Fréttir

Fréttamynd

Dregur úr hagvexti á Indlandi

Hagvöxtur hefur dregist saman á Indlandi, einu af þeim nýmarkaðslöndum þar sem vöxturinn hefur verið hvað mestur fram til þessa. Vöxturinn hefur ekki verið minni í þrjú ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma TM undir væntingum

Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rautt upphaf í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur frá í morgun

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum

Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignaverð fellur í Bretlandi

Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkar mest annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um tæp 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í félaginu tekur stökk uppá við. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um tæp tvö prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um rétt tæpt prósent og Landsbankansum um rúm 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gústaf veldur olíuverðshækkun

Fellibylnum Gústaf er um að kenna að heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um rúma 2,6 dali á tunnu í dag og fór í rúma 117 dali á tunnu. Fellibylurinn olli talsverðum usla á Haítí í gær en reiknað er með að hann komi sterkur inn á Mexíkóflóa síðar í vikunni og nemi land í Bandaríkjunum á mánudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrengir að breskum byggingafyrirtækjum

Breska byggingafyrirtækið Taylor Wimpey tapaði 1,54 milljörðum punda, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fall á fasteigna- og lóðamarkaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Spáni skýrir tapreksturinn. Sé fasteignaverðmætið undanskilið afkomutölunum nam hagnaður fyrirtækisins 4,3 milljónum punda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum fellur um tæp sex prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,8 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið greindi frá því í gær að það hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu þar sem niðurstöður hefðu ekki skilað viðunandi niðurstöðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar sökum veðurfars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp um rúma tvo dali á tunnu í dag eftir að veðurfræðingar sögðu hætt við því að fellibylurinn Gústaf geti farið inn í Mexíkóflóa. Fimmtungur af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna er við flóann og getur skerðing á vinnslunni af völdum veðurfars sett stórt skarð í heildarframleiðslu landsins, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

VBS úr plús í mínus

VBS fjárfestingarbanki tapaði 870 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,1 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir tekjustreymi bankans gott og grunnstarfsemina góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir lækkanalestina

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári

Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi stökk upp um 40 prósent

Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Byrs dregst verulega saman

Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuleitarfélagið eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast frekari afskriftir fjármálafyrirtækja

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Bloomberg-fréttaveitan segir fjárfesta óttast að fjármálakreppan sé dýpri en áður var talið. Muni afskriftir fjármálafyrirtækja halda áfram og muni nú koma harðar niður á gengi annarra fyrirtækja utan fjármálageirans en áður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seðlabankinn kaupir Hróarskeldubanka

Danski seðlabankinn mun leiða hóp annarra danskra fjármálafyrirtækja í kaupum á Roskilde Bank. Ástæðan er sú að annar kaupandi fannst ekki að bankanum, sem hefur rambað á barmi gjaldþrots eftir gengisfall á hlutabréfamörkuðum og mikilla afskrifta á fasteignalánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kóreubúar að kaupa Lehman Brothers

Gengi bréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers rauk upp um þrettán prósent í dag eftir að orðrómur fór á kreik að Kóreski þróunarbankinn, sem ríkið á, muni kaupa bankann. Markaðsverðmæti bankans hefur hrungið um rúm áttatíu prósent frá áramótum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengishagnaður lyftir afkomu Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði um 31,4 milljónum danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, jafnvirði 511 milljónum íslenskra. Þetta er 7,9 milljónum betri afkoma í dönskum krónum talið en á sama tíma í fyrra. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam hins vegar 2,8 milljónum danskra og er langmestu leyti tilkominn af gengishagnaði.

Viðskipti innlent