Þýskaland

Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli

Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Kynna nýja ríkis­stjórn Þýska­lands

Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Lækkanir halda á­fram

Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu

Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir mót­mæltu Trump á 1.200 mót­mælum

Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Pútín um að draga lappirnar

Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Boltastrákurinn orðinn þjóð­hetja og fer frítt á undanúrslitin

Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andes­fjöllum

Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu breytingar á stjórnar­skrá Þýska­lands

Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Erlent
Fréttamynd

Kveikti í konu í lest

Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist.

Erlent
Fréttamynd

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verð­launa­fé

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er meiri háttar draumur að rætast”

Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. 

Lífið
Fréttamynd

Einn látinn í Mann­heim eftir að bíl var ekið á fólk

Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Merz segir við­ræður hafnar við Sósíal­demó­krata

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska.

Erlent
Fréttamynd

Útgönguspár benda til sögu­legra úr­slita

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. 

Erlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar ganga til kosninga um helgina

Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­stjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun