yfir starfsemi beggja skólanna. Við sameininguna verður til næststærsti háskóli landsins.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt upplýsingastreymi hjá FB

Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Kærkomin búbót fyrir Háskólann

Fyrirtæki og stofnanir styrkja starfsemi Háskóla Íslands í æ ríkari mæli, bæði með launagreiðslum kennara og beinum fjárframlögum til deilda. Ljóst er að um talsverða fjármuni er að ræða þótt heildarupphæðin sé ekki ljós.

Innlent
Fréttamynd

Kennurum fjölgar um tæp 30 prósent

Frá árinu 1998 hefur stöðugildum grunnskólakennara fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á sama tíma og nemendum fjölgaði einungis um 5,6 prósent, að því er fram kemur í frétt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Réttindakennurum fjölgar

Alls hafa 408 menntaðir grunnskólakennarar sótt um leyfisbréf til menntamálaráðuneytisins til kennslu það sem af er árinu. Það er þegar 60 leyfum meira en allt árið í fyrra. Frá árinu 2000 hefur aukningin numið 158 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið leysi kennaradeilu

Stjórnarandstæðingar hvöttu til þess að ríkið greiddi fyrir lausn kennaradeilunnar í umræðum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent