Blíðviðri í borginni Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en 8 til 13 metrar á sekúndu á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig. 22.5.2022 10:24
Úkraínustríðið, húsnæðismál og framtíð íslenskunnar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar í dag frá klukkan 10 til 12. 22.5.2022 10:17
Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni. 21.5.2022 16:00
Slökktu eld við Vesturgötu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði. 21.5.2022 15:38
Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. 21.5.2022 15:17
Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21.5.2022 14:11
Gekk um með þráðlausan hátalara í botni og angraði íbúa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af ölvuðum manni í Reykjavík sem gekk um með þráðlausan hátalara og tónlist í botni. Tónlistin var svo há að hún vakti íbúa hverfisins sem maðurinn gekk um. 21.5.2022 11:44
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21.5.2022 11:07
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21.5.2022 09:46
Allt að 16 stiga hiti og frábært veður til útiveru Víðáttumikil lægð mjakast austur fyrir landið í dag og gengur því í norðan 5-13 metra á sekúndu með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi, auk Vestfjarða, en sunnan- og suðvestantil léttir til er líður á daginn. 21.5.2022 09:22