Fréttir Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. Erlent 11.2.2007 10:06 Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. Erlent 11.2.2007 10:03 Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. Erlent 11.2.2007 10:00 Viðræðurnar að sigla í strand Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn. Erlent 11.2.2007 09:58 Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. Erlent 10.2.2007 18:53 Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. Erlent 10.2.2007 18:51 Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Innlent 10.2.2007 18:28 Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. Erlent 10.2.2007 18:25 Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Viðskipti erlent 10.2.2007 14:08 Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar. Erlent 10.2.2007 12:27 Obama býður sig fram Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008. Erlent 10.2.2007 12:21 Dánarorsökin enn óljós Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani. Erlent 10.2.2007 10:38 Sýkt kjöt fór líklega í verslanir Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum. Erlent 10.2.2007 10:04 Boða hvalveiðiráðstefnu Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný. Erlent 10.2.2007 10:02 Undirbúningur í fullum gangi Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. Erlent 10.2.2007 10:00 Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram. Erlent 9.2.2007 23:35 Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist. Erlent 9.2.2007 22:49 Upplýsingum var hagrætt til að réttlæta innrás Formaður hermálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins gaf í dag til kynna að upplýsingum sem notaðar voru við ákvarðanatöku fyrir Íraksstríðið hefði verið hagrætt. Erlent 9.2.2007 22:21 SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir. Erlent 9.2.2007 22:10 Geta lesið hugsanir Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella. Erlent 9.2.2007 21:52 Forstjóri Cartoon Network segir af sér Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum. Erlent 9.2.2007 21:01 Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur. Erlent 9.2.2007 20:52 Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu. Erlent 9.2.2007 20:37 Kona verður forseti Harvard Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu. Erlent 9.2.2007 20:18 Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim. Erlent 9.2.2007 19:57 Úrskurðir í safni Pósts og síma Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Innlent 9.2.2007 19:29 Uggur í skipverjum Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Innlent 9.2.2007 19:23 FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur. Erlent 9.2.2007 18:34 Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru. Innlent 9.2.2007 18:46 Beið bana í eldsvoða Íslenskur maður lét lífið í bruna í geymslu við veitingahús í Stokkhólmi í fyrrinótt. Orsakir slyssins eru óljósar en Stokkhólmslögreglan vinnur að rannsókn þess. Erlent 9.2.2007 18:17 « ‹ 230 231 232 233 234 235 236 237 238 … 334 ›
Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. Erlent 11.2.2007 10:06
Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. Erlent 11.2.2007 10:03
Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. Erlent 11.2.2007 10:00
Viðræðurnar að sigla í strand Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn. Erlent 11.2.2007 09:58
Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. Erlent 10.2.2007 18:53
Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. Erlent 10.2.2007 18:51
Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Innlent 10.2.2007 18:28
Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. Erlent 10.2.2007 18:25
Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Viðskipti erlent 10.2.2007 14:08
Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar. Erlent 10.2.2007 12:27
Obama býður sig fram Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008. Erlent 10.2.2007 12:21
Dánarorsökin enn óljós Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani. Erlent 10.2.2007 10:38
Sýkt kjöt fór líklega í verslanir Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum. Erlent 10.2.2007 10:04
Boða hvalveiðiráðstefnu Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný. Erlent 10.2.2007 10:02
Undirbúningur í fullum gangi Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. Erlent 10.2.2007 10:00
Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram. Erlent 9.2.2007 23:35
Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist. Erlent 9.2.2007 22:49
Upplýsingum var hagrætt til að réttlæta innrás Formaður hermálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins gaf í dag til kynna að upplýsingum sem notaðar voru við ákvarðanatöku fyrir Íraksstríðið hefði verið hagrætt. Erlent 9.2.2007 22:21
SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir. Erlent 9.2.2007 22:10
Geta lesið hugsanir Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella. Erlent 9.2.2007 21:52
Forstjóri Cartoon Network segir af sér Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum. Erlent 9.2.2007 21:01
Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur. Erlent 9.2.2007 20:52
Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu. Erlent 9.2.2007 20:37
Kona verður forseti Harvard Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu. Erlent 9.2.2007 20:18
Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim. Erlent 9.2.2007 19:57
Úrskurðir í safni Pósts og síma Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Innlent 9.2.2007 19:29
Uggur í skipverjum Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Innlent 9.2.2007 19:23
FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur. Erlent 9.2.2007 18:34
Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru. Innlent 9.2.2007 18:46
Beið bana í eldsvoða Íslenskur maður lét lífið í bruna í geymslu við veitingahús í Stokkhólmi í fyrrinótt. Orsakir slyssins eru óljósar en Stokkhólmslögreglan vinnur að rannsókn þess. Erlent 9.2.2007 18:17