Fréttir Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 9.11.2006 18:40 Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Innlent 9.11.2006 18:35 Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði. Erlent 9.11.2006 18:29 Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt. Innlent 9.11.2006 18:16 Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni. Innlent 9.11.2006 18:01 Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Erlent 9.11.2006 17:45 Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Erlent 9.11.2006 17:25 Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð. Innlent 9.11.2006 16:59 Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms að karlmaður skyldi sæta tveggja mánaða fangelsi og verða sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið bæði ölvaður og án ökuskírteinis. Innlent 9.11.2006 16:49 Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni. Erlent 9.11.2006 16:44 Sjóorrusta við strendur Sri Lanka Tuttugu og þrem hraðskreiðum fallbyssubátum var sökkt í mikilli sjóorrustu undan ströndum Sri Lanka, í dag, að sögn stjórnvalda. Erlent 9.11.2006 16:29 Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka sæti á lista Samfylkingarinnar Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún taki sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 9.11.2006 16:24 Það eru pabbarnir sem skipta máli Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki. Erlent 9.11.2006 16:03 Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýðilegar móttökur og þjónustu hér á landi. Innlent 9.11.2006 16:01 Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Matsfyrirtækið segir Ísland þurfa að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar. Það hafi verið gert á Nýja-Sjálandi, sem hefur álíka lánshæfismat, að sögn Fitch Ratings. Viðskipti innlent 9.11.2006 15:46 Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Innlent 9.11.2006 15:33 Andlitslausi maðurinn er látinn Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Lengst af kalda stríðinu var hann einn valdamesti maður Austur-Þýskalands. Erlent 9.11.2006 15:32 Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði. Innlent 9.11.2006 15:19 Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000. Viðskipti innlent 9.11.2006 15:11 Best að búa í Noregi og á Íslandi Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda. Innlent 9.11.2006 15:00 Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza-svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn. Erlent 9.11.2006 14:56 Tveimur kjarnorkueldflaugum skotið í dag Kalda stríðinu kann að vera lokið, en kjarnorkuveldin vilja þó vera viss um að þau geti ennþá sprengt hvert annað í loft upp, ef svo ber undir Erlent 9.11.2006 14:45 Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007. Innlent 9.11.2006 14:37 Interpol óttast týnd norsk vegabréf Erlent 9.11.2006 14:26 Hamas hikar við árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ræddi í dag í síma við Khaled Mashaal, hinn útlæga leiðtoga Hamas-samtakanna. Embættismenn segja að þetta sé vísbending um að þeir séu nálægt því að ná samkomulagi um þjóðstjórn. Erlent 9.11.2006 14:09 Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar hratt Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 4,7 milljarða dali eða 320,7 milljarða íslenskra króna í september. Þetta jafngildir 6,8 prósenta samdrætti á milli mánaða en viðskiptahallinn hefur ekki dregist jafn mikið saman síðan í febrúar árið 2001. Helsta ástæðan er lægra heimsmarkaðsverð á hráolíu. Viðskipti erlent 9.11.2006 14:09 Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi. Innlent 9.11.2006 14:05 Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. Innlent 9.11.2006 13:48 Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof. Innlent 9.11.2006 13:35 Breytingar boðaðar í House of Fraser Breskir fjölmiðlar hafa í dag vitnað til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem segir að breskar verslanir séu leiðinlegar og þreytandi og bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Baugur Group og aðrir fjárfestar luku við kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser í gær. Jón sagði verslanakeðjuna ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og „krydda“ vöruúrvalið. Viðskipti innlent 9.11.2006 13:34 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 9.11.2006 18:40
Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Innlent 9.11.2006 18:35
Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði. Erlent 9.11.2006 18:29
Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt. Innlent 9.11.2006 18:16
Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni. Innlent 9.11.2006 18:01
Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Erlent 9.11.2006 17:45
Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Erlent 9.11.2006 17:25
Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð. Innlent 9.11.2006 16:59
Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms að karlmaður skyldi sæta tveggja mánaða fangelsi og verða sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið bæði ölvaður og án ökuskírteinis. Innlent 9.11.2006 16:49
Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni. Erlent 9.11.2006 16:44
Sjóorrusta við strendur Sri Lanka Tuttugu og þrem hraðskreiðum fallbyssubátum var sökkt í mikilli sjóorrustu undan ströndum Sri Lanka, í dag, að sögn stjórnvalda. Erlent 9.11.2006 16:29
Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka sæti á lista Samfylkingarinnar Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún taki sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 9.11.2006 16:24
Það eru pabbarnir sem skipta máli Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki. Erlent 9.11.2006 16:03
Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýðilegar móttökur og þjónustu hér á landi. Innlent 9.11.2006 16:01
Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Matsfyrirtækið segir Ísland þurfa að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar. Það hafi verið gert á Nýja-Sjálandi, sem hefur álíka lánshæfismat, að sögn Fitch Ratings. Viðskipti innlent 9.11.2006 15:46
Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Innlent 9.11.2006 15:33
Andlitslausi maðurinn er látinn Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Lengst af kalda stríðinu var hann einn valdamesti maður Austur-Þýskalands. Erlent 9.11.2006 15:32
Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði. Innlent 9.11.2006 15:19
Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000. Viðskipti innlent 9.11.2006 15:11
Best að búa í Noregi og á Íslandi Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda. Innlent 9.11.2006 15:00
Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza-svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn. Erlent 9.11.2006 14:56
Tveimur kjarnorkueldflaugum skotið í dag Kalda stríðinu kann að vera lokið, en kjarnorkuveldin vilja þó vera viss um að þau geti ennþá sprengt hvert annað í loft upp, ef svo ber undir Erlent 9.11.2006 14:45
Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007. Innlent 9.11.2006 14:37
Hamas hikar við árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ræddi í dag í síma við Khaled Mashaal, hinn útlæga leiðtoga Hamas-samtakanna. Embættismenn segja að þetta sé vísbending um að þeir séu nálægt því að ná samkomulagi um þjóðstjórn. Erlent 9.11.2006 14:09
Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar hratt Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 4,7 milljarða dali eða 320,7 milljarða íslenskra króna í september. Þetta jafngildir 6,8 prósenta samdrætti á milli mánaða en viðskiptahallinn hefur ekki dregist jafn mikið saman síðan í febrúar árið 2001. Helsta ástæðan er lægra heimsmarkaðsverð á hráolíu. Viðskipti erlent 9.11.2006 14:09
Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi. Innlent 9.11.2006 14:05
Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. Innlent 9.11.2006 13:48
Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof. Innlent 9.11.2006 13:35
Breytingar boðaðar í House of Fraser Breskir fjölmiðlar hafa í dag vitnað til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem segir að breskar verslanir séu leiðinlegar og þreytandi og bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Baugur Group og aðrir fjárfestar luku við kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser í gær. Jón sagði verslanakeðjuna ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og „krydda“ vöruúrvalið. Viðskipti innlent 9.11.2006 13:34