Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. 20.10.2021 14:17
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20.10.2021 12:01
Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. 13.10.2021 12:18
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4.10.2021 11:36
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á annað þúsund skjálfta hafa mælst á svæðinu milli gosstöðvanna í Geldingadölum og Keilis á Reykjanesi í dag. 30.9.2021 18:15
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir enn hægt að koma í veg fyrir að kosningarnar fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 18:09
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Björgunarsveitir og lögregla hafa haft í nógu að snúast í bandvitlausu veðri sem hefur gengið yfir landið í dag. Hópferðabílar hafa fokið út af vegum, rafmagnslínur slegið út og krapastíflur myndast. 28.9.2021 18:06
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Algjör óvissa ríkir um hvenær endanleg úrslit Alþingiskosninganna liggja fyrir eftir endurtalningu atkvæða og kæru vegna framkvæmdar kosninganna. Forsætisráðherra leggur á það áherslu að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. 27.9.2021 18:00
Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. 26.9.2021 19:07
Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. 26.9.2021 18:47