Kauphöllin

Fréttamynd

Al­vot­ech færist nær því að fá markaðs­leyfi fyrir stærsta lyf sitt í Banda­ríkjunum

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík.

Innherji
Fréttamynd

Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka

Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir farnir að horfa til Alvotech eftir 1,6 milljarða kaup á víkjandi bréfum

Að minnsta kosti þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech í liðinni viku með kaupum á skuldabréfum fyrir tæplega tvo milljarða sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að rúmlega einu ári liðnu. Áður hafði Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, sem var jafnframt í hópi þeirra sjóða sem tóku þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði, fram að því verið eini lífeyrissjóðurinn hér á landi sem hafði fjárfest í eigin nafni í Alvotech.

Innherji
Fréttamynd

Sveifl­ur á mark­að­i ekki „jafn ýkt­ar“ núna og í fyrst­u upp­færsl­u FTSE Rus­sell

Önnur uppfærsla íslenska hlutabréfamarkaðarins í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE Russell gekk betur á föstudaginn en sú fyrsta hinn 16. september. Talsvert færri erlendir fjárfestar seldu hlutabréf sín nú en þá. Þetta herma heimildir Innherja. Flest félögin sem voru í vísitölumenginu lækkuðu engu að síður á föstudaginn. Möguleg má það rekja til þess að erlendir markaðir hafa farið lækkandi að undanförnu og íslensk hlutabréf hafa fylgt þeirri þróun, að mati viðmælanda Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Algalíf skráð á markað eftir tvö ár

Líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á skráningu á markað 2025. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi

Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.

Innherji
Fréttamynd

Eftir þungt ár er far­ið að rofa til varð­and­i verð­bólg­u­horf­ur er­lend­is

Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“

Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi.

Innherji
Fréttamynd

Af hverj­­u kaup­­a fyr­­ir­t­æk­­i eig­­in hlut­­a­br­éf?

Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð.

Umræðan
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

Innherji
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri

Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Innherji
Fréttamynd

IFS ráð­legg­ur fjár­fest­um að hald­a bréf­um í Sýn

Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“

Innherji
Fréttamynd

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­met­ur VÍS töluvert lægr­a en mark­að­ur­inn

Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“

Innherji