Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. 2.8.2023 17:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 1.8.2023 18:01
Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. 31.7.2023 21:36
Tóku málin í eigin hendur og hreinsuðu sóðalega grenndarstöð Íbúar Vesturbæjar hafa síðustu daga farið með ógrynni af sorpi, sem safnast hefur upp við grenndargámana, í Sorpu, í von um að borgaryfirvöld bregðist við. Þeir segja að enginn hvati sé til þess að setja pappa í pappagám þegar ruslið flæði um allt. 31.7.2023 13:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir mikla óánægju innan raða Sjálfstæðismanna með málamiðlanir sem gerðar hafa verið í þágu stjórnarsamstarfsins. Þrátt fyrir það standi samtarfið styrkum fótum. 30.7.2023 11:46
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29.7.2023 22:00
Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. 29.7.2023 21:00
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29.7.2023 13:49
„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. 24.7.2023 21:00
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21.7.2023 22:35