Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina

Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna.

Simmi Vill birtir fyrstu myndirnar af ástinni

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og kærastan hans Hafrún Hafliðadóttir nutu lífsins saman í fríi erlendis á dögunum. Simmi birti skemmtilega myndafærslu úr fríinu á Instagram í gær. 

Með gervifót og hafði aldrei gengið í há­hæluðum skóm

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi.

Vala Ei­ríks og Óskar Logi greina frá kyninu

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á dreng í nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram á dögunum.

Eftir­lætis kjúklingasalat Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að kjúklingasalati með sætum kartöflum, döðlum og sinnepsdressingu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir réttinn bragðgóðan og vera í miklu uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni.

Ofurhetjan Sólon keypti glæsihús Maríu Gomez

Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi Maríu Gomez lífstílsbloggara og Ragnars Más Reynissonar við Ásbúð 88 í Garðabæ. Einar og Íris greiddu 158,7 milljónir fyrir húsið.

Albert og Guð­laug hætt saman

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Nostalgía og glæ­nýr sumarsmellur

Aron Már Ólafsson, Aron Mola og Arnar Þór Ólafsson, stjórnendur hlaðvarpsins Ólafssynir í Undralandi og Egill Ploder Ottósson útvarpsmaður gáfu út nýtt lag á miðnætti. Lagið heitir 0 upp í 100 og lýsa þeir því sem einhvers konar samblöndu af country, dans og partý tónlist.

Sumarglaðningur Vig­dísar og Ara Freys sparkaði sér í heiminn

Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson leikari og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eignuðust stúlku þann 7. júní síðastliðinn. Vigdís lýsir fæðingu dótturinnar á einlægan og kómískan hátt í færslu á samfélagsmiðlum. 

Sjá meira