Kauphöllin Alvotech skákar Marel sem verðmætasta félagið eftir 40 prósenta hækkun í dag Markaðsvirði Alvotech hefur rokið upp í dag og er nú meira en Marels sem hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni frá fjármálahruni ef undanskilin eru fáein ár þar sem Össur var líka skráð á markað hérlendis. Innherji 22.12.2022 11:00 Alvotech færist nær því að fá markaðsleyfi fyrir stærsta lyf sitt í Bandaríkjunum Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík. Innherji 22.12.2022 09:41 Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka. Innherji 21.12.2022 10:40 Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion. Innherji 21.12.2022 09:36 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. Viðskipti innlent 20.12.2022 17:32 Lífeyrissjóðir farnir að horfa til Alvotech eftir 1,6 milljarða kaup á víkjandi bréfum Að minnsta kosti þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech í liðinni viku með kaupum á skuldabréfum fyrir tæplega tvo milljarða sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að rúmlega einu ári liðnu. Áður hafði Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, sem var jafnframt í hópi þeirra sjóða sem tóku þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði, fram að því verið eini lífeyrissjóðurinn hér á landi sem hafði fjárfest í eigin nafni í Alvotech. Innherji 20.12.2022 10:34 Sveiflur á markaði ekki „jafn ýktar“ núna og í fyrstu uppfærslu FTSE Russell Önnur uppfærsla íslenska hlutabréfamarkaðarins í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE Russell gekk betur á föstudaginn en sú fyrsta hinn 16. september. Talsvert færri erlendir fjárfestar seldu hlutabréf sín nú en þá. Þetta herma heimildir Innherja. Flest félögin sem voru í vísitölumenginu lækkuðu engu að síður á föstudaginn. Möguleg má það rekja til þess að erlendir markaðir hafa farið lækkandi að undanförnu og íslensk hlutabréf hafa fylgt þeirri þróun, að mati viðmælanda Innherja. Innherji 19.12.2022 16:01 Algalíf skráð á markað eftir tvö ár Líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á skráningu á markað 2025. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs. Innherji 16.12.2022 13:47 Alvotech fær tíu milljarða fjármögnun til að greiða niður lán frá Alvogen Alvotech hefur gengið frá tíu milljarða króna fjármögnun, jafnvirði um 59,7 milljón Bandaríkjadala, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech. Innherji 16.12.2022 10:07 LIVE seldi í Origo til Alfa Framtaks en heldur eftir stórum hlut Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi þriggja prósenta hlut í Origo til sjóðs á vegum Alfa Framtaks. Sá sjóður mun leggja fram yfirtökutilboð í upplýsingatæknifyrirtækið. Eftir söluna á lífeyrissjóðurinn tíu prósenta hlut í Origo. Innherji 15.12.2022 11:30 Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð. Innherji 15.12.2022 09:46 Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta. Innherji 14.12.2022 16:13 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á meðal þeirra sem seldu í Origo til Alfa Framtaks Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var á meðal þeirra sem seldu í Origo til sjóðs í rekstri Alfa Framtaks, rétt eins og lífeyrissjóðurinn Lífsverk. Lífeyrissjóðirnir Birta, Festa og Stapi voru ekki á meðal seljanda. Sjóðirnir þrír eiga samanlagt 21,4 prósenta hlut í Origo. Innherji 13.12.2022 12:02 Sjóður Alfa Framtaks gerir yfirtökutilboð í Origo og skoðar afskráningu félagsins Félag í eigu framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks hefur keypt tæplega 26 prósenta hlut í Origo og hefur ákveðið að gera tilboð í alla útistandandi hluti félagsins fyrir 101 krónu á hlut. Það er jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta Origo við lokun markaða á föstudag og verðmetur félagið á rúmlega 14 milljarða. Innherji 12.12.2022 08:23 Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00 Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Viðskipti innlent 11.12.2022 21:57 Stormur á verðbréfamarkaði leiðir til að verðmat Sjóvar lækkaði um níu prósent Hinn fullkomni stormur á verðbréfamarkaði var á þriðja ársfjórðungi. Hann bitnaði á rekstri tryggingafélaga. Arðgreiðsla næsta árs verður væntanlega ekki há sem hefur umtalsverð áhrif á verðmat tryggingarfélaga að þessu sinni. „Að auki hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár rokið upp,“ segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 10.12.2022 10:00 Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02 Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“ Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi. Innherji 8.12.2022 14:34 Birkir Jóhannsson tekur við sem forstjóri TM af Sigurði Viðarssyni Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 8.12.2022 09:39 Stundvísi komin yfir níutíu prósent Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent. Viðskipti innlent 6.12.2022 22:32 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna. Innherji 6.12.2022 12:00 Af hverju kaupa fyrirtæki eigin hlutabréf? Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð. Umræðan 6.12.2022 09:03 Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er. Innherji 6.12.2022 06:31 Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 5.12.2022 09:45 IFS ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Sýn Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“ Innherji 3.12.2022 11:05 Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Viðskipti innlent 2.12.2022 17:07 IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum. Markaðsgengið er fjórum prósentum lægra en matsgengið. Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Framlegðin batnaði samhliða auknu kostnaðaraðhaldi. Innherji 2.12.2022 16:00 Verðmetur VÍS töluvert lægra en markaðurinn Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“ Innherji 2.12.2022 14:01 Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Viðskipti innlent 2.12.2022 07:05 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 79 ›
