Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég er að horfa til mjög lágra veg­gjalda“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi.

Fjár­­­mála­ráð­herra segir Þor­björgu Sig­ríði fara með rangt mál

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga.

Raf­magns­vespa stóð í ljósum logum

Mikill eldur var í rafmagnsvespu á skólalóð við Austurbæjarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í vespunni innanhúss.

Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur

Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn.

For­vera Kína­for­seta „leið ekki vel“

Hinum 79 ára gamla Hu Jintao leið ekki vel þegar hann var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, að sögn ríkismiðla í Kína. Áður höfðu engar skýringar borist á brotthvarfi Jintao.

Þýskur líkams­ræktar­frömuður um borð í vélinni sem hvarf

Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs.

Í­búar yfir­gefi Kher­son undir eins

Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna.

Sjá meira