Fréttir

Fréttamynd

Litvinenko látinn

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var eitrað fyrir í upphafi mánaðarins, er látinn. Frá þessu skýrði sjúkrahúsið sem hann dvaldist á nú rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Slagsmál í flugvél

Slagsmál urðu í flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum í kvöld. Átökin hófust þegar að vélin var í aðflugi. Var árásarmaðurinn tekinn höndum þegar vélin lenti og er maðurinn á slysadeild þar sem hlúð er að sárum hans. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hún yfirheyra árásarmanninn í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylda falsar tvo milljarða

Níu peningafalsarar voru í dag dæmdir í samtals 41 árs fangelsi fyrir að hafa ætlað að koma 14 milljónum punda, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna, í umferð í Bretlandi. Breskir lögreglumenn segja að þetta sé stærsta peningafölsunarmál í sögu landsins og að hægt sé að rekja tvo þriðju af öllum fölsuðum seðlum sem lögreglan hefur lagt hald á á árinu til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi

Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu.

Innlent
Fréttamynd

Blaine laus úr enn annarri prísundinni

Töframaðurinn David Blaine losaði sig úr snúðnum sem hann hékk í yfir Times-torgi í New York á fáeinum mínútum. Alls hafði hann hangið í snúðnum í tvo daga og snerist þar í allar áttar, óvarinn fyrir veðri og vindum. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið merkilega erfitt.

Erlent
Fréttamynd

Hisbollah kemur í veg fyrir mótmæli

Leiðtogi Hisbollah samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah, biðlaði til stuðningsmanna samtakanna að hætta mótmælum sínum í Beirút í kvöld. Hann kom fram í símaviðtali á sjónvarpsstöð Hisbollah og hvatti fólk til þess að hverfa til síns heima þar sem þeir vildu engan á götum úti.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn bjóða frið

Herskáir hópar Palestínumanna hafa gert Ísraelum friðartillögu. Ætla þeir sér að hætta öllum eldflaugaárásum á Ísrael gegn því að Ísraelar muni hætta öllum hernaðaraðgerðum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum svokallaða. Þessu skýrði talsmaður hópanna frá í dag.

Erlent
Fréttamynd

Heilsu Litvinenkos hrakar enn

Alexander Litvinenko, hinn fyrrum rússneski njósnari sem var eitrað fyrir í London fyrir þremur vikum síðan, er alvarlega veikur eftir að ástand hans versnaði til muna. Læknar hafa nú útilokað að honum hafi verið byrlað þallíum eða álíku efni. Hann fékk hjartaáfall síðastliðna nótt og er nú haldið sofandi en þrátt fyrir það er ekki talið að miklar skemmdir hafi orðið á hjarta hans.

Erlent
Fréttamynd

Með golfkylfur í geimnum

Rússneski geimfarinn Mikhail Tyurin sló í nótt lengsta golfhögg sögunnar. Það er reyndar svo langt að kúlan er enn á flugi.

Erlent
Fréttamynd

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var stofnuð í dag. Það var tónlistarkonan Lay Low sem opnaði fundinn í þjóðmenningarhúsinu með lagi sínu Mojo love. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði mikilvægt skref stigið og útflutningur á tónlist gæti numið um meira en 1% af landsframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæðasta árásin hingað til

Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn.

Erlent
Fréttamynd

Iðgjöld trygginga hækka um áramót

Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%. Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi

Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar.

Innlent
Fréttamynd

Afríkuríki verða að verja sig gegn fuglaflensu

Leiðtogar Alþjóðaheilbrigðissamtakanna sögðu í dag að ríki í Afríku þyrftu að fjárfesta mikið og fljótt í forvörnum gegn fuglaflensunni. Sögðu þeir að ríkin hefðu hreinlega ekki efni á því að leiða hættuna hjá sér öllu lengur. Þetta kom fram í ræðu þeirra á ráðstefnu um heilsuþjónustu í Afríku en hún fer fram í Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Pútin ver bann við kjötinnflutningi

Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, hefur varið þá ákvörðun Rússa að banna allan innflutning á kjöti frá Póllandi. Bannið hefur staðið í nærri ár og eru Pólverjar hreint ekki sáttir við það. Hafa þeir meðal annars komið í veg fyrir viðræður milli Evrópusambandsins og Rússa um nýjan samstarfssamning.

Erlent
Fréttamynd

Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin

Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra í Íslandi í dag

Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf.

Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél.

Innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða

Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið

Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur stúlknanna var stjúpdóttir mannsins en hin vinkona hennar. Stjúpdóttir mannsins var aðeins sex ára gömul þegar brotin hófust.

Innlent
Fréttamynd

Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl

Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Michael Shields snýr aftur til Bretlands

Tvítugur Breti, Michael Shields, sem dæmdur var fyrir morðtilraun í Búlgaríu í fyrra snýr í dag til síns heima. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en Shields var staddur í fríi í Varna í Búlgaríu í maí í fyrra og fylgdist með uppáhaldsliði sínu, Liverpool, tryggja sér Meistaradeildartitilinn í knattspyrnu.

Erlent
Fréttamynd

Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær

Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð.

Innlent