Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ás­laug selur glæsiíbúð í Reykja­vík

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna.

Vægar viðreynslur en engir pervertar

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Vikt­or Már Snorra­son mat­reiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Albert og Guð­laug saman í fríi á Ibiza

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum.

Ó­sýni­leg veikindi hafi ekki minna vægi

„Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. 

„Þú gerir heiminn að betri stað“

Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær.

Sælu­reitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu

Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa sett íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishús sem var byggt árið 1964. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best.

Ólafur Darri og Hera Hilmars halda á­fram að heilla heiminn

Íslenska spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion heldur áfram að vekja athygli á alþjóðavettvangi eftir glæsilega heimsfrumsýningu á Canneseries-hátíðinni í apríl. Þættirnir hafa fengið lof fyrir frumlega nálgun og sterka frammistöðu aðalleikara.

Sjá meira