varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“

Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar.

Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum

Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Landris í miðri Torfajökulsöskju skýrist líklega af kvikusöfnun. Ekki eru merki um að kvikan sé að færast nær yfirborðinu en eldfjallafræðingur segir þetta merki um að eldstöðin sé að vakna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætlar að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna flóttafólks sem búið er að þjónustusvipta og er heimilislaust. Hún segir sveitarfélögin skyldug til að þjónusta fólk en vill fá samtal. 

Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur

Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára.

Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi

Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár.

Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin

„Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim.

Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi

Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna

Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax

Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað.

Sjá meira