Innlent

Iðgjöld trygginga hækka um áramót

Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Að meðaltali þýðir það um 10 þúsunda króna hækkun á ári á meðalbifreið. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%.

Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. Hann segir vátryggingareksturinn ekki standa undir sér og þótt hagnaður hafi verið af fjármálatekjum geti þær ekki endalaust greitt tap af vátryggingum.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjór Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fjárfestingartekjurnar myndaðar á grunni svokallaðs bótasjóðs en í honum er fé fyrir hugsanlegum kostnaði af tjónum. Í bótasjóði bílatrygginga liggi yfir tuttugu og sex milljarðar. Hagnaður af fjármamálastarfsemi vátryggingarfélaga árið tvö þúsund og fimm var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar.

Runólfur segir fjármálastarfsemi óaðskiljanlegan þátt í starfsemi vátryggingarfélags og viðbótarhækkanirnar nú langt yfir því sem eðlilegt getur talist.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×