Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu

Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug.

Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO

Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn.

Ís­lendingar bera af í Euro­vision-glápi

Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Reykjavík milli Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Flokkarnir hafa viku til að ná saman um stór mál og ákveða hver næsti borgarstjóri verður. Píratar útiloka ekki að gera tilkall til embættisins.

Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi

Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi.

Sjá meira