Alvotech skákar Marel sem verðmætasta félagið eftir 40 prósenta hækkun í dag Markaðsvirði Alvotech hefur rokið upp í dag og er nú meira en Marels sem hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni frá fjármálahruni ef undanskilin eru fáein ár þar sem Össur var líka skráð á markað hérlendis. Innherji 22.12.2022 11:00
Alvotech færist nær því að fá markaðsleyfi fyrir stærsta lyf sitt í Bandaríkjunum Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík. Innherji 22.12.2022 09:41
Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka. Innherji 21.12.2022 10:40
Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion. Innherji 21.12.2022 09:36
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. Viðskipti innlent 20.12.2022 17:32
Lífeyrissjóðir farnir að horfa til Alvotech eftir 1,6 milljarða kaup á víkjandi bréfum Að minnsta kosti þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech í liðinni viku með kaupum á skuldabréfum fyrir tæplega tvo milljarða sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að rúmlega einu ári liðnu. Áður hafði Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, sem var jafnframt í hópi þeirra sjóða sem tóku þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði, fram að því verið eini lífeyrissjóðurinn hér á landi sem hafði fjárfest í eigin nafni í Alvotech. Innherji 20.12.2022 10:34
Sveiflur á markaði ekki „jafn ýktar“ núna og í fyrstu uppfærslu FTSE Russell Önnur uppfærsla íslenska hlutabréfamarkaðarins í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE Russell gekk betur á föstudaginn en sú fyrsta hinn 16. september. Talsvert færri erlendir fjárfestar seldu hlutabréf sín nú en þá. Þetta herma heimildir Innherja. Flest félögin sem voru í vísitölumenginu lækkuðu engu að síður á föstudaginn. Möguleg má það rekja til þess að erlendir markaðir hafa farið lækkandi að undanförnu og íslensk hlutabréf hafa fylgt þeirri þróun, að mati viðmælanda Innherja. Innherji 19.12.2022 16:01
Algalíf skráð á markað eftir tvö ár Líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á skráningu á markað 2025. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs. Innherji 16.12.2022 13:47
Alvotech fær tíu milljarða fjármögnun til að greiða niður lán frá Alvogen Alvotech hefur gengið frá tíu milljarða króna fjármögnun, jafnvirði um 59,7 milljón Bandaríkjadala, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech. Innherji 16.12.2022 10:07
LIVE seldi í Origo til Alfa Framtaks en heldur eftir stórum hlut Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi þriggja prósenta hlut í Origo til sjóðs á vegum Alfa Framtaks. Sá sjóður mun leggja fram yfirtökutilboð í upplýsingatæknifyrirtækið. Eftir söluna á lífeyrissjóðurinn tíu prósenta hlut í Origo. Innherji 15.12.2022 11:30
Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð. Innherji 15.12.2022 09:46
Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta. Innherji 14.12.2022 16:13
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á meðal þeirra sem seldu í Origo til Alfa Framtaks Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var á meðal þeirra sem seldu í Origo til sjóðs í rekstri Alfa Framtaks, rétt eins og lífeyrissjóðurinn Lífsverk. Lífeyrissjóðirnir Birta, Festa og Stapi voru ekki á meðal seljanda. Sjóðirnir þrír eiga samanlagt 21,4 prósenta hlut í Origo. Innherji 13.12.2022 12:02
Sjóður Alfa Framtaks gerir yfirtökutilboð í Origo og skoðar afskráningu félagsins Félag í eigu framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks hefur keypt tæplega 26 prósenta hlut í Origo og hefur ákveðið að gera tilboð í alla útistandandi hluti félagsins fyrir 101 krónu á hlut. Það er jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta Origo við lokun markaða á föstudag og verðmetur félagið á rúmlega 14 milljarða. Innherji 12.12.2022 08:23
Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00
Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Viðskipti innlent 11.12.2022 21:57
Stormur á verðbréfamarkaði leiðir til að verðmat Sjóvar lækkaði um níu prósent Hinn fullkomni stormur á verðbréfamarkaði var á þriðja ársfjórðungi. Hann bitnaði á rekstri tryggingafélaga. Arðgreiðsla næsta árs verður væntanlega ekki há sem hefur umtalsverð áhrif á verðmat tryggingarfélaga að þessu sinni. „Að auki hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár rokið upp,“ segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 10.12.2022 10:00
Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02
Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“ Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi. Innherji 8.12.2022 14:34
Birkir Jóhannsson tekur við sem forstjóri TM af Sigurði Viðarssyni Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 8.12.2022 09:39
Stundvísi komin yfir níutíu prósent Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent. Viðskipti innlent 6.12.2022 22:32
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna. Innherji 6.12.2022 12:00
Af hverju kaupa fyrirtæki eigin hlutabréf? Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð. Umræðan 6.12.2022 09:03
Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er. Innherji 6.12.2022 06:31
Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 5.12.2022 09:45
IFS ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Sýn Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“ Innherji 3.12.2022 11:05
Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Viðskipti innlent 2.12.2022 17:07
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum. Markaðsgengið er fjórum prósentum lægra en matsgengið. Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Framlegðin batnaði samhliða auknu kostnaðaraðhaldi. Innherji 2.12.2022 16:00
Verðmetur VÍS töluvert lægra en markaðurinn Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“ Innherji 2.12.2022 14:01
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Viðskipti innlent 2.12.2022 07:05