

Þórður Gunnarsson
Nýjustu greinar eftir höfund

Norðmenn flýja auðlegðarskatt
Norskt stóreignafólk færir nú lögheimili sitt frá Noregi í unnvörpum í kjölfar nýsamþykktra breytinga á skattalögum þar í landi. Samkvæmt lögunum verður lagður skattur á hreina eign umfram því sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna.

Umsamdar kauphækkanir sagðar meiri en góðu hófi gegnir
Stjórnendur sem Innherji ræddi við eru sammála um að ánægjulegt sé að lending hafi náðst í kjaraviðræðum. Hins vegar séu umfang kauphækkana í einhverjum tilfellum umfram þeirra væntingar og þær ekki til þess fallnar að auka verðstöðugleika. Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að samningarnir muni kosta rekstur fyrirtækisins hundruð milljóna á næsta ári.

Seðlabankar heimsins auka við gullbirgðir sínar
Um allan heim hafa seðlabankar aukið mjög við stöður sínar í gulli á undanförnum mánuðum. Stríðshugarfar og illvíg verðbólga eru sagðar helstu ástæðurnar. Sérfræðingar telja að gullverð gæti náð töluverðum hæðum á næsta ári.

PCC á Bakka gæti dregið úr framleiðslu á nýju ári
PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.

Segir tafir á leyfisveitingum kosta samfélagið milljarða
Tafir á leyfisveitinum opinberra aðila vegna uppbyggingar flutningskerfi raforku kosta samfélagið milljarða á ári hverju. Opinberar stofnanir brjóta ítrekað lögbundna fresti um málsmeðferð að sögn Jóns Skafta Gestssonar, sérfræðings í hagrænum greiningum hjá Landsneti.

Verð bensíns og dísilolíu helst hátt þrátt fyrir lægra hráolíuverð
Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi aðeins hækkað um 8,7 prósent það sem af er ári hefur verðhækkun á bæði á bensíni og dísilolíu um allan heim verið töluvert meiri.

Þinglýstir kaupsamningar fjölbýliseigna ekki færri síðan í upphafi 2019
Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað lítillega við síðustu birtingu Þjóðskrár um fasteignaverð í október, eru fyrir hendi skýr merki um töluvert hægari gang á fasteignamarkaði. Í október síðastliðnum var alls 516 kaupsamningum um fjölbýli þinglýst hjá sýslumanni. Leita þarf aftur til janúarmánaðar 2019 til að finna færri kaupsamninga fjölbýliseigna í einum mánuði.

Orkuveita Reykjavíkur rekin með tapi á þriðja ársfjórðungi
Orkuveita Reykjavíkur var rekin með tæplega 230 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tveggja milljarða króna hagnað á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri fyrirtækisins. Skýring á verri afkomu er lækkandi álverð sem og hækkandi fjármagnskostnaður félagsins sem tvöfaldaðist úr 1,9 milljarði í tæpa fjóra milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Landsvirkjun vonast til að anna raforkuþörf fiskimjölsframleiðenda
Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er öll önnur og betri nú en samanborið við síðasta vatnsár. Landsvirkjun bindur vonir við að hægt verði að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðja á komandi ári. Stór kolmunnavertíð gæti kallað á mikla raforku á næsta ári.

Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið
Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.