Fréttir

Fréttamynd

Neyðarlög sett á Fídjieyjum

Neyðarlög eru í gildi á Fídjieyjum eftir að her landsins rændi þar völdum í gær. Leiðtogar valdaránsins hafa haft hraðar hendur undanfarinn sólarhring, meðal annars leyst upp þingið, sett nýjan forsætisráðherra í embætti til bráðabirgða og rekið lögreglustjóra ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Farsímanotkun ekki skaðleg

Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að notkun farsíma geti valdið krabbameini.

Erlent
Fréttamynd

Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi

Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög.

Innlent
Fréttamynd

Lugovoi mun tala við breska lögregluþjóna

Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko, mun hitta breska lögreglumenn í dag en frá þessu skýrði rússneska ITAR-Tass fréttastofan í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða

Frakkar sögðu í dag að heimsveldin sem nú funda í París, til þess að reyna að ná samkomulagi vegna kjarnorkuáætlana Írans, yrðu að hraða verkinu því annars væri trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher skýtur á Palestínumenn

Ísraelskir hermenn skutu á og særðu tvo Palestínumenn sem nálguðust landamæri Ísraels við Gaza svæðið. Palestínskir sjúkraflutningamenn sögðu að mennirnir hefðu verið óvopnaðir en þetta er fyrsta árásin sem ísraelski herinn gerir á svæðinu síðan sæst var á vopnahlé þann 26. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Kabila settur í embætti

Joseph Kabila, sigurvegari í forsetakosningum í Austur-Kongó, verður settur í embætti í dag. Kabila bar sigur af Jean-Pierre Bemba í einum mikilvægustu kosningum í Afríku undanfarna áratugi. Búist er við fyrirmönnum frá fjölmörgum löndum vegna athafnarinnar en Bemba hefur þó sagt að hann muni ekki vera viðstaddur.

Erlent
Fréttamynd

Einræktun fósturvísa leyfð í Ástralíu

Ástralir hafa ákveðið að leyfa einræktun á fósturvísum eftir miklar og tilfinningaríkar umræður en forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, var á móti lögunum. Hin nýju lög gera það kleift að rannsaka hugsanlegar erfðalækningar á erfiðum sjúkdómum og fötlunum.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar treysta ekki þjóðstjórn Palestínumanna

Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, sagði í dag að þjóðstjórn í Palestínu myndi engu áorka auk þess sem hún væri frekar miðuð að því að fá pening þeim til handa en að vinna að friðsamlegri lausn deilunnar við Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu

Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

8 látnir og 40 særðir

Sprengjum var varpað á vinsælt verslunarhverfi í miðborg Bagdad í dag. Átta manns létust og um 40 særðust. Sprengjurnar voru fjórar eða fimm talsins og gerðist þetta í eldra hverfi Bagdad en í því hefur nýlega orðið mikil aukning á árásum.

Erlent
Fréttamynd

Pervez býður fram sáttahönd

Pervez Musharraf, forseti Pakistan, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til þess að gefa upp á bátinn allar kröfur til hins umdeilda héraðs Kasmír ef Indland myndi gjalda í sömu mynt og leyfa svæði í Himalaya fjöllum, sem Pakistan og Indland hafa lengi deilt um, að öðlast sjálfsstjórnarrétt.

Erlent
Fréttamynd

Múlagöng lokuð á kvöldin

Vegna vinnu í Múlagöngum verður göngunum lokað á kvöldin fram á föstudag og aftur frá sunnudagskvöldi og út næstu viku. Lokað er frá kl 21 til 23.30, þá er umferð hleypt í gegn til miðnættis og síðan lokað til kl. 6 að morgni.

