Fréttir af flugi Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“ Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu. Viðskipti innlent 19.5.2021 20:15 Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. Viðskipti innlent 19.5.2021 17:37 Aðför samgönguráðherra að Egilsstaðaflugvelli Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Skoðun 19.5.2021 16:01 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. Innlent 19.5.2021 10:00 Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Neytendur 18.5.2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. Innlent 18.5.2021 06:24 Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33 Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42 Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01 Fisvélar sveimuðu yfir höfuðborgarsvæðinu Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Innlent 12.5.2021 23:37 Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Viðskipti innlent 10.5.2021 17:32 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Innlent 10.5.2021 13:53 Tíu í haldi á Keflavíkurflugvelli Tíu manns, sem komu með flugi frá Spáni í gær, eru í haldi á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði þess að koma til landsins. Innlent 9.5.2021 15:18 Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Viðskipti innlent 6.5.2021 14:37 Einkaflugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósi Engan sakaði þegar lítil flugvél hlekktist á við lendingu nærri flugvellinum á Blönduósi. Tveir voru um borð í flugvélinni. Innlent 4.5.2021 20:58 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Innlent 2.5.2021 20:01 Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. Viðskipti innlent 2.5.2021 18:25 Bólusettu túristarnir eru lentir Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 2.5.2021 12:33 Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Innlent 1.5.2021 13:04 Fyrsta áætlunarflugið til Tenerife í morgun Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína. Viðskipti innlent 1.5.2021 09:47 Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Viðskipti innlent 30.4.2021 20:31 Björn Thoroddsen flugstjóri er látinn Björn Thoroddsen, flugstjóri og listflugmaður er látinn, 84 ára að aldri. Innlent 30.4.2021 11:19 Flugslys á Hólmsheiði Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld. Innlent 29.4.2021 21:39 Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. Viðskipti innlent 29.4.2021 19:44 Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. Viðskipti innlent 28.4.2021 06:36 Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. Skoðun 23.4.2021 08:36 Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. Viðskipti innlent 21.4.2021 12:28 Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Erlent 20.4.2021 14:05 United Airlines hyggst fljúga til Keflavíkur í sumar Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að það hyggist hefja aftur flug til Íslands nú í sumar. Flogið verður frá Keflavík til New York og Chicago. Viðskipti innlent 19.4.2021 12:59 Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. Viðskipti innlent 17.4.2021 10:54 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 147 ›
Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“ Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu. Viðskipti innlent 19.5.2021 20:15
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. Viðskipti innlent 19.5.2021 17:37
Aðför samgönguráðherra að Egilsstaðaflugvelli Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Skoðun 19.5.2021 16:01
Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. Innlent 19.5.2021 10:00
Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Neytendur 18.5.2021 19:01
Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. Innlent 18.5.2021 06:24
Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33
Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42
Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01
Fisvélar sveimuðu yfir höfuðborgarsvæðinu Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Innlent 12.5.2021 23:37
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Viðskipti innlent 10.5.2021 17:32
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Innlent 10.5.2021 13:53
Tíu í haldi á Keflavíkurflugvelli Tíu manns, sem komu með flugi frá Spáni í gær, eru í haldi á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði þess að koma til landsins. Innlent 9.5.2021 15:18
Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Viðskipti innlent 6.5.2021 14:37
Einkaflugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósi Engan sakaði þegar lítil flugvél hlekktist á við lendingu nærri flugvellinum á Blönduósi. Tveir voru um borð í flugvélinni. Innlent 4.5.2021 20:58
Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Innlent 2.5.2021 20:01
Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. Viðskipti innlent 2.5.2021 18:25
Bólusettu túristarnir eru lentir Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 2.5.2021 12:33
Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Innlent 1.5.2021 13:04
Fyrsta áætlunarflugið til Tenerife í morgun Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína. Viðskipti innlent 1.5.2021 09:47
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Viðskipti innlent 30.4.2021 20:31
Björn Thoroddsen flugstjóri er látinn Björn Thoroddsen, flugstjóri og listflugmaður er látinn, 84 ára að aldri. Innlent 30.4.2021 11:19
Flugslys á Hólmsheiði Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld. Innlent 29.4.2021 21:39
Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. Viðskipti innlent 29.4.2021 19:44
Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. Viðskipti innlent 28.4.2021 06:36
Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. Skoðun 23.4.2021 08:36
Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. Viðskipti innlent 21.4.2021 12:28
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Erlent 20.4.2021 14:05
United Airlines hyggst fljúga til Keflavíkur í sumar Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að það hyggist hefja aftur flug til Íslands nú í sumar. Flogið verður frá Keflavík til New York og Chicago. Viðskipti innlent 19.4.2021 12:59
Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. Viðskipti innlent 17.4.2021 10:54