Fréttir

Fréttamynd

Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE

Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur. Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum. Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. .

Innlent
Fréttamynd

Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast

Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri. Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston.

Innlent
Fréttamynd

Þróunarsamvinna fær aukið vægi

Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi sem haldið verður í Norræna húsinu 23. mars næstkomandi. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Metárhjá MP Fjárfestingarbanka

MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styrmir og Kjartan yfirheyrðir í dag

Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verða yfirheyrðir í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun voru þeir Jón Lárusson lögreglumaður og Þórður Þórisson framkvæmdasjtóri 10/11 verslananna yfirheyrðir.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og snjóþekja víða um land

Víða um land er nú hálka og snjóþekja og éljagangur á Norður- og Vesturlandi. Vegagerðin bendir á að ásþungi hefur verið takmarkaður við 10 tonn um allt land, með undantekningum, vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk börn safna fyrir fátæk í þróunarlöndum

Nærri þrjú þúsund börn um allt land hafa safnað fjármagni til byggingar heimavista í Pakistan og Kenýa. Nemendur úr 150 bekkjum í 105 skólum gengu í hús frá miðjun febrúar og söfnuðu framlögum í söfnuninni „Börn hjálpa börnum.“ í samvinnu við ABC hjálparstarf. Söfnunni lýkur í dag og mun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenda 12 milljón króna styrk við athöfn í Melaskóla kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugsmálið í dag

Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ósamræmi hjá lögreglu

Lögreglumönnum ber ekki saman um hvenær fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald Sullenberger fór fram. Hætt var við rannsókn á tugum tilvika vegna ábendinga frá sakborningum sem þóttu réttmætar.

Innlent
Fréttamynd

Vodafone skrifar undir á Indlandi

Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Tónlist
Fréttamynd

Mikil spenna í Ekvador

Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt.

Erlent
Fréttamynd

Býst við að þingi ljúki á laugardag

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt.

Innlent
Fréttamynd

Komin aftur til Bretlands

Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín

Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands

Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina

Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Spánverjar samþykkja jafnréttislög

Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni.

Erlent
Fréttamynd

Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild

Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Engin virk byggðastefna í landinu

Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Datt á snjóbretti

Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum.

Erlent
Fréttamynd

Ný hlébarðategund fundin

Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðstjórn skipuð

Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak

Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú.

Erlent