Fréttir

Fréttamynd

Staðfest fuglaflensutilfelli í Suður-Kóreu

Staðfest hefur verið afbrigði H5N1 fuglaflensu í Suður Kóreu. Flensan braust út á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og tæplega sjö þúsundum til viðbótar þurfti að slátra. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en búist er við niðurstöðum úr þeim seinna í dag. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.

Erlent
Fréttamynd

Í hraðakstri með íþróttastúlkur

Lögreglan á Blönduósi hafði í gær afskipti af um 30 ökumönnum fyrir hraðakstur í gegnum umdæmi sitt. Enginn þeirra ók á ofsahraða en einn mældist á 121 kílómetra hraða, sem teldist vart í frásögur færandi, nema af því að með honum í bílnum voru sjö stúlkur á táningsaldri frá íþróttafélagi á Akureyri á leið til keppni suður fyrir heiðar.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa staðfest í Suður-Kóreu

Fuglaflensa af stofninum H5N1 hefur verið staðfest í fuglum á kjúklingabúi í Suður Kóreu. Tilfellið kom upp á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust úr flensunni og þurfti að slátra tæplega sjö þúsundum til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Breska lögreglan finnur leifar af geislavirku efni

Bresk yfirvöld hafa fundið leifar af sama geislavirka efninu og fannst í líkama Alexanders Litvinenko eftir að hann lést á þeim þremur stöðum sem hann dvaldi á daginn sem hann taldi að hefði verið eitrað fyrir honum.

Erlent
Fréttamynd

Bílvelta undir Hafnarfjalli

Fólksbíll keyrði útaf undir Hafnarfjalli rétt um sjö leytið í kvöld. Velti ökumaður bílnum og er bíllinn mikið skemmdur en ökumaðurinn var einn á ferð. Hlaut hann áverka á höfði og brjóstkassa og var því fluttur á sjúkrahúsið í Borgarnesi og verður fylgst með honum þar yfir nótt. Lögreglan í Borgarnesi gat ekkert sagt um ástæður útafaksturins að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Boðið upp á hraðþjónustu á flugvöllum

Einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa nú séð sér hag í því að setja upp þjónustu sem að flýtir ferð fólks í gegnum flugvelli þar í landi. Vegna ótta við hryðjuverk eru mörg öryggishlið sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur það valdið miklum pirringi meðal fólks sem ferðast mikið.

Erlent
Fréttamynd

Google í slæmum málum á Ítalíu

Ítalskir saksóknarar eru iðnir við kolann en þeir hófu í dag rannsókn á því hvernig myndband, sem sýnir fjóra unglinga fara illa með einhverfan dreng, á myndbandavefsíðu Google. Eru tveir starfsmenn Google ákærðir fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því hvers konar efni er sett inn á síðuna.

Erlent
Fréttamynd

Brostu og allur heimurinn brosir við þér

Sjálfboðaliðar fyrir Ólympíuleikana sem verða í Peking í Kína árið 2008 hafa verið sendir í sérstaka þjálfun til þess að standa sig betur í starfi sínu. Og hvað er verið að kenna sjálfboðaliðunum? Jú, að brosa.

Erlent
Fréttamynd

Setti barnið í frystinn

Kanadískur maður sem vissi ekki hvað átti að gera þegar að tíu mánaða gamalt barn kærustu hans fékk hita setti það inn í frysti til þess að kæla það aðeins niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi og að ráðast á barnið en móðirin bjargaði því þegar hún kom heim. Maðurinn hafði þá sett stúlkubarnið við hliðina á ísmolunum og hamborgurunum.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi sakaður um kosningasvindl

Ítalskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á þeim ásökunum vinstri sinnaðs dagblaðs á Ítalíu að flokkur Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hafi reynt að hafa rangt við í þingkosningum sem fóru fram í apríl síðastliðnum. Berlusconi neitar öllu og íhugar málsókn.

Erlent
Fréttamynd

Bush leitar bandamanna víða

Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta er farin að leita leiða til þess að koma á stöðugleika í Írak en landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ætla þeir sér að vinna að því takmarki með hófsömum múslimaríkjum á svæðinu og á sama tíma ætla þeir að leita leiða til þess að binda enda á deilur Ísraela og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Eiturlyfjagengi í ímyndarvanda

Mexíkóskt eiturlyfjagengi tók upp þá nýjung að auglýsa sjálft sig í dagblöðum til þess að segja fólki að það væri í rauninni ekkert slæmt. Í auglýsingunum, sem voru birtar í nokkrum dagblöðum, var tekið fram að gengið, sem er þekkt sem "Fjölskyldan", væri ekki glæpagengi heldur sjálfskipaðir verndarar reglu og réttlætis.

Erlent
Fréttamynd

Ísland og Noregur í varnarsamstarf

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála.

