Kannanir Fréttablaðsins

Fréttamynd

Vilja þingsályktun í stað laga

Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg.

Innlent
Fréttamynd

Afraksturinn kemur í ljós

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Sýnir óvinsældir ríkisstjórnar

Vinstri grænir bæta mest við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fara upp um rúm 5 prósentustig og mælast með 20,5 prósenta fylgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, setur fyrirvara við punktmælingar eins og hann kallar skoðanakannanir af þessu tagi en segir að hún sýni umfram allt óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkur minnstur

Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi.

Innlent