Innlent
Fréttamynd

Of mikil tilfinningasemi varðandi hvalveiðar

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali við Reuters fréttaveituna í morgun að hvalveiðar Íslendinga væru ekki ógn við lífríki sjávar og að alþjóðleg viðbrögð einkenndust af of mikilli tilfinningasemi.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppa í Úkraníu

Viktor Yuschenko, forseti Úkraínu, ætlar að bjóða þinginu byrginn og fyrirskipa að utanríkisráðherra landsins sitji sem fastast eftir að þingið samþykkti vantrauststillögu á hendur honum og innanríkisráðherra Úkraínu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Rauk úr matnum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð á áttundu hæð í Þangbakka í Reykjavík rétt fyrir kl tíu í gærkvöldi. Enginn eldur var þó laus í íbúðinni eins og óttast var í fyrstu, heldur aðeins kafþykkur reykur úr potti á eldavél, og reykræstu slökkviliðsmenn íbúðina fljótt og vel.

Innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea segir langt í viðræður

Sexveldaumræðurnar munu ekki hefjast á þessu ári eða í náinni framtíð vegna ósanngjarnra skilyrða Bandaríkjastjórnar en þessu halda norður-kóreskir embættismenn fram. Þessu skýrði rússneska fréttastofan Interfax frá í morgun en hún er ein af fáum fréttastofum sem hafa aðgang að norður-kóreskum fréttamiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Átta láta lífið í sjálfsmorðsárás

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar bandarísks öryggisfyrirtækis í suðurhluta Afganistan í morgun. Átta létust í árásinni og þar af tveir Bandaríkjamenn. Árásin átti sér stað í borginni Kandahar.

Erlent
Fréttamynd

Engin umbreytt fita í New York

Heilbrigðisráð New York borgar ákvað í gær að gera borgina þá fyrstu í Bandaríkjunum þar sem bannað er að nota umbreytta fitu í matvæli. Umbreytt fita er fita sem hefur verið efnabætt til þess að bragðbæta og gera hana endingarbetri en hún er notuð í fjölmörgum matvörum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnfóður hækkar um 4 -6 %

Bæði Fóðurblandan og Lífland,sem flytja inn nær allt kjarnfóður til landbúnaðarins, hafa tilkynnt um fjögurra til sex prósenta hækkun á kjarnfóðri.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ lýsir yfir undrun sinni

Alþýðusamband Íslands lýsir undrun sinni á undirritun viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um fríverslunarviðræður við Kína. Það endurspegli áform um að ætla íslenskum fyrirtækjum og launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við ríki, sem virðir ekki grundvallar mannréttindi, segir í yfirlýsingu ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Gates samþykktur af varnarmálanefnd

Varnarmálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti einróma tilnefningu Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates kom fyrir nefndina í gær og svaraði spurningum hennar. Öldungadeildin mun í framhaldinu greiða atkvæði um tilnefningu Gates og ræður það því hvort hann taki við embættinu af Donald Rumsfeld.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir á Fídjieyjum

Útvarpið á Fídji-eyjum greindi frá því í nótt að neyðarástandi verði lýst yfir í landinu í dag, en herinn framdi valdarán í landinu í fyrrinótt. Það var það fjórða sem framið er á eyjunum síðastliðin 20 ár.

Erlent
Fréttamynd

Á þreföldum hámarkshraða

Ölvaður ökumaður ók á allt að þreföldum hámarkshraða þegar hann reyndi að stinga lögregluna af á miðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn eltu hann voru þeir á 85 kílómetra hraða en höfðu samt hvergi nærri við bíl mannsins. Hámarkshraðinn á þessu svæði er 30 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða valdaránið á 19 árum

Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Þetta er fjórða valdaránið á eyjunum síðan 1987.

Erlent
Fréttamynd

Gildir einu hvort skilgreint sem borgarastyrjöld

Tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið þar verra en borgarastyrjöld. En á meðan tekist er á um hvort borgarastyrjöld geisi þar deyja fjölmargir Írakar víðsvegar um landið á degi hverjum og fyrir ættingju þeirra gildir einu hvernig átökin í Írak eru skilgreind.

Erlent