Innlent
Fréttamynd

Ódæða hefnt

Minnst 30 týndu lífi og hátt í 50 til viðbótar særðust þegar vígamenn hófu skothríð í hverfi súnnía í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Að sögn vitna lögðu árásarmennirnir síðan elda að fjórum moskum í hverfinu. Árásin er sögð hefnd fyrir sprengjuárás í Sadr-hverfi sjía í höfuðborginn í gær sem kostaði rúmlega 200 manns lífið.

Erlent
Fréttamynd

Valdarán á bandarísku dagblaði

Maður íklæddur felubúning og vopnaður hríðskotabyssu réðist til inngöngu í húsakynni bandaríska dagblaðsins Miami Herald í dag. Neyddi hann starfsfólk til þess að yfirgefa húsakynnin og gaf til kynna að hann hefði þar með tekið dagblaðið yfir. Ástæðuna sagði hann vera lág laun og að dagblaðið væri illa rekið.

Erlent
Fréttamynd

Mið tekið af auknum flutningum

Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari 500 olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra.

Innlent
Fréttamynd

Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos

Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug.

Erlent
Fréttamynd

Barnið í vistun Barnaverndar Reykjavíkur

Barnið sem reynt var að fara með úr landi frá Akureyri í gærkvöldi, gegn vilja móður þess, hefur verið sett í vistun á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Drengurinn er sex mánaða og hefur lögheimili í Danmörku. Hann hefur hins vegar verið dvalfastur hérlendis í nokkra mánuði vegna deilu foreldranna, en þau eru bæði íslensk.

Innlent
Fréttamynd

Ber við minnisleysi

Hálfþrítugur karlmaður, sem var handtekinn eftir ólæti um borð í flugvél í gærkvöld, bar við minnisleysi þegar hann var spurður um háttalag sitt. Maðurinn, sem var færður til skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík í dag, var að angra farþega í áðurnefndu flugi og þurfti flugstjóri vélarinnar að taka aukahring af þeim sökum áður en hann gat lent á áfangastað.

Innlent
Fréttamynd

Ættleiðingarstyrkur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti niðurstöðu starfshóps á vegum ráðuneytisins en hann leggur til að veittur verði 480 þúsund króna styrkur til foreldra sem ættleiða börn í gegnum löggild ættleiðingarfélög. Styrkurinn verður undanþeginn staðgreiðslu. Foreldrar barna sem koma til landsins eftir gildistöku laganna eiga rétt á styrknum.

Innlent
Fréttamynd

Gylliboð verslana falla ekki alltaf í kramið

Hvert gylliboðið á fætur öðru er nú sett fram af kaupmönnum sem vilja laða viðskiptavini að. Bílasalar bjóða inneignir í verslunum og kreditkortatímabilið lengist. Nýtt greiðslukortatímabil hefst 7. desember og munu færslur eftir það greiðast í byrjun febrúar. Leikfangaverslunin Leikbær býður viðskiptavinum sínum hins vegar að kaupa vörur núna, sem koma til greiðslu í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Páfinn og Erdogan munu funda

Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Erdogan, ætlar sér að hitta Benedikt páfa þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands í næstu viku. Töluvert hafði verið deilt á að ekki hefði verið ákveðinn fundur milli þeirra en mikil spenna ríkir í landinu fyrir heimsókna páfa vegna ummæla hans í sumar um að íslam væri ofbeldisfull trú.

Erlent
Fréttamynd

Sigurerni ekki fargað

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir tilkynnti nú rétt í þessu að sýnin sem tekin höfðu verið úr erninum Sigurerni og tveimur fálkum í húsdýragarðinum vegna gruns um fuglaflensumótefni í þeim hefðu reynst neikvæð. Sýnin voru send til Svíþjóðar til rannsókna.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar hlýta ákvörðun ráðamanna í Rúanda

Frakkar sögðu í dag að þeir hörmuðu þá ákvörðun ráðamanna í Rúanda að slíta stjórnmálalegum tengslum ríkjanna tveggja. Ástæðan fyrir vinslitunum er sú að franskur dómari ákvað að gefa út handtökuskipun á leiðtogum í Rúanda vegna atburða sem leiddu til þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Kársnesbrautin gæti farið í stokk

Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin fordæma árás í Írak

Talsmenn Bandaríkjaforseta fordæmdu í dag árásina í gær í hverfi shía múslima og sögðu hana glórulausa og miðaða að því að skapa óstöðugleika í landinu. Alls létu um 200 manns lífið í árásinni sem var sú stærsta sem gerð hefur verið síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar vernda umhverfið

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund aðildarríkja Norðlægrar víddar (Northern Dimension) í Helsinki. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evrópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þessara ríkja og er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, stöðugleika, velsæld og öryggi í norðanverðri Evrópu. Samþykkt var pólitísk yfirlýsing og ný rammaáætlun um framkvæmd samstarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík

Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka.

Innlent