Þrír látnir eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Þrír eru látnir og sex særðir eftir skotárás í skóla í Missouri í Bandaríkjunum. Meintur árásarmaður er meðal látinna. 24.10.2022 22:41
Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24.10.2022 22:13
Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. 24.10.2022 21:44
Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24.10.2022 21:07
Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24.10.2022 20:13
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24.10.2022 19:10
Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykjanesbæ Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið. 24.10.2022 17:40
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23.10.2022 16:40
Deildarmyrkvi sjáanlegur frá Íslandi Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á morgni þriðjudags 25. október ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46. 23.10.2022 15:58
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23.10.2022 15:01