Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13.7.2025 11:01
Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Enn er dramatíkin í algleymingi á Alþingi en í dag var þingfundi ítrekað frestað þar til síðdegis, þar sem þung og stór orð voru látin falla beggja megin stjórnarlínunnar. Við skoðum stöðuna á þingi fyrsta daginn eftir beitingu svokallaðs „kjarnorkuákvæðis“. 12.7.2025 18:01
Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. 12.7.2025 13:17
Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12.7.2025 00:16
Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. 11.7.2025 17:04
„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ 11.7.2025 11:54
Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. 11.7.2025 09:48
Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningur er nú þegar kominn vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjun enn frekar. 9.7.2025 18:04
Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. 8.7.2025 12:11
Flaug í einkaflugi með Støre Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. 23.6.2025 11:42