„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. 23.10.2022 14:09
Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. 23.10.2022 12:21
Fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði fara með rangt mál Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga. 23.10.2022 10:53
Fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers Leiðtogar G7 ríkjanna fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers í Zaporizhzhia. Rússar eru hvattir til að láta kjarnorkuverið tafarlaust af hendi til réttmætra eigenda. 23.10.2022 10:27
Rafmagnsvespa stóð í ljósum logum Mikill eldur var í rafmagnsvespu á skólalóð við Austurbæjarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í vespunni innanhúss. 23.10.2022 09:58
Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. 23.10.2022 09:29
Forvera Kínaforseta „leið ekki vel“ Hinum 79 ára gamla Hu Jintao leið ekki vel þegar hann var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, að sögn ríkismiðla í Kína. Áður höfðu engar skýringar borist á brotthvarfi Jintao. 22.10.2022 17:03
Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22.10.2022 16:38
Ósammála félögum sínum í meirihlutanum: „Frumvarpið virðist hrein og bein aðför að réttindum launafólks“ Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu. 22.10.2022 15:21
Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22.10.2022 14:52