Geim-Fréttir

Fréttamynd

SIMS 2 á leiðinni í allar vélar

Aðdáendur seríunnar hafa beðið um Sims 2 á leikjatölvurnar alveg síðan við gáfum hann út á PC í september í fyrra.  Það er því mikil ánægja að geta gefið hann út," segir Sinjin Bain, Framkvæmdarstjóri EA/Maxis. 

Leikjavísir
Fréttamynd

SpyToy fyrir EyeToy

Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi.  Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sony PSP kemur út í haust

Eftir gríðarlega velgengni PSP í Japan og Bandaríkjunum, mun PSP fara í sölu í Evrópu 1. september 2005, og verður tölvan gefin út í svokölluðum Value Pack.  Pakkinn inniheldur fjölda aukahluta og afþreyingarefni, en þar á meðal er hulstur utan um vélina, 32MB Memory Stick Duo minniskort,  rafhlöðupakki, heyrnatól með fjarstýringu, hleðslutæki, festing fyrir úlnlið og diskur sem inniheldur prufur af myndböndum, tónlist og leikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Mynd af nýju Xbox lekur út

Nú styttist í að nýja Xbox vélin verði afhjúpuð almenningi en það mun gerast 12 og 13 maí á MTV. Áhugasamir ættu að hafa viðtækin stillt inn á tónlistarstöðina vinsælu enda er hún byrjuð að kynna þennan viðburð að krafti.

Leikjavísir
Fréttamynd

Star Wars Battlefront 2 í vinnslu

Framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma mun bæta við sig geimbardögum, spilanlegum jedi persónum og efni úr STAR WARS: EPISODE III REVENGE OF THE SITH myndinni

Leikjavísir
Fréttamynd

Scarface: The World Is Yours

Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur.  Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Smá upplýsingar um Quake 4

Activision hafa loksins gefið út smá upplýsingar um Quake 4. Leikurinn mun gerast eftir að Quake 2 endar þar sem einn liðsmaður nær að uppræta varnir heimaplánetu Strogg óvættanna ásamt leiðtoganum Makron.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ratchet snýr aftur, með aukahluti.

Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4 leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone.

Leikjavísir
Fréttamynd

Legokallar öðlast máttinn

Nú þegar þriðji hluti stjörnustríðsmyndanna í seríunni er á næsta leiti eru tölvuleikjaframleiðendur og leikfangaframleiðendur að gíra sig upp í gósentíð í sölu. Sumir ganga skrefinu lengra og gefa út tölvuleik byggðan á myndunum með leikföngum í forgrunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Midnight Club 3 kominn í verslanir

Rockstar Games ásamt bílablaðinu DUB kynna bílaleikinn Midnight Club 3 DUB Edition. Þetta er þriðji leikurinn í seríunni sem færði bílaleikina af brautunum og inn á götur stórborganna. Midnight Club 3 DUB Edition er fáránlega hraður bílaleikur, þar sem leikmenn geta ekið frjálst um Atlanta, San Diego og Detroit, einir og sér eða með allt að 8 öðrum á netinu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ubisoft hætta við Ghost Recon 2

Ubisoft hafa tilkynnt að Þeir munu ekki gefa út Ghost Recon 2 fyrir PC. Ástæðan er sú að vinna er núþegar hafin á Ghost Recon 3 og hafa Ubisoft menn áhyggjur af því að annarhvor leikurinn verði verri fyrir vikið ef þeir gefi út báða.

Leikjavísir
Fréttamynd

Harry Potter og Eldbikarinn

Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment kynna hér nýjan leik byggðan á Harry Potter og eldbikarnum. Útgáfa leiksins er áætluð í nóvmeber 2005, í tengslum við samnefnda kvikmynd sem fjallar um þessa fjórðu bók Harry Potter eftir JK. Rowlings. Í leiknum upplifir þú öll helstu atriði myndarinnar og þar reynir á töfrahæfileika þína í samvinnu við vini þína.

Leikjavísir
Fréttamynd

Hitchhikers Guide í símann þinn

Það þekkja margir bækur Douglas Adams, Hitchhikers Guide To The Galaxy enda þrælskemtileg lesning. Kvikmynd eftir bókunum verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 29.apríl en hér heima verður hún frumsýnd í Sambíóunum 06. maí næstkomandi. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Need for Speed: Most Wanted

Electronic Arts hefur tilkynnt að framleiðendur Need for Speed Underground leikjanna, sem selst hafa í meira en 15 milljónum eintaka, eru byrjaðir að vinna að Need for Speed Most Wanted hjá EA Kanada. Leikurinn sameinar spennandi og ólöglegan götuakstur og uppfærslur á bílum með nötrandi bílaeltingaleikjum þar sem leikmenn eru með lögregluna á hælunum, allt matreidd í alvöru Hollywood stíl.  Need for Speed Most Wanted hvetur leikmenn til að tapa sér í keppninni um að verða sá besti í götuakstri.

Leikjavísir
Fréttamynd

Endurbætt Lara Croft

Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Call Of Duty 2 í vinnslu

Activision og fyrirtæki þeirra Infinity Ward er komnir aftur í gang og eru að vinna að Call of Duty 2, glænýjum stórleik sem inniheldur ringulreiðina og spennuna sem var til staðar í Seinni Heimsstyrjöldinni.  Þetta framhald af verðlaunaleiknum Call of Duty.

Leikjavísir
Fréttamynd

Simsararnir mála bæinn rauðann

Í þessum öðrum aukadisk fyrir vinsælasta leik heimsins eða The Sims 2, fá simsarnir loks tækifæri á að mála bæinn rauðann. Nú er tími til að láta námið eiga sig, henda skólabókunum lengst ofan í skúffu og leggja alla orku í að verða drottning eða konungur næturinnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

24 hertekur stafræna heiminn

Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ´24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit).

Leikjavísir
Fréttamynd

50 Cent er skotheldur

Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles.

Leikjavísir
Fréttamynd

Burnout Revenge staðfestur

Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge.

Leikjavísir
Fréttamynd

Marilyn Manson með lag í Cold Fear

Marilyn Manson hefur gefið tölvuleikjaframleiðandanum UbiSoft leyfi að nota lagið hans Use Your Fist and Not Your Mouth af plötunni The Golden Age Of Grotesque frá árinu 2003 í leikinn Cold Fear.

Leikjavísir
Fréttamynd

Doom í farsíma

Doom leikirnir hafa verið brautryðjandi í gegnum tíðina fyrir skotleikjageirann en nú mun afbrigði af Doom sjást í farsímum í nánustu framtíð. Það sérstaka við þessa útgáfu er að leikurinn mun vera hlutverkaleikur gerður af einum höfunda Doom, John Carmack.

Leikjavísir
Fréttamynd

Halo 2 aukapakki á leiðinni

Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um aukapakka fyrir hinn vinsæla Halo 2 fyrir Xbox leikjavélina eftir að upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Microsoft í Kóreu og svo á Ebgames.com sem birti upplýsingar og verð á pakkanum en tók svo upplýsingarnar af síðunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Guðfaðirinn á leiðinni í tölvurnar

Electronic Arts hafa tilkynnt útgáfu á leik byggðum á meistaraverkinu Godfather. Leikurinn verður gefin út í haust fyrir PS2, Xbox, PC og PSP og mun innihalda raddir frá leikurunum James Caan, Robert Duvall og Marlon Brando sjálfur mun koma við sögu.

Leikjavísir