Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir gott að geta haft neyslurýmið Ylju opið um helgar í vetur, en fjármagn til þess kemur frá samtökunum sjálfum. Bráðum þarf að finna rýminu nýja staðsetningu, vegna framkvæmda í grenndinni. 8.11.2025 19:40
Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fyrsti föstudagur nóvember er í dag, en í hugum sumra markar það mikil tímamót og jafnvel snemmbúið upphaf aðventunnar, þar sem jólabjórinn tekur að flæða í kvöld. Dagskráin hefur staðið yfir frá í hádeginu en hún nær hápunkti sínum þegar eina mínútu vantar í níu. 7.11.2025 20:33
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7.11.2025 12:02
Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. 6.11.2025 18:01
Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. 2.11.2025 18:12
Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. 2.11.2025 11:51
Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. 1.11.2025 18:00
Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn. 1.11.2025 11:48
Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra. 31.10.2025 18:00
Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. 31.10.2025 12:06