Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19.5.2022 23:11
Fjölgar í Sheeran-fjölskyldunni Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa eignast sína aðra dóttur. 19.5.2022 22:47
Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. 19.5.2022 18:50
Telja ekki að andlát konunnar sem fannst hafi borið að með saknæmum hætti Manneskjan sem fannst látin í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík eftir hádegi í gær var kona. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. 19.5.2022 18:05
Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. 19.5.2022 17:51
Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins. 19.5.2022 17:29
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18.5.2022 22:54
GameTíví: Babe Patrol sækja sigrana í Warzone Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja í Warzone í kvöld. 18.5.2022 20:31
Oftast strikað yfir nafn Hildar Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur. 18.5.2022 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18.5.2022 18:00